sunnudagur, október 12, 2008

Ég er eins og ég er, eins og ég er....alsber

Ég er frjáls til að gera það sem mig langar til.  Svo lengi sem bankinn vill lána mér.
Ég verð að fá bíl, hjól, húsgögn, föt, raftæki og utanlandsdraumaferðir.  Þegar ég er svo búinn að borga af þessu öllu saman þá er ég frjáls til að gera þetta allt aftur upp á nýtt, enda gamla dótið orðið ónýtt og hallærislegt.  

Bankinn er minn guð og kraftaverkin hans eru lán.   

Dásamlegt þetta frelsi.


Engin ummæli: