Í einni tunnu af olíu eru 159 lítrar. Það þýðir að Íslenska ríkið er að gefa (miðað við núverandi gegni á tunnu 33.87 dollarar og gengi dollars 121,48 kr) 677.400.000 dollara eða 645.140.000 eftir skatt. Sem þýðir 78.371.954.300 króna. Það er sem sagt verið að gefa 78 milljarða í rannsóknarstyrk á svæði sem nú þegar er búið að rannsaka og líkur eru á að töluvert magn olíu sé að finna.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir að þetta svæði er mjög erfitt til olíuvinnslu, og óvíst hvort það borgi sig í nánustu framtíð miðað við verð á hráolíu í dag.
En bara ein spurning. Af hverju er ekki sambærilegur skattur á vatnsfyrirtæki?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli