fimmtudagur, desember 11, 2008

Síminn....argh

Djöfull er ég orðinn leiður á þessu fyrirtæki. Ég er búinn að vera með síma hjá fyrirtækinu í 12 ár. Það hefur aldrei verið eins dýrt að hringja. Símasambandið hefur sjaldan eða aldrei verið lélegra og nú er það meira að segja verra en hjá litla samkeppnisaðilanum OG-VODAFONE.

Er ekki búið að einkavæða þetta apparat. Eru bara EBITU-fávitar að stjórna þessu fyrirtæki. Hvernig er hægt að vera með lélegra dreyfikerfi heldur en kompaní sem er einn tíundi af stærð símans. Ef þetta lagast ekki á næstunni þá er ég farinn yfir í talstöðvasamband.

Sem er að vísu hugmynd. Er ekki hægt að kaupa NMT símasambandið af símanum. Þeir eru hvort sem er hættir að halda því við. Það næst allstaðar, árið 2002 voru 26.000 notendur. Sem allir borga 1200 krónu grunngjald. En segjum að við látum þá borga 790 kall í grunngjald á mánuði það er rúmlega 240 milljónir á ári fyrir loft. Einhverjir hljóta að tala í þetta apparat. Þannig að við segjum að meðal jói borgi um 1200 krónur á mánuði það þýðir hvorki meira né minna en 362 milljón á ári. Mínútugjaldið er ekki mikið dýrara en í GSM símasambandi og það hlýtur þar með að vera hægt að gera út á þetta.

Vera bara með nógu ódýra þjónustu. Flestir eru hvort sem er ekki að eltast við netið í símann, flestir kunna ekki á það ef út í það er farið.

Bárður gangtu í málið. Förum á símamarkaðinn......rústum þessum fávitum.

Engin ummæli: