þriðjudagur, desember 23, 2008

Hefur Össur ekki heyrt um Hydrogen (vetni)

Allt þetta bull um olíu.  Hvað varð um vetnistilraunir hér á landi.

Ég er hræddur um að þetta fari eins og aðrir spádómar hjá þessum sjálfskipaða spámanni iðnaðar á Íslandi.  "Orkubúskapur mun redda öllu" , "Laxeldi er málið" og nú "olíuvinnsla mun gera okkur að ríkustu þjóð í heimi".  

Verð að minna hann á að við vorum ein ríkasta þjóð heims þar til hann og flokkur sjálfstæðra manna afsalaði sjálfstæðinu í hendur á vinum og vandamönnum.

Orkubúskaburinn er ekki málið, laxeldi fór á hausinn og VETNI er framtíðin.

Óþolandi þegar menn geta ekki í það minnsta látið gáfuleg ummæli í ljós.  Auðvitað mun eitthvað koma í stað vetnis einn góðan veðurdag, en það þýðir ekki að velta sér upp úr því.  Núna er Vetni málið og Honda hefur hafið þá framtíð sem á endanum mun bjarga heiminum.  

En hvað er svo sem annað hægt að vonast eftir frá Alþingismanni með Doktorsgráður, í lífeðlisfræði no less.  Hvað var hann eiginlega að læra þarna í East Anglia. Lítil furða að hann heldur með Norwich en því í ósköpunum ef þú ætlar á annað borð að læra í the Kingdom of East Anglia fór maðurinn ekki í Cambridge.  Eins og margt sem hann hefur sjálfsagt gert í gegnum tíðina, mistök!!!

Vonandi hugsar hann einhverja nýja leið sem framtíðarleið Íslands í atvinnumálum, skipulagsmálum og í reynd hverju sem er, og reynir svo að ímynda sér hver sé alger andstæða þeirrar hugmyndar.  Sú hugmynd er rétta lausnin á vanda íslendinga.  
Skoðum bara sönnunargögnin;

Hugmynd Össurar        alger andstæða
Þorskeldi                    -          Þorskveiðar, 
Orkubúskapur           -         orkufrekur iðanaður (ál, netþjónarbú), 
Olía                              -         Vetni

Fylgjumst grant með því hvað kallinum dettur í hug næst.

Engin ummæli: