Bob-Westman, er sérfræðingur í rekstri heilbrigðsstofnunar. Hann hefur áratuga reynslu af því að stýra slíkri stofnun. Því er ekki úr vegi að gefa honum, ég meina leigja honum nýja skurðstofu sem almenningur í landinu hefur verið að byggja upp með skattpeningum sínum.
Til hvers erum við að skoða þetta herr Laugi Þórða? Jú það er til þess að selja erlendum ferðamönnum ódýra skurðþjónustu. Auðvitað til mikilla hagsbóta fyrir íslenskt samfélag því nú þurfum við sko á gjaldeyri að halda.
En hvað með almenning á Reykjanesi, á hann ekki rétt á aðgengi að heilbrigðisþjónustu?
Nei,..ég meina auðvitað á hann rétt á því. Það verður áfram þjónusta á Reykjanesi. Svo er nú ekki nema fjörtíu og fimm mínútna akstur til Reykjavíkur þar sem staðsett eru tvö frábær sjúkrahús. Það munar engum um það að keyra þá leið enda nýbúið að tvöfalda alla leiðina.
En nú er skortur á starfsfólki innan heilbrigðisgeirans, verður þetta ekki til þess að sú þjónusta sem fyrir er á Reykjanesi verður verri þar sem hið opinbera getur illa kept við einkarekið fyrirtæki?
Já það er nú það dásamlega við samkeppni, eh..nei.. ég meina það það þarf auðvitað ekki að þýða að þjónusta versnar, það má segja að hún verði betri því almenningi gefst kostur á að kaupa þjónustu af hinu nýja fyrirtæki.
En hvernig á almennur launþegi með 300.000 kr. á mánuði að greiða fyrir aðgerð sem kostar 1.5 milljón króna hjá einkafyrirtæki?
Nú ríkið borgar auðvitað mismuninn.
En væri þessi aðgerð ekki ódýrari fyrir ríkið við núverandi aðstæður?
Jú en þá væri ekki samkeppni.......
Einhvernveginn svona mun Guðlaugur Þór hljóma í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu næstkomandi sunnudag, fyrir utan þá staðreynd að spurningarnar verða ekki næstum því jafn erfiðar fyrir hann.
Samfélgasþjónusta í landi eins og Ísland á að vera:
- Heilbrigðisþjónusta
- Félagslegþjónusta
- Lög og reglur
- Vatns og orkuveita
- Sorp
- Sími (já sími)
- Eftirlit og skoðun á öllu frá bílum til sundlauga
- Landbúnaður (já landbúnaður, reynið að flytja inn vörur í dag og reiknið svo út hvort er hagstæðara)
Samkeppni í hvaða formi sem það er, virkar ekki á Íslandi og er bara töfraorð sem einyrkjar og menn í fyrirtækjarekstri nota til að réttlæta drauma sína um að verða milljarðamæringar. Við höfum allt til þess að verða fyrirmyndarsamfélag. Samfélag án stéttar, samfélag þar sem það er ekki 1000 faldur munur á launum framkvæmdastjóra og skúringarkonu, þar sem þú hugsar um samfélagshagsmuni umfram einstaklingshagsmuni, þar sem þú slappar af og færð þér öl eftir vinnu í stað þess að vinna 50 yfirvinnutíma í viku bara til að eiga fyrir leigu.
Nú er kominn tími á að félagshyggjufólk ráði hér ferðinni, ef það þýðir Norskt samfélag þá bara verður svo að vera sama hversu leiðinleg við verðum. Því það þýðir að við munum ekki heyra meira af mönnum eins og Bob -West sem ætlar að græða á því að við höfum byggt eitthvað upp fyrir almannafé. Ef það er svona hagkvæmt að reisa hér alþjóðlega heilsugæslu, þá á maðurinn að minnsta kosti að borga fyrir uppbyggingu á húsnæðinu og tækjum. Það er lágmarkskrafa, eða fer þá profit-marginið í hundana. Hvaða ávöxtunarkrafa er á verkefninu 20% 30% 50% maður spyr sig? En förum í eitthvað allt annað........verkefnavinna í háskóla jibbí
Engin ummæli:
Skrifa ummæli