Ég þoli ekki lotningarfullt tal til hagfræðinga (heimspekingar fjármálanna). Eins og þeir viti allt betur en aðrir. Ég fyrir mitt leiti hef sjaldan þurft að hlusta á eins innantómt hjal og þegar hagfræðingar opna sig. Vitna í menn sem uppi voru fyrir um 300 árum. Er í alvöru ekki hægt að taka nærtækara dæmi en Karl Marx og Adam Smith? Fyrir mér er þetta eins og að vitna í trúarkenningar.
Hér er allavega spá fyrir þessa stórkostlegu hagfræðinga og þá sem eru nú að hlusta á þá og fara eftir ráðleggingum þeirra með því að hækka álögur, draga úr fjárfestingum og lækka laun.
Þessar aðgerðir verða til þess að neysla dregst saman.
Það þýðir að skattheimta minnkar, sem þýðir enn meiri hækkun skatta og enn færri framkvæmdir. Það þýðir að fleirri missa vinnuna, sem leiðir af sér lærri skattheimtu. Þetta endar sem sagt innan árs í samfélagi sem borgar innan við 300 milljarða í skatt. Þar af þarf að borga 100 milljarða af lánum (að því gefnu að við náum að hemja gjaldmiðilinn). Þetta er einföld staðreynd, eitthvað sem ráðamenn þessa lands eiga að vita.
Sem sagt Ísland er í raun á leiðinni á hausinn. Hér verða ekki peningar til að halda uppi heilbrigðiskerfi (það kostar 110 miljarða) eða mennakerfi (60 milljarða) eitthvað verður að láta undan.
Mín spá er í raun sú að hér á landi verði, innan árs, 35% atvinnuleysi og svo mikill niðurskurður í opinberum rekstri í formi einhliða launalækkanna að við stökvum 10 ár aftur í tímann. Háskólar verða aflagðir eða sameinaðir HÍ. Einkafyrirtæki verða ríkisvædd, síminn, eimskip, áburðaverksmiðjan ofl. Við stöndum uppi með ósjálfbjarga samfélag sem er stjórnað af fávitum.
Spurningin er ekki hvort við missum sjálfstæðið heldur hvenær og til hverra.
Afsökunin sem verður notuð; "Við gátum ekki séð þetta fyrir."
En það er einmitt þess vegna sem þetta fólk á að fara núna. Ef það gat ekki séð þetta fyrir, eða einhver á þeirra vegum gat ekki varað við þessu, þá þarf að skipta öllum út.
sunnudagur, desember 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli