laugardagur, október 25, 2008

Vantar peninga?

Ég segi lokum utanríkisþjónustunni eins og hún leggur sig, fáum inni hjá hinum norðurlandaþjóðunum með slíkt. 11.5 milljarðar

Lokum fjármálaráðuneytinu, það er flatur skattur á alla það þarf ekki að eyða 53 milljörðum til að ná inn 400 milljörðum.   Segjum að við höldum bara eftir skattmann þá eru 48 milljarðar sem sparast þar.

Umhverfis-iðanaðar og forsætisráðuneyti sett í eitt ráðuneyti og sparað 9 milljarða.  Skera niður um 2/3

Hættum að halda uppi ríkisstyrktri guðsþjónustu 6,5 milljarðar

Æðsta stjórn landsins fer á venjuleg laun það sparast 3 milljarðar þar

Skera niður í sjávarútveg-landbúnaðarráðuneyti um helming 9 milljarðar meðal annar með því að leggja niður ýmsar stofnanir og færa verksvið þeirra m.a. til landhelgisgæslunnar.

Burt með eftirlaunafrumvarpið og þeim kostnaði sem það hefur í för með sér. áætlaður kostnaður 2-3 milljarðar á ári.

Samtals eru þetta 11.5 + 9 + 48+ 6.6 + 3+ 9 + 3 =  90 milljarðar.  

 

Þá er það Heilbrigðis- félags- tryggingarmála- og menntamálaráðuneyti.

Yfirstjórn og fjármál 20 milljarðar.  Þarf virkilega að eyða öllum þessum pening í að halda utan um pening sem fer í velferð á íslandi, má ekki einfalda þetta.

Hætta að borga fyrir aðkeypta þjónustu.  Ef menn vilja vinnu þá vinna þeir undir kjarasamningum ríkissins hjá ríkinu 60 milljarðar

Ég nenni ekki að útlista það nánar skoðið bara hvað aðkeypt þjónusta og sérfræðikostnaður m.a. vegna nudds, kírópraktora, tannlækna, skurðlækna, sjúkraþjálfara ofl er hár.

Samtals eru þetta 170 milljarðar.  

 

Áður en þú segir en hvað með öll störfin sem tapast á þessu þá segi ég á móti, hvað í ósköpunum á íslenska ríkið að vera að borga ofurlaun til að halda uppi óþarfa þjónustu eins og stór hluti utanríkismála eru, eða meirihluti kostnaðar við umhverfis- iðnaðar og forsætisráðuneyti.  Við erum með tonn af sérfræðingum í öllum ráðuneytum samt kaupum við aðkeypta sérfræðiþjónustu fyrir milljarða, bætum svo við sérfræðingum til að halda utan um sérfræðingana.   Þetta er orðinn hrærigrautur af sérfræðingum sem gerir ekki neitt.

 

Taka til og það strax og við getum greitt þetta helvítis lán á þremur árum.

Engin ummæli: