þriðjudagur, desember 23, 2008
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár
Hefur Össur ekki heyrt um Hydrogen (vetni)
Um 55% skattheimta á olíu.
fimmtudagur, desember 18, 2008
Stafir Lífeyrissjóður
LEIÐ 3. Mig langar svo að keyra í bæinn hitta þennan Ólaf Sigurðsson sem er framkvæmdastjóri lífeyrisjóðsins og hreinlega banka aðeins í hausinn á honum.
Er hann ekki búinn að vera á Íslandi undanfarið ár. Er maðurinn í ruglinu. Hlutverk lífeyrissjóðsins er að ávaxta fé sjóðsfélaga. Það stendur beinlínis í þessu bréfi að leið 3 sé sú áhættusamasta. Samt er hún valin sem sú leið sem fara skal ef enginn svara.
Ég er kominn á þá skoðun að ég sjái um minn lífeyrir sjálfur. Ég geri bara samning við minn banka um að leggja inn á sérstaka lífeyrisbók sem er bundin þar til ég verð sextugur og hætta þessu helvítis kjaftæði. Fyrst að menn geta ekki stýrt þessu eftir heilbrigðri skynsemi.
þriðjudagur, desember 16, 2008
En aðal spurningin er.
Þrír í aftursætið,
tveir í framsætið
og restin í öskubakkann.
Tek það fram að síðasta setningin var ekki svona þegar ég heyrði þennan. Mér fanst ekki við hæfi að setja inn nafn eins aðila, þó ég voni svo sannarlega að hann fái makleg málalok þá er einum of að kveikja í honum. Mitt svar var auðvitað enginn. Það myndi enginn auðmaður láta sjá sig í Bjöllu.
mánudagur, desember 15, 2008
Og nú Inga B S
Ef frú Ingibjörg n. s. hafði áhyggjur af stöðu mála þá átti hún auðvitað að gera eitthvað strax og hún tók þátt í stjórn landsins. En dæmigert fyrir þennan endalausa þvælustjórnmálamann. Hún talaði um það í 10 ár að allur vandi Reykjavíkurborgar væri tilkominn vegna Sjálfstæðismann. Það væri gaman að heyra hvað hún hefur að segja um skuldastöðu borgarinnar nú. Það hlýtur að vera sjálfstæðisflokknum að kenna. Einhvernveginn er allt öllum öðrum að kenna og hún og hennar flokkur getur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að laga það.
Hvenær sér fólk í gegnum þetta bull.
Ef hún hefði sagt. Já við sváfum á verðinum. Við hunsuðum viðvaranir lærðra manna. Við tókum rangar ákvarðanir í kjölfar hrunsins. Við hefðum getað gert hlutina með öðrum hætti. Við höfum ákveðið að Bankamálaráðherra víkji, fjármálaráðherra hverfi í hrossalækningar og allir þeir sem báru ábyrgð eru ekki lengur að vinna hjá bönkunum. Stjórn Seðlabankans er farin til annarra starfa, yfirmenn FME eru komnir á atvinnuleysisskrá og við samþykkjum ekki afarskilmála og munum sækja rétt okkar á alþjóðavísu.
Þá hefði ég sagt flott. Þið fáið nokkra mánuði til viðbótar að laga stöðuna. En það er enginn hættur hjá bönkunum, fme, Alþingi, Seðlabanka eða annarstaðar þar sem ábyrgðin liggur. NEI. Við segjum já og amenn við öllu sem okkur er ætlað að borga og allir fá að taka þátt í sukkinu áfram. Minni líka á að enginn hefur verið sóttur til saka sem annað hvort bendir til þess að allt sem menn gerðu var innan settra laga, eða að þeir sem gerðu eitthvað af sér fá sérmeðferð. Í báðum tilvikum er við ríkisstjórnina og hana Ingibjörgu að sakast.
Það hlýtur að fá fólk til að skoða samsæriskenningar betur, varðandi fjárhagstengsl alþingismanna og þeirra sem eru gerendur í þjóðargjaldþrotinu. Fólk hlýtur að spyrja sig því í ósköpunum menn fengu að stofna einkafyrirtæki í janúar og febrúar og færa allar sínar eignir (skuldir í dag) yfir í þau félög þegar slíkt var óheimilt samkvæmt lögum viðkomandi fjármálastofnanna. Hversvegna stjórn afléttir persónulegum ábyrgðum yfirmanna bankanna á skuldum sínum rétt fyrir hrunið. Hvernig ekki einn yfirmaður bankanna, eða maður í yfirstjórn er farinn á hausinn þrátt fyrir að þeir hafi skulda hátt í 100 milljarða til allra bankanna þriggja stuttu fyrir hrun bankanna. Ef þetta fólk á fyrir skuldum sínum þá vill ég fá það inn strax. Ég vill líka að það fólk sem lætur enkahlutafélög fara á hausinn geti ekki unnið í bönkum, annað er hræsni.
Annars nenni ég ekki að spá í þessu lengur en mæli með því að fólk leggi fjármuni sína í Sparisjóð Strandamanna. www.spstr.is Hann er ekki í eigu auðmanna landsins. Hann er af gamla skólanum. Af hverju? Hann var of lítill til að verða keyptur upp. Ekki falla fyrir því að spkef eða spron eða hvað sem þér dettur í hug séu ekki tengdir þessu valdabrölti sem átt hefur sér stað undanfarið. Ég mæli með því að þið færið allar ykkar eignir yfir í þennan banka. Um leið þá setjið þið SPRON, SPKEF, KBBANKA, LANDSBANKA, GLITNIR og alla litlu bankana sem búið er að ræna, á hausinn. Síðan verður bara einn banki, Sparisjóður Strandamanna. Kukklararnir munu stjórna landinu og rísa upp aftur.
sunnudagur, desember 14, 2008
Hann Árni kallinn
Skattar á Íslandi eru þeir mestu innan OECD og hafa hækkað að raungildi en ekki lækkað eins og hann vill halda fram.
Laun mín hafa lækkað að raungildi
Húsnæðið mitt hefur lækkað að raungildi
Lánin mín, hvort sem það eru námslán eða húsnæðislán, hafa hækkað að raungildi.
Þannig að endalaust að tala um þetta helvítis raungildi hjá manni sem ætti fyrst og fremst að vera að sauma saman rollur er eins og að hlusta á Ingibjörgu tala um Evrópusambandið.
ÞETTA FÓLK VEIT EKKERT HVAÐ ÞAÐ ER AÐ GERA EÐA SEGJA.
Bara að það væri dauðarefsing við heimsku. Ég yrði væntanlega líflátinn en ég myndi fúslega fórna mér til þess að koma þessu helvítis pakki frá völdum.
En að einhverju allt öðru
Hull. Ég meina Hull. Eins og sjómaður á búllu í Hull var orðatiltækið. Liðið var í ensku fjórðu deildinni fyrir 5 árum síðan. Eru búnir að stríða öllu stóru liðunum. Arsenal, Man UTD (töpuðu samt) og nú Liverpool. Þess má geta að einn framherji hjá Man UTD kostar meira en allt Hull liðið. Vonandi verða fleirri svona lið innan tíðar, lið sem narta og naga í þessi helvítis skítalið sem eru endalaust að reyna að kaupa sér titla. Liverpool er búið að eyða meiri fjármunum en Man UTD. Að vísu í miklu fleirri leikmenn en það er ekki afsökun. Man UTD hefur keypt Carrick, Berbatov, Shrek, Ferdinand, Ronaldo, Nani og fleirri leikmenn sem ég man ekki nafnið á fyrir 12 milljónir punda eða meira. Þeir borguðu 5 milljón pund fyrir Vandersaar 34 ára gamlan. Já hann ferguson er snillingur. Chelskí er búið að eyða og eyða og eyða meira en nokkuð annað félag í heiminum í dag. Til þess að vinna tvo titla. Svo er það Arsenal. Sem er svooo gott í að búa til leikmenn. Í dag er ekki einn leikmaður í byrjunarliði Arsenal sem er uppalinn hjá Arsenal. Í raun ef horft er á varaliðið þeirra sem er samansett af unglingum, þá eru þeir flestir keyptir. Argh vona að það verði sett á þessi lið kvaðir um uppalda leikmenn og hámarks laun svo það fái fleirri tækifæri á að vinna þessa deild.
Hagfræði fyrir fávita
Hér er allavega spá fyrir þessa stórkostlegu hagfræðinga og þá sem eru nú að hlusta á þá og fara eftir ráðleggingum þeirra með því að hækka álögur, draga úr fjárfestingum og lækka laun.
Þessar aðgerðir verða til þess að neysla dregst saman.
Það þýðir að skattheimta minnkar, sem þýðir enn meiri hækkun skatta og enn færri framkvæmdir. Það þýðir að fleirri missa vinnuna, sem leiðir af sér lærri skattheimtu. Þetta endar sem sagt innan árs í samfélagi sem borgar innan við 300 milljarða í skatt. Þar af þarf að borga 100 milljarða af lánum (að því gefnu að við náum að hemja gjaldmiðilinn). Þetta er einföld staðreynd, eitthvað sem ráðamenn þessa lands eiga að vita.
Sem sagt Ísland er í raun á leiðinni á hausinn. Hér verða ekki peningar til að halda uppi heilbrigðiskerfi (það kostar 110 miljarða) eða mennakerfi (60 milljarða) eitthvað verður að láta undan.
Mín spá er í raun sú að hér á landi verði, innan árs, 35% atvinnuleysi og svo mikill niðurskurður í opinberum rekstri í formi einhliða launalækkanna að við stökvum 10 ár aftur í tímann. Háskólar verða aflagðir eða sameinaðir HÍ. Einkafyrirtæki verða ríkisvædd, síminn, eimskip, áburðaverksmiðjan ofl. Við stöndum uppi með ósjálfbjarga samfélag sem er stjórnað af fávitum.
Spurningin er ekki hvort við missum sjálfstæðið heldur hvenær og til hverra.
Afsökunin sem verður notuð; "Við gátum ekki séð þetta fyrir."
En það er einmitt þess vegna sem þetta fólk á að fara núna. Ef það gat ekki séð þetta fyrir, eða einhver á þeirra vegum gat ekki varað við þessu, þá þarf að skipta öllum út.
fimmtudagur, desember 11, 2008
Síminn....argh
Er ekki búið að einkavæða þetta apparat. Eru bara EBITU-fávitar að stjórna þessu fyrirtæki. Hvernig er hægt að vera með lélegra dreyfikerfi heldur en kompaní sem er einn tíundi af stærð símans. Ef þetta lagast ekki á næstunni þá er ég farinn yfir í talstöðvasamband.
Sem er að vísu hugmynd. Er ekki hægt að kaupa NMT símasambandið af símanum. Þeir eru hvort sem er hættir að halda því við. Það næst allstaðar, árið 2002 voru 26.000 notendur. Sem allir borga 1200 krónu grunngjald. En segjum að við látum þá borga 790 kall í grunngjald á mánuði það er rúmlega 240 milljónir á ári fyrir loft. Einhverjir hljóta að tala í þetta apparat. Þannig að við segjum að meðal jói borgi um 1200 krónur á mánuði það þýðir hvorki meira né minna en 362 milljón á ári. Mínútugjaldið er ekki mikið dýrara en í GSM símasambandi og það hlýtur þar með að vera hægt að gera út á þetta.
Vera bara með nógu ódýra þjónustu. Flestir eru hvort sem er ekki að eltast við netið í símann, flestir kunna ekki á það ef út í það er farið.
Bárður gangtu í málið. Förum á símamarkaðinn......rústum þessum fávitum.
laugardagur, desember 06, 2008
Ljótur vefur
Annars fór ég yfir þessa flóru ömurlegra vefsvæða sem eru háskólar á Íslandi og eini vefurinn sem náði rétt fyrir ofan fall var Háskólinn á Akureyri. Þeir eru í það minnsta ekki að reyna að vera hipp og kúl og þess vegna falla þeir ekki.
HR er bara úti á túni, með sérstakar tölvunarfræði-, tæknifræði- og viðskiptadeild (aðalega markaðsfræði kennd þar). Það er greinilegt að menn voru ekki að ausa peningum í markhópagreiningu eða grunn rannsóknir á fráhrindandi viðmóti.
HÍ. Af hverju voru þeir að breyta. Þetta var fínnt eins og það var. Breytingar eru ekki góðar bara breytinganna vegna. Núna lítur þetta út eins og vefsvæði hjá ríkisskóla í suðurkarólínu. Sem er ekki gott ef þú varst að velta því fyrir þér. Þeir eru með allar þessar deildir, alla þessa nemendur allt þetta starfsfólk. Var ekki hægt að neyða einhverja í samkeppni eða eitthvað. Kjósa síðan um það.
Ég nenni ekki að tala um aðra vefi vegna þess að þeir skólar eiga sér ekki sérstakan tilverurétt, heldur ættu að vera deild innan HÍ og þar af leiðandi er þeirra innput inn í veraldarsamfélagið ómarktækt. Enda er stutt í að þessir skólar allir sameinist, enda skilst mér að þeir séu allir á hausnum. Sérstaklega Bifröst eins og sést á vefsvæðinu þeirra
kræst mér er enn flökurt út af þessum bláa lit hjá þeim.
Sem sagt varla hægt að segja að vitsmunaframleiðendur þessa lands séu að kynna sig á vitsmunalegan hátt. Það er alla vega ekki að sjá á heimasíðunum
miðvikudagur, desember 03, 2008
sunnudagur, nóvember 30, 2008
Tóti
laugardagur, nóvember 29, 2008
Af hverju stofnum við ekki bara banka?
fimmtudagur, nóvember 27, 2008
Étann sjálfur
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Orson Welles
sunnudagur, nóvember 23, 2008
Þetta er málið
laugardagur, nóvember 22, 2008
Mæta svo á Austurvöll í dag og andmæla
föstudagur, nóvember 21, 2008
Bob-Westman
- Heilbrigðisþjónusta
- Félagslegþjónusta
- Lög og reglur
- Vatns og orkuveita
- Sorp
- Sími (já sími)
- Eftirlit og skoðun á öllu frá bílum til sundlauga
- Landbúnaður (já landbúnaður, reynið að flytja inn vörur í dag og reiknið svo út hvort er hagstæðara)
Lýðveldið Vestnes.
fimmtudagur, nóvember 20, 2008
Maraþon
þriðjudagur, nóvember 18, 2008
And now for something completely different
And now for something completely different
Hvað þarf eiginlega til?
sunnudagur, nóvember 16, 2008
Ljósaperuskipti Alþingis
laugardagur, nóvember 15, 2008
Ég styð
föstudagur, nóvember 14, 2008
Ég mótmæli.
Ég mótmæli því að Skjár einn fær 50.000 manns með sér en kjósa.is fær 4.000. Ópíum fólksins hmm...
Ég mótmæli því að strætó kostar....hann á að vera ókeypis.
Ég mótmæli því að það eru til 20 mismunandi tegundir af morgunkorni í Bónus. Tvær eru nóg.
Ég mótmæli því að laun bankamanna eru tvöfalt hærri en laun kennara.
Ég mótmæli því að laun stjórnenda í banka eru fjórfalt hærri en laun stjórnenda hjá hinu opinbera.
Ég mótmæli því að ríkið hefur þanist út um rúmlega 100. milljarða á aðeins 5 árum.
Ég mótmæli því að enginn les þessa blogsíðu.
Ég mótmæli því að lífið er of langt, dagurinn er of stuttur og vinnuvikan er ekki 34 tímar.
Ég mótmæli því að mér dettur ekkert meira í huga, helvítis gjaldþrot frjórrar hugsunar eftir aðeins 9 setningar, hlýtur að vera met.
....bíddu ég mótmæli því að ég get ómögulega skrifað eina helvítis blogfærslu án þess að í henni sé stafsetningarvilla. Ég þoli ekki eigin heimsku og mótmæli henni hér með. Það ætti að lóga mönnum sem kunna ekki íslensku....lóga segi ég.
þriðjudagur, nóvember 11, 2008
Varúð nýr bíll
föstudagur, nóvember 07, 2008
fimmtudagur, nóvember 06, 2008
Obama
miðvikudagur, nóvember 05, 2008
Hver er vitlaus?
250 löggur???
þriðjudagur, nóvember 04, 2008
mánudagur, nóvember 03, 2008
Og ég sem ætlaði til Kamerún
Wake, from your sleep
Er þetta satt???
Og allt allt öðru en samt ekki
sunnudagur, nóvember 02, 2008
Að einhverju allt öðru
föstudagur, október 31, 2008
When you owe a million, the bank owns you...but
The new job market
We are top of the league, say we are top of the league.
Fyrsta þróaða land síðan 1975 til að sækja um lán til IMF.
Flest gjaldþrot per capita, dýrustu gjaldþrot per capita og skuldugasta land í heimi per capita. Hvort sem um er að ræða skuldsettningu ríkissjóðs, heimili eða fyrirtæki. Ég á þó von að fyrirtæki fari út af þessum lista þar sem þau eru öll að fara á hausinn og svo taka einstaklingar við. Við verðum þá í þeirri frábæru stöðu að merihluti heimila í landinu hefur gengið í gegnum gjaldþrotameðferð, sem er, já þú giskaðir rétt, algerlega einstakt í heiminum.
Við erum með fest andlegu gjaldþrot í heimi og þar af leiðandi mesta inntaka á þunglyndislyfjum hérna megin við New York. Já Ísland er svo sannarlega bestasta land í heimi á öllum sviðum
Sem betur fer þá er ópíumið mitt í topp baráttunni á þessum heimsmetatímum.
Ekki vildi ég halda upp á Spursarana eða Luton. Nei þá væri ég fyrst orðinn andlega gjaldþrota
fimmtudagur, október 30, 2008
12,5 billion isk is just the intrest
þriðjudagur, október 28, 2008
And here we go again 18% intrest rate, where is the mafia when you need a proper loan
mánudagur, október 27, 2008
There is nothing we did! Right
Tuttugu atriði sem hið opinbera, stofnanir á vegum þess eða Seðlabankinn gerði rangt síðan árið 2001 bara í sambandi við bankana. Hvað hafa þeir tekið margar rangar ákvarðanir varðandi aðra hluti. Segið svo að þetta sé jakkafatastrákunum að kenna. Gefðu mér bráku.
1. Lækkun bindiskyldu bankanna árið 2003 um 50% á sama tíma og útlánageta var aukin um 100% vegna veðlána
2. Að auka útlánagetuna bankanna um rúm 40% árið 2007 á sama tímapunkti og við voru að glíma við verðbólgu
3. Að setja krónuna á flot árið 2001 á sama tíma og mikið ójafnvægi var í hagkerfinu
4. Að hækka raunstýrivexti upp úr öllu valdi til að draga úr verðbólgu sem þeir höfðu skapað
5. Að vera með verðbóglumarkmið sem voru ósveigjanleg
6. Að nota vísitölu neysluverðs með húsnæðisþætti, þegar allar þjóðir i kringum okkur nota vísitölu án húsnæðis, "eins gott að þeir breyti því ekki núna".
7. Að láta hjá líða að byggja upp gjaldeyrisforða meðan jöklabréfin hrönnuðust upp og fyrirsjáanlegt var að mikið magn gjaldeyris myndi hverfa aftur frá landinu
8. Að skirrast við að nýta heimildir laga nr. 60/2008 sem Alþingi afgreiddi á leifturhraða í lok maí sl. til að taka allt að 500 milljarða lán til styrkingar gjaldeyrisforðanum
9. Tímasetning og form Glitnisyfirtökunnar sem eyðilagði lánshæfismat ríkisins og varð til þess að erlendir bankar drógu til baka fyrri loforð um gjaldeyrislínu, á ögurstundu
10. kert samband við norræna seðlabanka varðandi það að draga á lánalínur
11. Síendurtekin mistök í samskiptum við markaði og fjölmiðla, m.a. að vera með vefsíðu sem klikkar þegar mest liggur við
12. Að gefa út fast gengi krónu með óljósum hætti svo enginn vissi hvort átt væri við evru eða gengisvísitölu
13. Aðgefa út fast gengi krónu án þess að geta staðið við það með nægilegu gjaldeyrismagni, og draga það svo til baka eftir að hafa valdið óþarfa ruglingi og óvissu
14. Verulegar stíflur og markaðsbrestir á skuldabréfamarkaði vegna ófullnægjandi framboðs á innistæðubréfum eða öðrum ríkistryggðum aðferðum til að binda fé
15. Ófullnægjandi rökstuðningur í beiðni til Seðlabanka Bandaríkjanna um skiptasamning
16. Tilkynning um lánssamning við Rússa sem reyndist röng og þurfti að afturkalla, einmitt þegar trúverðugleiki skiptir öllu máli
17. Að sjá ekki til þess að Tryggingasjóður innstæðueigenda yrði efldur í samræmi við gríðarlegan innlánavöxt
18. Að herða ekki bindiskyldu eða grípa til annarra tiltækra ráða, ef áhyggjur voru af hröðum vexti viðskiptabankanna
19. Að einblína allt of lengi á öfgakennda hreintrúarstefnu um hávexti í stað þess að hugsa um fjármálastöðugleika, annað aðalmarkmið Seðlabanka
20. Að láta hjá líða að gera viðbragðsáætlun um hvað gera skyldi ef banki lenti í lausafjárkreppu, þannig að allir vinklar hefðu verið metnir fyrirfram og bestu leiðir lægju fyrir
sunnudagur, október 26, 2008
Gluttony is not a secret vice
Hvað á ég að kjósa???
Ef við einföldum skilgreiningar á íslenskum flokkum svolítið......
Sósíalisti ber hagsmuni almennings fyrir brjósti. = Vinstir flokkar (VG, Íslandhreyfingin)
Frjálslindur ber sinn hag fyrir brjósti. Hægri Fokkar (sjálfstæðismenn, frjálslindi flokkurinn)
Frjálslindur sósíalisti er maður sem þykist hafa hagsmuni almennings fyrir brjósti en bætir hag almenings aðeins með því að græða sjálfur. = Miðjan (samfylkingin og framsókn)
Mikil einföldun en í raun nákvæmlega hvernig flokkarnir okkar hugsa. Þ,e
Sjálfstæðisflokkurinn = einstaklingsfrelsið, það er mikið og nauðsynlegt frelsi fólgið í því að fá að velja hversu mikið og hjá hverjum maður skuldar.
Frjálslindi flokkurinn = virðist bara berjast fyrir því að allir fái að fiska og að hömlur verði settar á innfluttning vinnuafls
Framsókn = Skítt með aðra svo lengi sem ég fæ Símann, Frumherja, TM, Sjóvá, Vís, Búnaðarbankann og já breytum orkufyrirtæki í netþjónustu o.sv.frv.
Samfylkingin = Hvað segja skoðanakannanir? Við erum alveg sammála því. Jón já þú færð Stjörnubíósreitinn, byggja hraðbraut í miðri Reykjavík? því ekki? það vilja allir komast í vinnu á 90 km hraða já breyta orkufyrirtæki í netþjónustu frábær hugmynd. Það nota svo margir netið í dag.
VG = Er það furða að þessi flokkur virðist alltaf vera á móti öllu þegar við höfum stjórnmálaflokka eins og framsókn, sjálfstæðismenn og samfylkinguna við völd?
Íslandhreyfingin = barðist fyrir betra lofti hvað er göfugri hugmynd en það á íslandi?
Hvað á maður svo að kjósa?
Stefnir allt í betra loft? Ég get ekki annað en beðið um betra loft og hreint vatn á þessum síðustu og verstu. Skítt með mat og afborganir.
laugardagur, október 25, 2008
Vantar peninga?
Ég segi lokum utanríkisþjónustunni eins og hún leggur sig, fáum inni hjá hinum norðurlandaþjóðunum með slíkt. 11.5 milljarðar
Lokum fjármálaráðuneytinu, það er flatur skattur á alla það þarf ekki að eyða 53 milljörðum til að ná inn 400 milljörðum. Segjum að við höldum bara eftir skattmann þá eru 48 milljarðar sem sparast þar.
Umhverfis-iðanaðar og forsætisráðuneyti sett í eitt ráðuneyti og sparað 9 milljarða. Skera niður um 2/3
Hættum að halda uppi ríkisstyrktri guðsþjónustu 6,5 milljarðar
Æðsta stjórn landsins fer á venjuleg laun það sparast 3 milljarðar þar
Skera niður í sjávarútveg-landbúnaðarráðuneyti um helming 9 milljarðar meðal annar með því að leggja niður ýmsar stofnanir og færa verksvið þeirra m.a. til landhelgisgæslunnar.
Burt með eftirlaunafrumvarpið og þeim kostnaði sem það hefur í för með sér. áætlaður kostnaður 2-3 milljarðar á ári.
Samtals eru þetta 11.5 + 9 + 48+ 6.6 + 3+ 9 + 3 = 90 milljarðar.
Þá er það Heilbrigðis- félags- tryggingarmála- og menntamálaráðuneyti.
Yfirstjórn og fjármál 20 milljarðar. Þarf virkilega að eyða öllum þessum pening í að halda utan um pening sem fer í velferð á íslandi, má ekki einfalda þetta.
Hætta að borga fyrir aðkeypta þjónustu. Ef menn vilja vinnu þá vinna þeir undir kjarasamningum ríkissins hjá ríkinu 60 milljarðar
Ég nenni ekki að útlista það nánar skoðið bara hvað aðkeypt þjónusta og sérfræðikostnaður m.a. vegna nudds, kírópraktora, tannlækna, skurðlækna, sjúkraþjálfara ofl er hár.
Samtals eru þetta 170 milljarðar.
Áður en þú segir en hvað með öll störfin sem tapast á þessu þá segi ég á móti, hvað í ósköpunum á íslenska ríkið að vera að borga ofurlaun til að halda uppi óþarfa þjónustu eins og stór hluti utanríkismála eru, eða meirihluti kostnaðar við umhverfis- iðnaðar og forsætisráðuneyti. Við erum með tonn af sérfræðingum í öllum ráðuneytum samt kaupum við aðkeypta sérfræðiþjónustu fyrir milljarða, bætum svo við sérfræðingum til að halda utan um sérfræðingana. Þetta er orðinn hrærigrautur af sérfræðingum sem gerir ekki neitt.
Taka til og það strax og við getum greitt þetta helvítis lán á þremur árum.
Ófært
fimmtudagur, október 23, 2008
Hvers vegna í ósköpunum?
Nei sjálfsagt of upptekknir að spila sig stóra við skurðarborðið eða í fyrirlestri.
Við erum vísindamenn!!!
Við þurfum sko ekki vísindamenn þegar við höfum Þingmenn...Þingmenn geta frætt okkur um allt frá sköpun jarðar til eyðingu hennar.
Ef einhver vill vita hvernig heimurinn varð til þá þarf hann ekki annað en að fylgjast með Þingmönnum til að sjá það.
Heimurinn átti nefninlega að fara í lakið.
Heimurinn er slys sem gerir sér ekki grein fyrir tilgangsleysi sínu og heldur áfram í þeirri veiku von að aðrir heimar vilji vera memm.
Ég vildi óska að móðir heimsins hefði misst hann í gólfið þegar hann var lítill. Þá væri allvega þessi vitleysingur sem er við stjórnvölinn með löggilda afsökun.
Það er eitthvað svo óhuggulegt við það að menn séu bara svona.. heimskir..
miðvikudagur, október 22, 2008
Nýja Ísland
Fólk nöldrar alveg jafn mikið yfir hlutum sem það nennir ekki að gera neitt í. Ríkisstjórnin hitt og ríkisstjórnin þetta, útrásarvíkingar stálu rollunni minni bankastjórar eiga flotta bíla.
En hvað hefur breyst? Ekkert, landið er jafn illa rekið. Réttu flokksmennirnir fá störfin, engin axlar ábyrgð á gjörðum sínum og láta svo almenning borga.
Þjóðaríþrótt íslendinga er enn kennitöluflakk. Meira að segja íslenska ríkið stundar hana.
Ég hef því ákveðið að fara að fordæmi íslensku ríkisstjórnarinnar.
Ég vill losna við mínar skuldir líka og byrja upp á nýtt. Ég ætla skipta rekstir íbúðarinnar minnar upp í innandyra-rekstur (sofa, borða þvo sér o.sv.frv) og utandyra-rekstur( horfa á sólinna, rækta plöntur ofl). Mig langar bara að nýta mér innandyra-reksturinn en ég ætla að láta bankann minn taka skellinn varðandi utandyra-reksturinn. Það hvílir miklu meira á rekstrinum utandyra þannig að þetta kemur sér vel fyrir mig. Húsnæðið sem ég á eftir uppskiptinguna er nánast skuldlaust og því nægt veðrými til að breyta, bæta og hefja nýtt líf..
Að mér skuli hafa dottið í huga að bara breyta um nafn á húsnæðinu og kalla það Nýja-húsnæðið. Vá hvað ég er nú gáfaður maður.
mánudagur, október 20, 2008
Ég ætla að verða stór, feitur og ríkur þegar ég verð stór og feitur.
- Ef jafnvel Davíð Oddsson vill frekar taka lán hjá kommunum en IMF, hann Dabbi er jú átrúnaðargoð frjálshyggjunnar, hversu slæmt er þá að skulda IMF?
- Ef ákvörðun um ESB er tekin án kosninga, hvenær eigum við þá að ræða það og ákveða í sameiningu? (samræðupólitík einhver???)