föstudagur, nóvember 14, 2008

Ég mótmæli.

Ég mótmæli því að það er of mikið af lélegum mótmælum.
Ég mótmæli því að Skjár einn fær 50.000 manns með sér en kjósa.is fær 4.000. Ópíum fólksins hmm...
Ég mótmæli því að strætó kostar....hann á að vera ókeypis.
Ég mótmæli því að það eru til 20 mismunandi tegundir af morgunkorni í Bónus. Tvær eru nóg.
Ég mótmæli því að laun bankamanna eru tvöfalt hærri en laun kennara.
Ég mótmæli því að laun stjórnenda í banka eru fjórfalt hærri en laun stjórnenda hjá hinu opinbera.
Ég mótmæli því að ríkið hefur þanist út um rúmlega 100. milljarða á aðeins 5 árum.
Ég mótmæli því að enginn les þessa blogsíðu.
Ég mótmæli því að lífið er of langt, dagurinn er of stuttur og vinnuvikan er ekki 34 tímar.
Ég mótmæli því að mér dettur ekkert meira í huga, helvítis gjaldþrot frjórrar hugsunar eftir aðeins 9 setningar, hlýtur að vera met.

....bíddu ég mótmæli því að ég get ómögulega skrifað eina helvítis blogfærslu án þess að í henni sé stafsetningarvilla. Ég þoli ekki eigin heimsku og mótmæli henni hér með. Það ætti að lóga mönnum sem kunna ekki íslensku....lóga segi ég.

1 ummæli:

Unknown sagði...

ég mótmæli kreppunni!!