Afmæli eru ofmetin. En ein áminning þess að þú átt eftir að enda sem ormafæða í of dýru ikea rúmmi. Þér verður á endanum plantað niður, ásamt öllum hinum sem allir aðrir eru búnir að gleyma.
Hvernig væri að banna afmælisdaga. Það er heldur ekkert að marka þá. Þó það séu liðin X ár síðan þú komst í heiminn þá eru náttúrulega X ár PLÚS 9 mánuðir síðan þú varðst til.
Í raun ertu að fagna því að móðir þín lá í 20 tíma, ósjálfbjarga, í einverskonar trúboðarstellingu. Öskrandi á föður þinn, hveskonar liðleysa hann væri að geta ekki drullast til halda í sér, algerlega að missa sig yfir sársaukanum sem skríður í gegnum stoðkerfið og mjaðmagrindina allt í einu bara til þess að þú gætir einhvern daginn öskrað og gargað yfir því hvað allir aðrir fá að vera úti til tíu nema þú.
Hverju ertu svo að fagna. Lífi þínu sem í samanburði við átrúnaðargoðin verður í besta falli litlaust og óáhugavert. En þú hefur "möguleika", þú gætir orðið það sem þú vilt. En þú lætur ekki verða af því. Það er nefninlega betra að eiga möguleika á því að verða hvað sem er, heldur en að vera lélegur í því sem þig langar virkilega að verða.
Til hamingju með það.
Hættu svo að grenja þegar þú kúkar. Það er betra að elska og tapa ástinni heldur en að horfa á hana mjakast niður í klósetið á meðan þú veltir því fyrir þér hvort það sé kúkurinn sem er að meiða þig eða mataræðið..
sunnudagur, október 19, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli