Tuttugu atriði sem hið opinbera, stofnanir á vegum þess eða Seðlabankinn gerði rangt síðan árið 2001 bara í sambandi við bankana. Hvað hafa þeir tekið margar rangar ákvarðanir varðandi aðra hluti. Segið svo að þetta sé jakkafatastrákunum að kenna. Gefðu mér bráku.
1. Lækkun bindiskyldu bankanna árið 2003 um 50% á sama tíma og útlánageta var aukin um 100% vegna veðlána
2. Að auka útlánagetuna bankanna um rúm 40% árið 2007 á sama tímapunkti og við voru að glíma við verðbólgu
3. Að setja krónuna á flot árið 2001 á sama tíma og mikið ójafnvægi var í hagkerfinu
4. Að hækka raunstýrivexti upp úr öllu valdi til að draga úr verðbólgu sem þeir höfðu skapað
5. Að vera með verðbóglumarkmið sem voru ósveigjanleg
6. Að nota vísitölu neysluverðs með húsnæðisþætti, þegar allar þjóðir i kringum okkur nota vísitölu án húsnæðis, "eins gott að þeir breyti því ekki núna".
7. Að láta hjá líða að byggja upp gjaldeyrisforða meðan jöklabréfin hrönnuðust upp og fyrirsjáanlegt var að mikið magn gjaldeyris myndi hverfa aftur frá landinu
8. Að skirrast við að nýta heimildir laga nr. 60/2008 sem Alþingi afgreiddi á leifturhraða í lok maí sl. til að taka allt að 500 milljarða lán til styrkingar gjaldeyrisforðanum
9. Tímasetning og form Glitnisyfirtökunnar sem eyðilagði lánshæfismat ríkisins og varð til þess að erlendir bankar drógu til baka fyrri loforð um gjaldeyrislínu, á ögurstundu
10. kert samband við norræna seðlabanka varðandi það að draga á lánalínur
11. Síendurtekin mistök í samskiptum við markaði og fjölmiðla, m.a. að vera með vefsíðu sem klikkar þegar mest liggur við
12. Að gefa út fast gengi krónu með óljósum hætti svo enginn vissi hvort átt væri við evru eða gengisvísitölu
13. Aðgefa út fast gengi krónu án þess að geta staðið við það með nægilegu gjaldeyrismagni, og draga það svo til baka eftir að hafa valdið óþarfa ruglingi og óvissu
14. Verulegar stíflur og markaðsbrestir á skuldabréfamarkaði vegna ófullnægjandi framboðs á innistæðubréfum eða öðrum ríkistryggðum aðferðum til að binda fé
15. Ófullnægjandi rökstuðningur í beiðni til Seðlabanka Bandaríkjanna um skiptasamning
16. Tilkynning um lánssamning við Rússa sem reyndist röng og þurfti að afturkalla, einmitt þegar trúverðugleiki skiptir öllu máli
17. Að sjá ekki til þess að Tryggingasjóður innstæðueigenda yrði efldur í samræmi við gríðarlegan innlánavöxt
18. Að herða ekki bindiskyldu eða grípa til annarra tiltækra ráða, ef áhyggjur voru af hröðum vexti viðskiptabankanna
19. Að einblína allt of lengi á öfgakennda hreintrúarstefnu um hávexti í stað þess að hugsa um fjármálastöðugleika, annað aðalmarkmið Seðlabanka
20. Að láta hjá líða að gera viðbragðsáætlun um hvað gera skyldi ef banki lenti í lausafjárkreppu, þannig að allir vinklar hefðu verið metnir fyrirfram og bestu leiðir lægju fyrir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli