Ég væri til í að vera Norðmaður við þessar aðstæður. Þeir eiga þó allavega peninga og skynsöm stjórnvöld, sem bjarga mönnum eins og mér.
Ég ætlaði ekki langt. Ég vildi bara hoppa framhjá 6 ára vistinni í 4 herbergja blokkaríbúð. Ég vildi vera einn án þess að þurfa að hlusta á "what is love" öll kvöld í gegnum malbikað gólfið á fjórðu hæð. Ég tók því aðeins meira lán, það var aðeins meiri verðbólga en ráð var fyrirgert og ég skulda allt í einu peing. Money, money money. 15,9 orðnar að 20 milljónum. En hvað er það milli vina þegar herstjórn landsins semur um nokkra viðbótarskuldir fyrir mig plús mannskemmandi verðbólgu.
Það er eins og ég hafi dáið, endurfæðst í bananalýðveldinu Frelsi. Frelsi handa þeim sem eru nógu tengdir eða rétt feðraðir. Ekkert hefur breyst nema skuldir landsmanna sem nú geta gert það sem þá langar til á lánum . Hver er frjáls þegar hann er skuldum vafinn? Þá byð ég heldur um miðstýrt og forsjárhyggju samfélag. Ég vill frekar vera Norðmaður en þræll þessara fámennu valdhafa landsins sem hugsa um það eitt að halda völdum, ekki velferð eða lífsgæði bara halda völdum nógu lengi og spila sig stóra gagnvart öðrum þjóðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli