þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Varúð nýr bíll

Átt þú nýjan bíl, nýlegan í það minnsta, sem kostar yfir 4 milljónir króna?  Hafðu þá varan á því það er 300 sinnum líklegra að það kvikni í honum heldur en nýjum ódýrum bílum eða bílum sem eru eldri en 4 ára og kosta minna en 4 milljónir.  
Ekki nóg með það þá virðist Íslensk veðrátta vera sérstaklega vel til þess fallin að bílarnir fremji hara-kiri. 

Ég skil þá svo sem mjög vel, stundum óskar maður þess að það væri aðeins heitara hér...... 
Ég bendi reiknimeisturum tryggingarfélaganna á að það mætti alveg rukka þessa eigendur meira, það er ekki eins og sá sem kaupir sér 7 milljón krónu bíl fari á hausinn við að borga hærri iðgjöld en maður sem á 100.000 krónu bíl.  Já ég geri mér grein fyrir því að þeir geta valdið jafn miklu tjóni, en tölfræðilega þá kviknar sjaldnar í druslunni en dýra bílnum ....

Engin ummæli: