sunnudagur, október 19, 2008

En ég er ekki að vinna.

Ríkur maður kemur niður að strönd. Hittir þar fyrir mann sem liggur á störndinni og er að veiða.
Sá ríki fer að spjalla og spyr hvað veiðimaðurinn geri í lífinu.
Maðurinn segist ekkert gera.
Þeim ríka verður hvelft við. "Gerirðu ekkert?" "Hvernig fæðir þú fjölskylduna þína?"
Maðurinn svarar því til að hann veiði sér nú í matinn og rækti smá grænmeti og ávexti.
Sá ríki hristir höfuði. "En hvernig borgarðu reikninga?"
Maðurinn svarar því til að hann skuldi ekkert.

Sá ríki segir "en ef þú veiðir nú nægjanlega mikið af fisk þá gætirðu fengið þér fullt af hlutum, keypt þér stærra hús og bíl ofl."
Maðurinn spyr þann ríka. "En hvað svo?"

Sá ríki svarar. "Svo geturðu keypt þér stærri bát, jafnvel togara og farið að veiða meira og eignast meiri peninga. Stofnað fyrirtæki og unnið fiskinn sem þú veiðir og flutt hann síðan til útlanda og grætt fullt af pening."

Maðurinn spyr þann ríka aftur. "En hvað svo?"

Sá ríki svarar. "Svo getur þú haldið áfram að stækka fyrirtækið, keypt fleirri báta, bíla og flugvélar. Síðan þegar þetta er orðið nógu stórt fyrirtæki þá selur þu það og græðir enn meiri peninga."

Maðurinn spyr þann ríka enn aftur. "En hvað svo?"

Sá ríki svarar. "Nú þá getur þú hætt að vinna, slappað af, farið að veiða og eytt tíma með fjölskyldunni. "

Þá sagði maðurinn við þann ríka. "En ég er ekki að vinna."

Engin ummæli: