Spursara halda áfram að standa sig helvíti vel. Spái því að þeir verði topp 4 lið á næsta ári.
Hull. Ég meina Hull. Eins og sjómaður á búllu í Hull var orðatiltækið. Liðið var í ensku fjórðu deildinni fyrir 5 árum síðan. Eru búnir að stríða öllu stóru liðunum. Arsenal, Man UTD (töpuðu samt) og nú Liverpool. Þess má geta að einn framherji hjá Man UTD kostar meira en allt Hull liðið. Vonandi verða fleirri svona lið innan tíðar, lið sem narta og naga í þessi helvítis skítalið sem eru endalaust að reyna að kaupa sér titla. Liverpool er búið að eyða meiri fjármunum en Man UTD. Að vísu í miklu fleirri leikmenn en það er ekki afsökun. Man UTD hefur keypt Carrick, Berbatov, Shrek, Ferdinand, Ronaldo, Nani og fleirri leikmenn sem ég man ekki nafnið á fyrir 12 milljónir punda eða meira. Þeir borguðu 5 milljón pund fyrir Vandersaar 34 ára gamlan. Já hann ferguson er snillingur. Chelskí er búið að eyða og eyða og eyða meira en nokkuð annað félag í heiminum í dag. Til þess að vinna tvo titla. Svo er það Arsenal. Sem er svooo gott í að búa til leikmenn. Í dag er ekki einn leikmaður í byrjunarliði Arsenal sem er uppalinn hjá Arsenal. Í raun ef horft er á varaliðið þeirra sem er samansett af unglingum, þá eru þeir flestir keyptir. Argh vona að það verði sett á þessi lið kvaðir um uppalda leikmenn og hámarks laun svo það fái fleirri tækifæri á að vinna þessa deild.
sunnudagur, desember 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli