sunnudagur, október 19, 2008

Hvað fæ ég í staðinn

Hvernig eigum við að treysta fólki.

Ekkert í þessu lífi er 100% nema dauðinn og skattar.
Sá sem býður þér húsið er sölumaður, sá sem ætlar að lækna þig fær borgað fyrir það.
Hvernig getur þú treyst einhverjum í samfélagi þar sem allt snýst um útborguð laun.

Allir eru að hugsa um hvað þeir fá í staðinn.

Menn eru hættir að vinna saman, án launa við að byggja upp samfélag.

Verðmiði er nefninlega hinn heilagi sannleikur alls þess sem er og mun verða.
Hann segir til um ríkidæmi og fátækt, hamingju og vesbúð og allt þar á milli.

Settu verðmiða á börnin þín, því þú ert nú þegar búinn að selja þau á vald gróðrarhyggju, samkeppninnar og lélegrar síbylju meðalmennskunnar sem allir gleypa við, af því að búið er að spila sömu plötuna aftur og aftur.

Vinnan gerir þig frjálsan!!! Vinnan gerir þig frjálsan!!!

Engin ummæli: