Ég get ekki kosið flokka sem ætla ekki að vera allt í senn löggjavarvald, framkvæmdarvald og dómsvald.
Ég get ekki sætt mig við, þegar skoða á atburði liðinna vikna, þá séu menn settir í dómarasætið sem hafa nákvæmlega enga hagsmuna að gæta.
Hvað drífur menn áfram sem ekki hafa einhverskonar hagsmuni að málum? Hvaða hugsunarháttur er það að ráða óháðan aðila sem maður þekkir ekki? Hann gæti haft aðrar skoðanir en ég. Hann gæti verið hafinn yfir flokkana eða atvinnurekendur. Hann gæti farið að hugsa um alþýðu og jöfn kjör.
Auðvitað erum við öll jöfn, sumir eru bara jafnari en aðrir. Er það ekki?
Furðulegt samt sem áður, miðað við hvað laun hafa hækkað á Alþingi að ráðamenn landsins virðast bara verða sérstakari. Átti ekki launahækkun að leiða til betri stjórnenda, eða var það að launahækkunin átti að draga þá sem eru gersamlega úr tengslum við landsmenn inn í pólitík?
Eins og það sé eitthvað að því að skulda nokkra jarda til IMF og drífa sig inn í ESB án kosninga.
Ein spurning, kanski tvær skjóta þó upp kollinum.
- Ef jafnvel Davíð Oddsson vill frekar taka lán hjá kommunum en IMF, hann Dabbi er jú átrúnaðargoð frjálshyggjunnar, hversu slæmt er þá að skulda IMF?
- Ef ákvörðun um ESB er tekin án kosninga, hvenær eigum við þá að ræða það og ákveða í sameiningu? (samræðupólitík einhver???)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli