fimmtudagur, október 16, 2008

It wasn´t me mom

Veistu það var bara ekki mér að kenna. Stór hundur frá útlöndum át launin mín. Reddar þú þessu ekki bara mamma? Þú skuldar ekkert. Þú tekur bara lán.

Ég veit þú ert bara með 300.000 kr. á mánuði en þú færð alveg 10.000.000 að láni og svo geturðu tekið yfirdrátt hjá IMF. Þú sleppir því bara að fara í bónus aðra hverju viku þá reddast þetta.

IMF? Já það er fínn banki, þú gætir þurft að þvo aðeins af forstjórunum en það er bara þangað til þú ert búin að borga lánið til baka, sem ætti að taka um 50 ár.

Ertu að vinna fulla vinnu nú þegar, já en hvernig ætlarðu þá að fá lánið?

Þú bara verður að leggja meira á þig.

Ég? Ég er að stjórna fyrirtæki, byggja upp business, ég á ekkert aflögu. Ég meina ég get ekki bara látið mínar eigur í þetta þá verður engin vermætasköpun fyrir mi...Ísland.

Engin ummæli: