Allir að taka lán upp á milljarð, bara út á hlutabréf þau eru víst veð í dag. Ef maður getur ekki borgað þá er allt í lagi, enginn áhætta þú gafst þeim veð í hlutabréfum.
Það er svo hipp og kúl að vera bankastjóri.
Ég er samt nokkuð viss að sá sem ákvað að lána einstaklingum fyrir hlutabréfakaupum án annarrar veðsetningar en hlutabréfanna sjálfra var ekki alveg að skilja orðið hlutabréf.
Það var sem sagt verið að lána mönnum til þess að kaupa lán, hversu absúrt er það.
Það er svo hipp og kúl að vera bankastjóri
En bíddu nú við get ég þá stofnað einkahlutafélag, sem kaupir húsið mitt af mér og fær lán til að kaupa lánið af mér. Þannig að ég á allt í einu húsnæðið mitt + verðmæti lána minna í peningum?
Það er svo hipp og kúl að....bíddu er þetta virkilega hægt???????????
Engin ummæli:
Skrifa ummæli