Ef við einföldum skilgreiningar á íslenskum flokkum svolítið......
Sósíalisti ber hagsmuni almennings fyrir brjósti. = Vinstir flokkar (VG, Íslandhreyfingin)
Frjálslindur ber sinn hag fyrir brjósti. Hægri Fokkar (sjálfstæðismenn, frjálslindi flokkurinn)
Frjálslindur sósíalisti er maður sem þykist hafa hagsmuni almennings fyrir brjósti en bætir hag almenings aðeins með því að græða sjálfur. = Miðjan (samfylkingin og framsókn)
Mikil einföldun en í raun nákvæmlega hvernig flokkarnir okkar hugsa. Þ,e
Sjálfstæðisflokkurinn = einstaklingsfrelsið, það er mikið og nauðsynlegt frelsi fólgið í því að fá að velja hversu mikið og hjá hverjum maður skuldar.
Frjálslindi flokkurinn = virðist bara berjast fyrir því að allir fái að fiska og að hömlur verði settar á innfluttning vinnuafls
Framsókn = Skítt með aðra svo lengi sem ég fæ Símann, Frumherja, TM, Sjóvá, Vís, Búnaðarbankann og já breytum orkufyrirtæki í netþjónustu o.sv.frv.
Samfylkingin = Hvað segja skoðanakannanir? Við erum alveg sammála því. Jón já þú færð Stjörnubíósreitinn, byggja hraðbraut í miðri Reykjavík? því ekki? það vilja allir komast í vinnu á 90 km hraða já breyta orkufyrirtæki í netþjónustu frábær hugmynd. Það nota svo margir netið í dag.
VG = Er það furða að þessi flokkur virðist alltaf vera á móti öllu þegar við höfum stjórnmálaflokka eins og framsókn, sjálfstæðismenn og samfylkinguna við völd?
Íslandhreyfingin = barðist fyrir betra lofti hvað er göfugri hugmynd en það á íslandi?
Hvað á maður svo að kjósa?
Stefnir allt í betra loft? Ég get ekki annað en beðið um betra loft og hreint vatn á þessum síðustu og verstu. Skítt með mat og afborganir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli