fimmtudagur, október 30, 2008

12,5 billion isk is just the intrest

Bara að minna á að afborgunin er um 55 milljarðar en ekki 12,5 milljarðar það þarf jú að greiða lánið niður fyrir árið 2015. Til að setja þetta í samhengi þá kostar skólakerfi landsins svipaðan pening. Miðað við þann samdrátt sem fyrirhugað er að verði í landinu þá þarf að skera niður útgjöld ríkisins um 150 milljarða til að hægt sé að greiða þetta. En það þýðir 30% niðurskurð í heilbrigðis og félagsmálum og svo svipað aðhald annarstaðar.  

IMF ef er stórkostleg björgun, það er svo gaman þegar Samfylkingin hefur rangt fyrir sér að það er næstum því jafn kómískt og þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur rangt fyrir sér. Hætta þessu bulli, þetta er hvort eð er búið. Byrja upp á nýtt og reka þessa vitleysinga með tölu. Kæra þá síðan fyrir brot á 91 gr almennra hegningarlaga.  

Það hlýtur hverjum manni sem hefur vott af skynsemi að vera augljóst að yfirmenn í þessu landi, alþingi, seðlabanki, fme og stjórnir og stjórar allra banka, jafnvel tryggingarfélaga sem og fl-group og eimskip eru sekir um brot á þessum lögum. En einnig allir þeir sem hafa náð ráðandi hlut í viðkomandi fyrirtækjum. Ekki bara núna heldur 3 ár aftur í tímann. Þeir sem fengu þagnargreiðslur, haltu kj kaup auka o.sv.frv. 3-16 ára fangelsisvist fyrir alla þessa aðila, engar fébætur teknar gildi. Það er nú ekki svo mikið vandamál að fylla í um 400 stöður í 300.000 manna samfélagi sem er með jafn marga háskólamenntaða einstaklinga og raun ber vitni.

Eða heldur fólk að það sé ómissandi. Já heimurinn ferst örugglega ef Geir eða Ingibjörg eru ekki við völdin. Það mun ekkert gerast á þeirra vakt sem kemur okkur í vandræði.

Ef þið náðuð ekki kaldhæðninni þá þurfið þið að fletta í orðabók, því henni var ekki þunnt smurt hér í siðustu tveimur setningum að ofan.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Alltaf jafn jákvæður! Veturinn þar nyrðra á eftir að berja úr þér rostan, selshreyfar og blóðmör eiga eftir að manna þig!

Velkominn aftur í bloggheima..
Hvernig væri að setja upp vefmyndavél á Drangsnesi?

Kveðja af coco puffs mölinni,
BÖG(G)