Nýja Ísand, lítur ansi mikið út eins og hið gamla Ísland.
Fólk nöldrar alveg jafn mikið yfir hlutum sem það nennir ekki að gera neitt í. Ríkisstjórnin hitt og ríkisstjórnin þetta, útrásarvíkingar stálu rollunni minni bankastjórar eiga flotta bíla.
En hvað hefur breyst? Ekkert, landið er jafn illa rekið. Réttu flokksmennirnir fá störfin, engin axlar ábyrgð á gjörðum sínum og láta svo almenning borga.
Þjóðaríþrótt íslendinga er enn kennitöluflakk. Meira að segja íslenska ríkið stundar hana.
Ég hef því ákveðið að fara að fordæmi íslensku ríkisstjórnarinnar.
Ég vill losna við mínar skuldir líka og byrja upp á nýtt. Ég ætla skipta rekstir íbúðarinnar minnar upp í innandyra-rekstur (sofa, borða þvo sér o.sv.frv) og utandyra-rekstur( horfa á sólinna, rækta plöntur ofl). Mig langar bara að nýta mér innandyra-reksturinn en ég ætla að láta bankann minn taka skellinn varðandi utandyra-reksturinn. Það hvílir miklu meira á rekstrinum utandyra þannig að þetta kemur sér vel fyrir mig. Húsnæðið sem ég á eftir uppskiptinguna er nánast skuldlaust og því nægt veðrými til að breyta, bæta og hefja nýtt líf..
Að mér skuli hafa dottið í huga að bara breyta um nafn á húsnæðinu og kalla það Nýja-húsnæðið. Vá hvað ég er nú gáfaður maður.
miðvikudagur, október 22, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli