fimmtudagur, nóvember 12, 2009

Skattar

Hækkun skatta leiðir til þess að
1. fólk eyðir minna
2. fólk vinnur minna
sem leiðir svo til þess að Ríkissjóður fær minna.

En fyrst við erum að hækka álögur af hverju er þá ekki 52% skattur á þá sem eru með yfir 1.000.000 á mánuði. Þessi 3% þjóðarinnar sem verið er að vernda í dag má alveg við því að borga enn meira en allir aðrir. Enda borgar ekkert okkar raunverulega fulla skatta http://hjalli.com/2009/02/04/raunverulegt-skatthlutfall/

Fyrir þá sem vilja hugsa um hvað er hægt að gera þá bendi ég á http://datamarket.net/is/thjonusta/gagnagraejur/daemi/fjarlog/

En hið opinbera má vel við því að fara í megrun.

Þeir sem borga skatta í þessu landi eru fyrst og fremst "millistétt" fólk með 300 - 550 þúsund á mánuði þetta er um 60% launafólks og þetta fólk er það sem lendir í mestum álögum vegna aðgerðar ríkisstjórnar, enda er þetta mjólkurkúin sem alltaf er látin borga. Meirihluti þessa hóps eru háskólamenntaðir einstaklingar.

Til að benda á óréttlætið í þessu öllu saman, þá er hér lítið dæmi. Námsmaður fer í 5 ára nám. Lítil laun bara námslán (nám er vinna). Segjum að hann skuldi 5 milljónir eftir þessi 5 ár. Sá sem valdi að vinna er þá 5 milljónir í plús gagnvart þessum einstakling. Meðalmaður sem fór í háskólanám nær ekki að brúa þetta bil á sinni starfsævi. Meirihluti háskólamenntaðra er nefninlega ekki með 500 þúsund á mánuði.

Ég skal taka á mig auknar álögur, en fyrst verður þó að taka tillit til þess hvað ég hef efni á að borga.

mánudagur, október 05, 2009

Sameining sveitarfélaga "Höfuðborgarsvæðið"

Í allri þessari umræðu um bólgu, vegna fasteignabólu, bankamannasukks og eyðslufyllerís landans er ekki úr vegi að minnast aðeins á fasteignagjöld.

Vegna þess að einhver snillingur keypti sér 180 fm íbúð á túngötu á um 110 milljónir stuttu fyrir bankahrun þá þurfa núna flestir íbúar þeirrar götu að greiða sem svarar 400-500 þúsund krónur í fasteignagjöld á ári. Auðvitað eiga þeir "flestir" sem búa á Túngötunni einhverja peningar en er þetta ekki eitthvað sem flokkast undir óhóflega skattlagningu á fasteignaeigendur.

Það verður víst seint leiðrétt þessi vitleysa en þetta eru 40 til 50 þúsund krónur á mánuði. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru í óða önn að búa sig undir skellinn sem þau fá vegna lægra útsvars. Nýbúinn að fá á sig nokkra milljarða vegna lóðasukks, þannig að ekki er víst að þetta breytist á næstunni. En hvernig stendur á því, þegar öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru á hausnum að umræðan um sameiningar snúast fyrst og fremst um jaðarsvæði.

Ef tillögur ráðherra verða að veruleika mun verða til eitt sveitarfélaga á ströndum sem nær frá brú að bjarnarfirði. En það eru um 140 km á milli þessara staða. Í samhengi þá er það svipað og sameina Garð og Akranes. Hverjum léti slíkt koma sér til hugar.

Hvers vegna má ekki sameina þessi sveitarfélög sem eru í "Reykjavík". Hafnarfjörður er á hausnum og sömu sögu má segja um Mosó, Garðabæ og Kópavog. Hvað er að því að sameina þessi sveitarfélög sem enginn veit hvort eð er hvar byrja eða enda. En einhverjum datt í hug sú della að halda því fram að rekstareiningar með 25000 íbúum væri skilvirkast.

Það er einmitt vegna þess að hér hafa sveitarfélög verið að keppast um þær örfáu hræður sem geta keypt í þessu landi að þau eru á hausnum. Í stað þess að útbúa áætlun í samræmi við væntanlegar þarfir þá var ráðist í hverja vitleysuna á fætur annarri. Sjálfur "blautur á bak við eyrun" reiknaði ég það út árið 2007 að allar þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru hjá RVK, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosó bara það árið nægjanlegar til að fylla upp í íbúðaþörf Íslendingar til ársins 2012. En svo gleymist að bæði Keflavík, Akranes, Sandgerði, Garður, Vogar, Grindavík, Borgarnes, Þorlákshöfn, Selfoss og Hveragerði stóðu í miklum fyrirhuguðum framkvæmdum.

Auk þess þá áttu sér stað miklar framkvæmdir Austur á héraði og á Akureyir. Nægjanlega mikið var byggt á árunum 2005 - 2008 til að mæta mögulegri þörf alls landsins til ársins 2025, miðað við hóflega fjölgun íbúa.
Þess fyrir utan voru byggðir hér á landi sumarbústaðir sem nægðu vaxandi eftirspurn 40 ár fram í tímann.

En auðvitað á að hafa þetta allt saman í einni hringavitleysu á suðurlandi eða örfáum byggðarkjörnum á því sem kallað er landsbyggðinni. Það má ekki til þess að hugsa að halda í byggðirnar úti á landi. Þrátt fyrir að hver íbúi í Bolungarvík eða á Ólafsfirði skili þjóðarbúinu margfallt fleirri krónum til þjóðarbúsins heldur en meðal íbúi á Höfuðborgarsvæðinu.

Það er ekki hægt að halda landsbyggðinni úti nema með styrkjum, nöldra þeir sem búa í stóru byggðarkjörnum. En gleyma um leið að hlutfallslega fá landsbyggðarmenn mun færri krónur heldur en höfuðborgarsvæðið nokkurn tíma. Menn gleyma því ansi fljótt þegar þeir tala um vegaúrbætur sem lansbyggðarstyrk að bæði fólkið í þéttbýliskjörnum og túrhestar nota þessa vegi.

Hvað um það. Ég vill fá útreiknaðan þjóðhagslegan ávinning þess að sameina höfuborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hlýtur að vera margfalt á við að sameina örfá sveitarfélög úti á landi.

miðvikudagur, september 30, 2009

Nettengdur

Aðeins of nettengdur þessa dagana. Ósómi að því að geta ekki forgangsraðað og farið að lesa bók í stað þess að skoða allt þetta sem skiptir engu máli þegar til lengri tíma litið.

Ég ætla á bókasafnið og fá mér einhverja góða bók, einhverjar tillögur kæri netheimur.

mánudagur, september 28, 2009

Fjarnám

Ég er ekki alveg að átta mig á hugtakinu fjarnám í íslenskum háskólum. Ég get fórnað föstudögum, laugardögum og sunnudögum. En ef ég er á annað borð í fjarnámi þá á ég voðalega erfitt með að fórna öðrum dögum í þetta. Er ekki hægt að skella þessu í smá yfirvinnu og hafa þetta þegar fólk er ekki að vinna. Þessi uppbygging er bæði svona hjá HÍ og UNAK, ég nískupúkinn tími ekki einu sinni að skoða fyrirkomulagið hjá RU eða Bifröst.

Það eru bara ekki allir í þeirri aðstöðu að þeir geti stokkið úr vinnu í heila 5 daga 4 sinnum yfir vetur. Þetta er heill mánuður.

Spörning um að stofna skóla???

Það er víst nóg að ætla sér það þessa dagana og vúss þá er maður bara búinn að stofna skóla, grunnskóli sem heitir menntaskólinn....gef mér bráku.

miðvikudagur, september 23, 2009

Jeff, jeff, jeff

Kláraði ævisögu nr. 2 hjá Buckley og er enn sannfærðari en áður að hann hafi bara gefist upp. Aðal ástæðan að mínu mati er að hann hafi bara ekki náð að búa til nægjanlega góð lög.  En lögin sem hann gerði eftir Grace voru hálf slöpp, hann veit það og við sem erum aðdáendur vitu það. Það er eins og hann hafi bara ekki verið til staðar síðustu árin.  Svolítið eins og að samband hans við Gary Lucas hafi skilað einna bestri útkomu.  Spurning hvort Monsters... hefði verið eitthvað spes ef egóið hjá Jeff hefði ekki verið fyrir honum.  En alvörulistamenn eru víst með egó-dauðans.  

Hvað um það, hann náði þó að senda frá sér cover lög sem seint gleymast og fæstir hafa í raun fengið að hlusta á fyrir utan Hallelujah.  En Dyllan coverin hans ásamt calling you eru alger snilld.  Sem betur fer hafa þau ekki náð eyrum almennings því þá er hætt við því að þeim væri nauðgað eins og Hallelujah.

Samt sem áður er óskandi að menn hvort sem þeir hafa ótrúlega hæfileika, eða ekki, velji aðra leið úr vandamálum sínum en sjálfsvíg.

Sjá bara alla listamenn sem einhverntíma hafa gefið eitthvað út, það er eins mismunandi og þeir eru margir og megnið af því er hálf slappt sjá bara Springsteen.  Hann er snilli, en samt sem áður get ég bara nefnt 4 lög sem eru virkilega góð.  Hann sjálfur sagði að the River hefði verið stóra breikið hans.  Hún kom út 7 árum eftir að hann gaf út sína fyrstu plötu.  Hann hafði gefið út 4 plötur áður en hann datt inn á virkilega gott lag.  

Gefið endilega Jeff tækifæri.  Hann á ekki eftir að valda vonbrigðum, bara mismunandi góðum fíling.

Vanilla Fuge

Alltaf gaman að uppgötva "nýjar" hljómsveitir.  hér eru nokkrar sem hafa náð mínum eyrum undanfarna daga.

http://www.youtube.com/watch?v=_aWFaZgwerY  (Vanilla fudge) Langt á undan sinni samtíð, voru að gera 8 mínútna lög meðan Bítlarnir voru að færa sig úr 2.50 yfir í 3.20 mín.

http://www.youtube.com/watch?v=9W8jcDS2It0  (Blue Cheer)  Bara snillar...frumkvöðlar í þungurokki
http://www.youtube.com/watch?v=Rkbrkf9upsA&feature=related (Blue cheer)

http://www.youtube.com/watch?v=NrV2Kfqv36k  (Stone City) veit ekkert umþá, útgáfan af cut my hair er bara þokkalega flott.




fimmtudagur, september 03, 2009

Brain Drain

Furðuleg hugsun að höfða til samvisku manna þegar um er að ræða lífsviðurværi.

Hvað á ég við?

Mikill ótti er hjá hinu opinbera við hið svokallaða Brain Drain eða menntaflóttta íslendinga.

Talað er um að þetta sé stórhættulegt, vitnað í Færeyjar og fleirri og reynt að höfða til þjóðernisvitundar og samvisku manna um að allt geti farið á hausinn ef menn flýja.

Í næstu setningu á að hækka skatta???

Hvernig á fólk með góða menntun, sem kemst í störf erlendis að sætta sig við;

1. Launalækkun (en ekki hefur verið samið um hækkanir launa umfram 14-20 % verðbólgu undan farin 3 ár og ólíklegt að það verði )

2. Kaupmáttaskerðingi vegna hækkandi verðlags og hækkandi lána vegna verðbólgu og gengi krónunnar.

3. Kaupmáttaskerðingu vegna hækkandi verðlags vegna skatta sem búið er að setja(sykurskattur, bensín og áfengisgjald) og fyrirhugað er að verði settir á.

4. 40-50% lækkun launa í sambanburði við þau lönd þar sem menntafólkið okkar kemst í vinnu vegna stöðu krónunnar.

Ofan á þetta ætla menn að hækka skatta.

Ég get ekki séð að það sé eitthvað frekar menntafólk sem fer héðan, heldur en allir aðrir. Ef lyftaramaður eða strætóbílstjóri í Köben eru með 600-900 þúsund á mánuði. Kennarar- hjúkrunarfræðingar með um 950 þúsund. Hversvegna í ósköpunum ætti þetta fólk að búa hér með um 260 -300 þúsund á mánuði í grunnlaun og yfirvinnubann?

Ég á erfitt með að sjá aðra leið út úr þessu dásamlega velferðaríki en að hér verði gríðarlegur landflótti. Það er svo sem allt í lagi, mér virðist flestir sem hér ráða ríkjum líta svo á að Ísland sé bara sumardvalarstaður einhverra trjáfaðmara.

ANSK hafi það að maður þurfi að borga allt upp í helming launa sinna í skatta til að greiða fyrir ansi marga sem ekki þykjast geta unnið. Hvernig stendur t.d. á því að það eru 25.000 öryrkjar í landinu. Auðvitað eru til einstaklingar sem þurfa á að stoð og umhyggju að halda en það er bara ekki tölfræðilegur möguleiki að það sé 8-9% af þjóðinni. Í mesta lagi ætti þetta að vera 1-2%.

Það var mögulega eitthvað þol fyrir þessu í góðærinu en nú þegar við erum á beinni leið á höfuðið verður fólk að fara átta sig á því að þessir "peningar" sem það er að fá frá ríkinu eru mínir peningar og annarra sem hér vinna.

Það á að skerða almenna heilbrigðisþjónustu hér í landinu, ég tek það ekki í mál að þjónusta við börnin mín sé skert áður en tekið sé alvarlega á málaflokk sem kostar meira en heilbrigðismál.

Af 111 milljörðum sem fóru í félagsmál á árunum 2002 - 2007 var skiptingin eftirfarandi;

Almannatryggingar og velferðarmál 70.81181.85087.87492.98696.950111.382
Sjúkdómar 755756756779719703
Örorka og fötlun 14.93818.14820.74522.32124.81328.268
Öldrun 19.45221.82623.91127.27325.76529.133
Eftirlifendur 231236238258234246
Fjölskyldur og börn 19.91522.71224.33725.20929.25033.749
Atvinnuleysi 3.4034.5944.8333.6722.9623.100
Húsnæðisaðstoð 6.9507.7997.7027.7137.4867.925
Félagsleg aðstoð, ótalin annars staðar 1.7532.0612.1442.0011.9483.625
Almannatryggingar og velferðarmál, ótalin annars staðar 3.4123.7193.2073.7603.7724.633

Þetta eru tölur á mesta góðærisskeiði íslendinga, gríðarlegar hækkanir á 6 árum.

Húsnæðisaðstoð er 7 milljarðar, óátalin félagsleg aðstoð 3,6 milljarðar almannatrygging og velferðarmál ótalin 4,6 milljarðar. Hér verður að grandskoða áður en menn fara að skera niður í öðrum mikilvægari málaflokkum. Flokkum eins og menntun þjóðarinnar eða heilsu, og ástæðan fyrir því að ég segi að það séu mikilvægari flokkar er að ef við drögum úr útgjöldum til þessara málaflokka (auðvitað má spara einhverstaðar, hvað höfum við með 9 háskóla að gera t.d.) þá leiðir það til minni framlegðni, færri ganga menntaveginn og tekjur ríkisins minnka og þar af leiðandi dregur úr fjármunum sem hægt er að setja í félagsmál.

En það má væntanlega ekki einu sinni viðra þetta, af því að þá er verið að níðast á þeim sem minnst mega sín.

Ég minni á að ef hér verður Brain Drain eða þaðan af verra þá munu þeir sem minna meiga sína þurfa að sjá um sig algerlega sjálfir. Það verða ekki til peningar í landinu.

Þess fyrir utan þá er ég ekki tilbúinn að borga 50% skatta fyrir stóran hluta þessa fólks sem fær sínar bætur og vinnur svo svart.

Svo mörg voru þau orð.

þriðjudagur, ágúst 25, 2009

42 km búnir.....

Þetta á víst að heita maraþon - hlaup. En 5 og hálfur tími flokkast víst undir eitthvað allt annað.
En búinn og nú get ég snúið mér að næstu markmiðum.

1. 21. km á undir 1 klukkutíma og 50 mín.
2. Kála dýrir sem er þyngra en ég helst af um 300 metra færi.
3. Klára Mastersgráðu einhverntíma á þessari öld.

Hvað um það. Yfir í eitthvað allt annað.

Eru starfsmenn banka ekki opinberir starfsmenn?

Hvernig voga þeir sér þá að mótmæla lögum sem vinnuveitandi þeirra hefur í hyggju að setja. Væri það ekki svipað og ég færi að segja að ný barnaverndarlög væru ótæk vegna þess að ég má ekki lengur berja barnið mitt til hlýðni.
Þetta eru lög sem stuðla að því að bankar hætti að lána eins og fávitar, því þeir hafa ekki lengur hreðjartak á skuldaranum. Veðskuldin er þá það eina sem hægt er að ná í en ekki stofufangelsi skulda það sem eftir er ævi viðkomandi.

Það verður að fara að hætta þessum sér Íslensku aðferðum við að lána, ráða, deila og drottna yfir fólkinu í landinu.

En áfram Lilja segi ég, enda ein tveggja kvenna sem vit er í inni á þessu þingi og ætti í raun að vera viðskiptaráðherra en ekki þessi f.... sem virðist ekki muna hvað hann sagði í gær um niðurfellingu skulda heimilanna.

Talandi um f....ita hvað er Siggi E að gera þessa dagana. Spurning um að fara á JCI námskeið, á eftir AA fundunum sem hann virðist nauðsynlega þurfa að fara á.

Nei nei ég var ekki fúllur, bara átti svolítið bágt með mig enda ætlaði ég sko að sýna öllum hvað ég er frábær ræðumaður, maður fólksins, maður réttlætis og umfram allt maður sem vill ekki svara erfiðum spurningum.

Hvað er að því að kalla þá ráðamenn samfélagsins sem sögðu að allt væri í himnalagi fyrir ári síðan fávita, vitleysingja, illa upplýsta hálvita sem hugsa bara um rassin á vinum vandamönnum og kannski þeim sem eiga peninga. En bara ef þeir fá að fara í einkaþotunum, og að veiða lax.

Sjálfur dauð öfunda ég þetta fólk sem selt hefur sálu sína fyrir nokkrar milljónir. Bara það eitt að hafa það í sér að setja fólk í ánauð fyrir peninga og mótmæla svo þega hið opinbera ætlar að fara að bæta fyrir það er siðblinda sem ég vildi hafa í mér.

Hvernig læt ég. Ég hefði ábyggilega gert það sama ef ég hefði verið í aðstöðu til þess hvort sem það var fyrir um 100 milljónir eða milljarða. Ég gæti alveg lifað ágætu lífi af einum milljarð. Enda upphæð sem hvorki ég, né afgangurinn af minni fjölskyldu til saman gætum þénað á okkar starfsævi.


Skál fyrir því Sigmundur E

fimmtudagur, maí 28, 2009

fimmtudagur, maí 21, 2009

20 maí.

Runnið so far verið upp og ofan.

En ég er búin með fyrstu tvær vikurnar í prógraminu og á eftir síðustu tvö hlaupin í þriðju viku
4,8 6,4 4,8 8,0 = 24,1
4,8 6,4 4,8 9,7 = 25,7
4,8 6,4

Á eftir 4,8 og 11,3

föstudagur, maí 01, 2009

It has begun

Þá er það hafið, eftir rólegar vikur. 5 kílómetrar í dag. Svo er hér að neðan prógram vikunnar.




Vika
1

Dagur 1
4,8 km
Dagur 2 6,4 km
Dagur 3 4,8 km
Dagur 4 8,0 km

Samtals
24,1 km


laugardagur, apríl 04, 2009

Einstein

Djöfull er vont að vera vitlaus. Hljóp í fyrsta skiptið með garminn, úti hann virkar ekki innandyra. Allan tímann var ég að velta því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég væri að hlaupa svona hægt. 8 mínútur með km að meðaltali. Reyndi eftir fremstu getu að hlaupa á sama tíma og ég hleyp á brettinu. En djöfull varð það ekki hægt. Þegar ég kom svo heim eftir það sem ég vissi að voru 10 km þá sýndi tækið 6,3 mi....sem auðvitað stendur fyrir miles. Ég hafði sem sagt reynt að hlaupa 1 km á 3,5 þegar ég hljóp hvað hraðast, auðvitað sprakk ég á þeim hraða en ég hafði herlegheitin á 55 mínútum....sem hefði auðvitað verið miklu betra ef ég hefði ekki gert þessi klassísku NASA mistök.

skelfilegt......en samt gott að það var ekki ég sem var í svona lélegu formi

þriðjudagur, mars 31, 2009

If the devil is six.....

then god is seven........Nákvæmlega það sem maður verður að hlaupa núna í kvöld.

argh hvað maður þarf að finna eitthvað annað en hlaup með þessu hlaupi....kanski ég fari að lofta...að verða eins og hann Gilz hlýtur að vera hjartans mál allra karlmanna með einhvern snefil af testósteróni.....kíki á það á morgun...byssurnar verða að stækka.....bump it


kv,

mánudagur, mars 30, 2009

It has begun....

Setti upp Garminn í tölvuna, hlóð hann og beið spenntur eftir að fara að takkast. Er ekki kominn tími til að hlaupa úti?

Nei. 20 metrar á sekúndu og snjókoma. Ófært og bara gaman, en ekki séns að ég dúni mig upp til að hlaupa í norðan garra

Með minni heppni þá verður þetta svona framm yfir páska.

Spurning um að fá sér 38" eða jafnvel 44" dekk á jeppann..........

Hvað um það 7 km á brettinu í dag. 7 á morgun, miðvikudag og fimmtudag. Síðan er komið frí. Þá hefjast útihlaupin í sveitinni.

kv,
Að norðan


Hvaða tæki á maður að fá sér næst???? Hmmmm ætli það verði ekki einhverskonar rafræn barnfóstra.....ef ég þekki hinn partinn af mér rétt....

miðvikudagur, mars 25, 2009

Hlaup

Samtals 8 um helgina þannig að ég náði nú ekki takmarkinu.

Nú er það 9 í dag. Ekkert í gær eða fyrradag.

Verð að fara að herða mig.

Garmurinn er kominn í hús þannig að nú er það lítið annað en veðráttan sem stendur í vegi fyrir útihlaupum

Fun, fun, fun

laugardagur, mars 21, 2009

Vídeó

Mæli með því að fólk eyði smá tíma í að kynna sér hvað Obama hefur gert síðan hann tók við.

Síðan þegar þið eruð búin að því þá er nauðsynlegt að horfa á þetta myndband
http://video.google.com/videosearch?q=obama+deception&emb=0&aq=0&oq=obama+dec#
Obama deception. Höfundur myndbandsins er öfga samsæriskennangarsmiður en það sem kemur fram eru staðreyndir.

Annað gott video sem vert er að skoða er silly mooney. http://www.youtube.com/watch?v=lWDdcD-1xoo

þættir sem framleiddir voru í Bretlandi af rory bremner (, Bird and Fortune) . Mjög svipaðar upplýsingar að koma þar fram um fáránleika fjármálakerfisins og ástæður hrunsins. Allar upplýsingar sem koma þar fram eru staðfestar meira að segja "grín" samtöl Bird and Fortune sem Egill helga hefur linkað á.

En það var ekki Bush karlinn sem skapaði vandann heldur Clinton með því að afnema árið 1999 glass steagall act, lög sem komu í veg fyrir að fjármálafyrirtæki gátu farið út í þá vitleysu sem þau fóru í. Svipað og gert var hér á landi í smáskömtum með því að minnka bindiskyldu fjármálafyrirtækja. Skemmtilegast finnst mér þó að hugsa til þess að bankar á Spáni eru í fínum málum að kaupa upp breska banka af því á Spáni eru lög sem koma í veg fyrir að bankar geti tekið allar þær áhættur sem annarstaðar voru leyfðar.

Ástæðan er sem sagt einföld, alþingi leyfði fjármálamönnum að taka áhættuna. Alþingi er ástæðan fyrir því að við erum í rugli. Svo ætlum við að treysta á Alþingi að laga vandann?

Talandi um að pissa í eigin skó.

föstudagur, mars 20, 2009

Hulan yfir bandaríkjaforseta

Maður má ekki nefna hann á nafn. Einhverntíma vill ég nú fá að fljúga til Hawai. Óþarfi að lenda á "bannað að fljúga" lista þeirra Bandaríkjamanna alveg strax. En skoðið þessa skemmtilegu samsæriskenningamynd.

http://video.google.com/videoplay?docid=7535755025025800195

Ég hef alltaf svolítið gaman af samsærum. Sérstaklega þeim sem snerta Bandaríkin, fjármálamafíuna og Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn - sem á ekki að díla við.

kv
vinstri hægri snú

Tíðindalítið

Hljóp 6 km á sunnudag. 6 á mánudag og 6 á miðvikudag. En búinn að breyta mataræði töluvert og mér virðist sem það sé að skila miklum árangri.

cm eru samtals 4 færri á 1 og hálfri viku. En ég þarf að hlaupa 17 km núna um helgina til að ná lágmarkinu.

Annars er bara lítið að frétta, jú það er ekkert betra veður hér en fyrir sunnan aðeins minna rok, búið.

kv,
mythbuster

fimmtudagur, mars 12, 2009

Run, baby. Run baby. Run baby run......

Svona til að halda áfram að tilvísanir úr lögum í tengslum við þetta hlauparugl mitt.

Verð 14 í dag. 24 í vikunni og þrír dagar eftir 9 * 3 = 27 og markmiðinu náð........total 50 k.

Annars ætti maður ekki að vera að tala um hlaup. Þetta er svona meira innanhús skokk.

en það brennir kaloríum og það er það sem ég þarf að gera þessa daganna.

kv,

It has begun

10 km í dag.
Mældi líka cm og það eru þónokkrir cm farnir frá því í síðustu mælingu. Nú er bara að halda þessu áfram 5 mánuði í viðbót.
En einn dag í einu. 12 á morgun.

kv,

mánudagur, mars 09, 2009

Maður er ekki fyrr búinn að gera upp hugann......

þá lætur frambjóðandi svona út úr sér "Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, segir ákvæði um fléttulista fyrst og fremst snúast um að tryggja stöðu kvenna, enda séu konur aðeins um þriðjungur kjörinna fulltrúa."

Það er ekki jafnrétti.

Það kemur vinstri grænum nákvæmlega ekkert við hvernig aðrir flokkar velja inn, sem reyndar allir virðast þurfa að gefa körlum séns þar sem það er mikil kvenna sveifla í prófkjörum.

En hvernig á ég að kjósa flokk sem er bara annt um að konur séu jafnar körlum en ekki öfugt. Það hlýtur að vera markmið Vinstri grænna að vera sem næst 50% ef þeir eiga að teljast réttlátur flokkur út frá kynjastöðu.

Svo má hinsvegar deila um það hvaða anskotans máli það skiptir hvort þú ert karl eða kona. Er það ekki fyrst og fremst gæði og geta viðkomandi einstaklings. En miðað við þessi orð Svandísar þá hefur hún hvorki gæði né getu.

En auðvitað á að skoða viðkomandi út frá því, í staðinn fyrir að troða einhverjum skussum í kynjakvóta sæti.

Spurning hvort konur og feministar verða ekki sammála mér þegar þær eru komnar í meirihluta á þingi. Þá þarf sjálfsagt lítið að hugsa um kynjakvóta.

Ég verð því að segja nei við Svandísi, en já við Lilju Móses því Lilja hugsar ekki með eistunum.

Réttlæti ekkert kjaftæði.

sunnudagur, mars 08, 2009

Against the wind, we were running against the wind....

En ekki ég. 17 km í gær. 7,5 á föstudag. Ekki alveg eins og ég planaði en ef ég fer 14 í dag þá er þetta komið í 50 km viku þannig að það er í lagi. Nú þarf maður að fara að hlaupa í 3 mín og labba í 3 mín. Breyta aðeins taktík í næstu viku.

We were yount and strong. We were running
Against the wind

fimmtudagur, mars 05, 2009

Jafnvægi og framfarir

Egill Helga bendir hér með örlítilli blogfærslu á skýrslu sem Samfylkingin lét gera fyrir sig árið 2007. Skýrsluna er að finna hér í heild sinni. En þar eru fjármál þjóðarinnar máluð afar dökkum litum. Þau sögð stefna í svartnætti og djöfulgang verði ekki eitthvað að gert. Þetta er í apríl 2007.

Hvað voru Samfylkingar menn að gera þegar þeir skrifuðu þetta?
Það er beinlínis sagt að þjóðarskúta sé illa rekin og ójöfnuður í vöruskiptum m.a. muni leiða til algers hruns.

Sjálfstæðismenn voru auðvitað of uppteknir af góðu gengi til að sjá þetta með þessum augum, eða vildu það ekki, en Samfylkingin benti á þetta fyrir kosningar. Vissi af þessu löngu fyrir hrun.

Nú hopa menn fram og segja ég vissi ekki, ég vissi ekki. Þetta er Sjálfstæðismönnum að kenna!!!
Það liggur við að maður leggi þessu anskotum í xD lið í næstu kosningum bara til þess að gera þessu pakki í Samfylkingunni og Framsókn skráveifu.

Samfylkingin er búin að vera í ríkistjórn 6 ár af síðustu 18 árum Sjálfstæðismanna og Framsókn 12 ár. Það þýði ekki að reyna að þurka það úr sögubókunum og kenna Sjálfstæðismönnum um allt. Enda er það ljótur leikur að benda á aðra.

Drullist til að viðurkenna mistök ykkar og hendið forystunni út og þá er mitt atkvæði falt vel ígrunduðum plönum um að koma okkur úr þessari skítableyju sem við erum komin í.

miðvikudagur, mars 04, 2009

Afturhaldsinnaði kommatitturinn ég er ekki alveg að ná þessu

Þetta er tekið upp úr drögum að nýjum lögum.

Náttúruauðlindir beri að nýta á sem hagkvæmastan hátt á grundvelli sjálfbærrar þróunar til hagsældar fyrir þjóðina og komandi kynslóðir. (hvernig á að ákveða það, hvaða viðmið eru notuð til að meta hvað er hagsæld og hagkvæmast) Hver er svo sem ekki sammála þessari setningu, en ég get alveg réttlæt fyrir sjálfum mér að álver, virkjun, stjóriðnaður sé hakvæmastur á grundvelli sjálfbærrar þróunar þar sem til lengri tíma þá skilar það hagsæld fyrir þjóina og komandi kynslóð. Sjálfsagt er hægt að finna hagkvæmari leið en ég sé hana bara ekki í augnablikinu, eða vill ekki sjá hana.

Jafnframt er lagt til að ekki þurfi tvö þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. (Ef það þarf ekki tvö þing þá er hægt að gera hvaða breytingar sem er á stjórnarskránni, hvenær sem er, hljómar svolítið eins og fasismi en auðvitað er einræði skilvirkasta stjórnkerfið)

Að vísu var settur inn varnagli á þetta, sem var á þá leið að allar stjórnarskrárbreytingar skal leggja í dóm kjósenda til synjunar eða samþykkis. (þarf þá 50% þjóðarinnar að samþykkja eða er nóg að meirihluti þeirra sem greiðir atkvæða samþykki?)

En svo kemur það sem á eftir að reynast okkur ansi dýrkeypt.

Alþingi verður skylt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál ef 15% þjóðarinnar krefjast þess. (Það þýðir að stuðningsmenn minni flokka í landinu geta krafið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvaða mál sem er eftir því í hvernig skapi þeir eru. Sjálfstæðisflokkurinn gæti kallað saman 15% af þjóinni til þess að láta taka sig í ósmurt hvað þá til að skemma svolítið þingstörf. Er ekki hægt að treysta þessu fólki til að taka ákvarðanir í krafti umboðs síns, það verður þá bara ekki kosið næst ef það klúðrar málum. Ég segi að efla þurfi ábyrgð ráðamanna ekki auðvelda lýðskrum.)

Loks er lagt til að boðað verði til stjórnlagaþings ekki síðar en 1. september, næstkomandi.(ég bara veit ekki hvað það er og býð útskýringa á því og tilgangi þess)

41 þingfulltrúa verður falið að endurskoða stjórnarskrána. (Af hverju ekki öllum, á t.d. að útiloka sjálfstæðismenn frá þessari endurskoðun, er það lýðræði sem boðað var uppá?)

7 km helgi

Afspyrnuslakt, en er búinn að ákveða að fara aðeins hægar í sakirnar næstuvikur. Farinn að finna verulega til í bakinu og verð því að hlaupa minna og labba meira. 35 til 50 km vikur ættu að nægja. Fór 7.5 km á mánudag og stefni á 10 km í dag. 7.5 á fimmtudag og 10 á föstudag og 15 á sunnudag.

Ég verð bara að taka verulega á mataræðinu í staðinn fyirr allt þetta hlaup..

kv,
Vladimir

fimmtudagur, febrúar 26, 2009

Leti er löstur

Aðeins 5 km í dag. Skulda því töluvert og verð því að hlaupa um helgina.

kv,

Hjari Veraldar

Hvað er að því að veita 20% afslátt?

Undarlegt sjónarmið að það "kosti" samfélagið 300 til 400 milljarða að veita þennan afslátt.

Snúum þessu við. Vegna þess að stjórnvöld í landinu hafa ekki staðið sig þá þurfa heimilin að borga 300 til 400 milljarða í verðtryggingu.

Er það í lagi?

meira hlaup

16 k í einu. Á töluvert í land með að taka 42 í einu miðað við þetta.

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

bara 10 í dag.......

14 í gær 10 í dag. 24........46 eftir

mánudagur, febrúar 23, 2009

Here we go....Mánudagur

7 k búnir. 7+ k í kvöld

14 k á dag í 5 daga eru 70 k

Það er nóg.

sunnudagur, febrúar 22, 2009

Grunaði ekki Gvend

Helv. vigtin biluð. Enda hlaut það að vera, kg 96,7 sem þýðir 3 kg niður.

Tek samt 70 km vikur á þetta + breytt mataræði. Það hlýtur að vera eitthvað að fyrst maður fer ekki meira niður á 3 vikum. En sjáum til.

föstudagur, febrúar 20, 2009

Helvítis frinking frink

Kg hefur ekki fækkað. Nú er það bara massíf anorexia á línuna. Æla eftir máltíðir og fara ekki undir 100 km vikur.

Það er ekki eins og ég hafi legið í sykri eða massífri átveislu. Skil ekki, fatta ekki og bara get ekki ímyndað mér annað en bilað mælitæki.


ansk, djö, frink

Lykillinn er því mataræði, mataræði og að æla því.......

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

60 k í vikunni 204 k í febrúar og 282 k frá áramótum

13 í dag. Sem þýðir samtals 60 í vikunni.........nú er það tveggja daga pása.

Hnéin aðeins farin að láta vita af sér, auk smá bakverkja. Enda búinn að taka 204 km í febrúar + 78 í janúar sem er helvíti góð aukning.

Þarf að fara að lyfta og styrkja mig á næstunni. Þó ekki fyrr en ég hef náð niður fyrir 90 kílóa markið.

Þetta þýðir í raun að ég hef brent um 34000 kaloríum. Svo er það bara spurning hvað ég er búinn að éta margar kaloríur.

við sjáum til á morgun. Þá er stóridómur

Látum okkur sjá

20 mánudag, 14 á þriðjudag og 13 í dag. Samtals 47, þreytan farin að segja til sín. Nú verður maður að fara að skoða einhverja próteindrykki og stuff. Annars á maður á hættu að missa of mikið af vöðvum.

Hvað um það ég ætti að ná 13 á morgun og þá er vikuplanið komið og ég get tekið mér 2 daga frí.

Það verður gaman að sjá hvað viktin segir á föstudaginn. 3 vikur síðan ég fór á hana síðast og þá var ég 99.7 kg. Ef ég er ekki kominn í 96 kg eftir þessa törn þá verð ég fyrir miklum vonbrigðum enda búinn að hlaupa um 200 km á þessum þremur vikum og brenna um 25000 kaloríum. En þar sem að það eru um 8000 kaloríur í kílói þá þýðir þetta að ég á að vera búinn að missa 3 kíló, plús auðvitað töluvert af vatni þannig að ég er vongóður. Nú þarf ég bara að brenna um 80.000 kaloríum í viðbót. Þá er ég kominn niður í það sem ég vill vera 82-85 kíló. Eitthvað sem ég hef ekki verið í 10 ár.

Here is hoping......

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Var aðeins of bjartsýnn í gær

fór ekki nema 5 þar sem ég hafði farið á klukkutíma fótboltaæfingu þá gerði ég ráð fyrir að markmiðið hefði náðst.

En í dag eru það bara komnir 8. Sé til í kvöld.

mánudagur, febrúar 16, 2009

Ný vika og mælirinn núllstilltur

8 km í morgun, 5 km í hádeginu og stefni á 7 í kvöld.

20 k á einum degi. Not bad for a fatty

sunnudagur, febrúar 15, 2009

Aðeins 7 km í kvöld

Það þýðir 90 km vika......nokkuð sáttur. Verð líka að eiga eftir 100 kílómetrana. Annars verður maður að fara enn lengra og ég er nokkuð viss um að líkaminn þurfi aðeins að minnka áður en það gerist. Markmiðið sett á lágmark 50 km viku næst.

Stórhlaupaviku lokið með helvíti fínni tölu

7 á laugardag og 7 í dag total running komið í 83 km

Alveg spurning um að taka 17 í kvöld... það er alveg hægt..........hugsa málið á eftir

föstudagur, febrúar 13, 2009

var að klára 15 k

Það þýðir að ég er kominn í 25 í dag, og total upp á 69. Ætli maður geti náð 100 km viku?

Myndi glaður vilja segja að það hefði verið eins og að drekka vatn en 25 km á einum degi er greinilega aðeins of mikið fyrir of-feitan benz eiganda. Enda er það ekki svo að ég sé að hlaupa þetta á 10.5 allan tímann. Ó nei. Ég fer 500 metra á 7,5 og 500 metra á 10,5 þangað til ég spring og þá er það bara afgangurinn á 7,5. Ég maxaði í 5 km til að byrja með en er nú að ná 8-10 km.

Verð samt að taka mig á í þessu ef maður á að vera í standi til að hlaupa 42 k í einu.

kv
Forrest Gump

10 k í morgun

54 k total og vikan ekki búin. stefnir í 60 plús.

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

19 í dag, já og Ora baunir eru SVO íslenskar

Hljóp að vísu ekki nema 14 km en labbaði hitt.

En þar sem ég er að fara að blóta þorran þá þori ég ekki annað en að taka á því. Það er víst mikið étið og drukkuð á svona blótum og því er einsgott að vera aðeins búinn að ná af sér.

kv,

Hjari veraldar

Total running

5 í gærkvöldi og fjórir núna fyrir hádegi, stefni á 8 í kvöld.

Þetta lullast áfram

Skelfilega er maður að verða leiðinleg manneskja, bráðum tala ég bara um byssurnar mínar og magavöðva.

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Morgunógleði

5 kílómetrar og bumban farin að síga ögn minna. Nú þarf ég bara að fara 5 í kvöld aftur þá er dagsverkinu lokið.

Nenni ekki að tjá mig um Klepp en vona þó að menn fari að sjá að sér. Veiða eins og einar 30 þúsund hrefnur og bjargi þar af leiðandi landinu frá hungri. 5000 kall kílóið skilst mér. Það er ágætt. Ég væri til í að borga svipað fyrir að taka nokkur kíló af mér.

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

10 í dag og 5 í gær

Það eru 15 þá eru 35 eftir. Þarf því að hlaupa tæpa 9 km næstu fjóra.

Hlýtur að takast.

sunnudagur, febrúar 08, 2009

Áfram UTD you can do it.

Fór 5 km á föstudag, fjóra á laugardag og hvíli í dag.

það þýðir 53 km í einni viku.

Asskoti gott. Nú er bara að halda þessu róli næstu 24 vikurnar

fimmtudagur, febrúar 05, 2009

10+2 = frinking 1 klukkutími og 25 mín

12 kílómetrar á 1 klukkutíma og 25 mínútúm, þetta er hörmung. Það sorglega við þetta allt er að ég er anskoti þreyttur.

Hvernig í ósköpunum hleypur þessi eyðimerkurrotta 42 kílómetra á 2 klukkutímum.

ANSK og DJÖ

Walk alone, rafa

Á meðan snillingurinn Rafa stillir upp liði eins og Guðjón Þórðar, vörn vörn vörn þá hljóp ég 9 km. En þess fyrir utan þá labbaði ég 4 km úti sem þýðir að ég náði 13 km í gær.

Hversvegna er verið að stilla upp 4-5-1 í hverjum einasta leik. Að tapa stigum í 6 af 9 síðustu leikjum er skandall sérstaklega þegar maður skoðar hvaða lið var verið að spila við.
Maður skildi ætla að þegar lið eru á toppnum þá geta þau spilað fótbolta. Fyrir ykkur sem segja að Rafa sé snillingur þá þýðir ósköp lítið að vinna Chelsea tvisvar en tapa stigum gegn Stoke, Hull, Wigan, Fulham ofl. 9 jafntefli er bara ekki merki um snilligáfur.

Meðan ég man Keano skoraði 3 mörk í tveimur leikjum þar af frábært mark gegn Arsenal, Liverpool var í efsta sæti. Hann er svo hafður á bekknum eða ekki með næstu þrjá leiki og Liverpool gerir 3 jafntefli. Vinnur síðan Chelsea eins og það bjargi einhverju. Á meðan Keano var hjá Liverpool þá var liðið í efsta sæti deildarinnar í fyrsta skiptið síðan 199 og eitthvað. 7 mörk og 5 stoðsendingar í 28 leikjum. Hann hefur spilað 1633 mínútur það eru 58 mínútur í leik. Hann hefur aðeins klárað 6 af þeim 28 leikjum. Kuyt hefur á meðan spilað 2330 mínútur og skorað 5 mörk. Það þýðir heldur ekki að tala um að hann sé notaður sem kanntmaður þegar liðið spilar 4-5-1 þá eru kanntmenn notaðir sem sóknarmenn. Það er að segja að liðið verst 4-5-1 en sækir 4-3-3. Eða á að gera það.

Það hlakkaði í mér í gær, þegar ónefndur Spánverji gat ekkert og þegar Hollendingur kom inná og gat ekki blautan. Það hlakkaði í mér þegar táningur skoraði mark á 118 mínútu og það á eftir að hlakka í mér þegar UTD vinnur 3 árið í röð, jafnar 18 titla Liverpool og er í bestu stöðu til að vinna á næsta ári vegna þess að þeir kaupa leikmenn og nota þá.

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Fatman Walking

11 km í gær.

Verð að gera betur í dag.

kv, Úr norðri

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Keano

Helvítis fokking fokk.

Hvað í andsk. Því í ósköpunum eru menn að selja eina sóknarmanninn. 7 mörk í 27 leikjum. Gefur ekki alveg rétta mynd því hann spilaði mjög fáa heila leiki og var þó nokkru sinnum varamaður. Nær samt að skora 7 mörk. Á meðan Kuyt hefur skorað 5 í 30 leikjum. Já ég sé það þetta er lélegur leikmaður. Arsenal leikurinn var bara heppni. Nei! Torres var meiddur þannig að Benitez neyddist til að nota Keano og hvað gerist hann skorar frábært mark.

Og nú þarf maður að fara að fylgjast með Spurs aftur. Eins og það er nú leiðinlegt.

Djöfulsins bull. Gátu þeir ekki beðið þangað til í sumar með þessa vitleysu og þá hefði nú jafnvel verið hægt að selja karlinn til klúbbsins sem hann á að enda ferilin hjá WOLVES.

Liverpool á ekki eftir að vinna neitt á þessu ári. En mikið skelfilega væri gaman að sjá leik 24. maí þar sem Liverpool þarf að vinna Spurs til að halda meistaradeildarsætinu og Keano skorar þrjú.

Tími til kominn að láta Benna fara.

mánudagur, febrúar 02, 2009

Þegar ég var í Nam

Þá hljóp ég milljón kílómetra en núna er það 4 km í gærkvöldi aðrir 4 núna í hádeginu og svo 6 í kvöld. Látum það nægja.

sunnudagur, febrúar 01, 2009

Ég er sko ekki að hætta!

Bara svo það sé alveg á hreinu þá er ég ekki að hætta í pólitík.

Af hverju þarf hún að endurtaka þetta aftur og aftur þegar nóg hefði verið fyrir hana að segjast ætla að taka sér hvíld til að jafna sig á heilaæxli. En nei það var nú ekki hægt. Konan þurfti að vera á öllum fundum, taka þátt í öllu plottinu í samræðupólitíkinni sem er svo augljósleg innan Samfylkingarinnar. Hljómar frekar eins og einræðupólitík sem fylgist vel með marklausum skoðanakönnunum 800 manna. En þegar hún svo mætir 2000 manns í eigin persónu þá eru það ekki þjóðin. Auðvitað átti hún að taka sér strax frí. En hvað segir það okkur um flokkinn hennar.

Því í fjandanum þurfa menn á henni að halda í öllu þessu. Er engum treystandi öðrum en fárveikum foringjanum að leiða þetta skip. Það sást kanski best þegar hún var erlendis fyrir rúmlega viku að allt ætlaði um koll að keyra í flokknum. Varaformaðurinn þurfti meira að segja að segja af sér vegna þess fárs.

Ég vona bara að hinn þögli meirihluti falli ekki fyrir þessari vitleysu og kjósi með hausnum.

föstudagur, janúar 30, 2009

"Erum í frábærri stöðu"

Fyrir fjórum vikum sat liðið í efsta sæti, UTD gat ekki náð þeim að stigum. Síðan er liðið búið að gera þrjú jafntefli, auk jafnteflis í bikar. Situr nú í þriðja sæti og UTD getur komist 5 stigum framúr liðinu. Er þessi maður algerlega að missa það. Tvo leiki nánast í röð tekur hann sóknarmann útaf og setur inná varnar eða miðjumann í stöðunni 1-0. Báðir leikirnir fara 1-1. Er ekki spurning um að maðurinn viðurkenni mistök sín. Hendi Kuyt og Hyppia út úr liðinu og setji inn menn sem kunna fótbolta, KEAN og AGGER. For kræing át lát.

UTD má ekki vinna þriðja árið í röð. Það bara má ekki gerast.

Hvað gerir einbjörn núna

Ég er ekki að átta mig á því hvernig þetta fyrirkomulag VG, SF og Framsóknarmanna er betra en það sem var.

Framsókn var hluti af þessu hallæri í 12 ár. Samfylkingin er búin að gleyma því að hún var að hluta til við stjórnvölin fyrstu 4 árin.

Er það bara tilkoma VG sem gleður svona mótmælendur? Ef svo er þá þýðir það að VG voru að mótmæla, ekki íslenska þjóðin.

Ég vill kosningar strax. Ekki þetta kosningarblaður út í eitt.

VG munu bara fá 22% atkvæða, SF fær 22%, Framsókn 10%, Frjálslyndir 5%, Sjálfstæðisflokkur fær 28% og nýtt afl(hvað sem það mun verða) mun skrapa saman í 9% og afgangur verður auður og ógildur. Kosturinn verður að sjálfsögðu að ekki geta tveir flokkar tekið sér saman um að stjórna landinu, málamiðlun ofan á málamiðlun mun gera okkur steingeld.

Mér þykir það leitt en við Íslendingar erum svo lítið fyrir breytingar að við kjósum frekar óbreytt ástand en óvissu og nýtt fólk. Vonandi hef ég rangt fyrir mér. Best væri auðvitað að fá að kjósa þann sem mann langar.

fimmtudagur, janúar 29, 2009

Meira hlaup, minna mal

Veit ekki hvað ég fór langt, vantar svona handtæki sem segir mér allt um ferðir mínar. Kostar "bara" 35.000. En fyrsta útihlaupið eftir áramót var núna í dag og ef eitthvað er að marka vegskylti þessa lands þá voru þetta 8 km

Vei.

Minni fólk á að venjulegur tími fyrir afgreiðslustúlku á að koma sér inn í starf er 1-2 mánuður. Hvað ætla þessir þingmenn að gera????? Kjósa strax, ekkert bull.

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Skokkið heldur áfram

5 km laugardag

8 km á sunnudag

5 km mánudag

ekkert í dag....helvítis leti. En eins og Bárður segir nú þarf að fara að breyta þessu yfir í lengri vegalengdir. Enda er bumban orðin aðeins minni og líkaminn farinn að þola 8 km í einu án vandræða. Djöfull eru jólin að skemma fyrir manni. Var 97 kg 19 des en 103 3 jan. Helvítis ofát og læti

kv,

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Vikan, to date

Laugardagskvöldið, 5 km

Þriðjudagur 5, km

Miðvikudagur, 5 km

En svo er maður auðvitað stoltur af því að vera Íslendingur núna. Það er svo gaman þegar fjölmiðlar segja að aðeins 2000 manns séu að mótmæla að kvöldi til á mánudegi. Eins og um sé að ræða 2 aðila. Eða að um 7000 séu á Austurvelli að degi til.

Það er skemmst frá því að segja að miðað við höfðatölu þá þyrftu milljónir manna að vera að mótmæla annarstaðar til að um sambærilegt sé að ræða.

Það er líka gott að hugsa sér þessa tölu í samhengi við flokkana sjálfa sem stjórna þessu landi.
Gild atkvæði 2007 voru 182.000 af 221330 sem máttu kjósa.
Í síðustu kosningum þá fengu flokkarnir;

Framsóknarflokkur 21.350
Frjálslyndiflokkur 13.233
Samfylkingin 48.743
Sjálfstæðisflokkur 66.754

Aðrir 5.953

Sjálfstæðisflokkurinn sem er fjölmennasti flokkur landsins hefur tæplega 2.000 manna flokksþing. Það eru þeir sem ákveða stefnu flokksins fyrir 66.754 kjósendur hans. Ef þeir 2.000 manns eru marktækur þverskurður sjálfstæðismanna til að koma sér saman um ýmis mál sem varða stjórnun þessa lands þá má með sömu rökum segja að þeir 8000 sem mæta á Laugardögum og öðrum dögum til að mótmæla séu marktækur þverskurður á alla kosningarbæra einstaklinga í landinu.

Hafið það í huga næst þegar þið veltið vöngum yfir þessu "fámenni" sem mótmælir í miðbænum. Samtals fá Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin 3500 manns á sín flokksþing sem svo stýra því hvernig þessu landi er stjórnað.

kv,
frá Akureyri

laugardagur, janúar 17, 2009

Búinn

Eins og litlu börnin segja, þá hugsaði ég, búinn!!!

6 í morgun og aðrir 6 í kvöld.

En hvað maðurinn er haldinn mikilli sjálfspíningarhvöt.

Hvet ykkur samt til að sleppa þessu bulli og leggja niður gaffalinn í staðinn, mun einfaldara og kostar miklu minna effort.

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Af haupum fituhlunka

Ótrúlegt hvað þetta er óáhugavert bloggefni, ekki það að hér sé birtingarmynd alls þess sem er áhugavert, en skítt og laggott. 4 km í gær og lyftingar í 20 mín og svo er stefnan á 6 í dag.

kv,
Vinstri hægri snú

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Aðrir sex

Þetta er samt helvíti slappt.  Verð að fara að fjölga þessu í 5 í viku. 

Á morgun, segir sá lati.

kv, 
skaflahrellirinn að norðan

mánudagur, janúar 12, 2009

Örlán til fólksins

Er þessi formaður VR ekki með öllum mjalla? Nú líkir hann íslandi við þróunarríki sem þurfi að byggja upp á sama hátt og Bangladesh og Thailand.

Hann ætlar jafnframt að lána fólki án veðs. Hver á þessa peninga sem hann ætlar að lána?
Það skyldi þó ekki vera að maðurinn sé að leika hér einhvern engil til að fegra ímynd sína sem sannast sagna þarf töluvert meira til en svona pr-bull.

Að hann skuli ekki sjá sóma sinn í að viðurkenna afglöp sín í starfi, það væri þó fyrsta skrefið. Næst væri að lækka laun sín verulega og hið þriðja væri að reyna að vinna upp það tap sem ákvarðanir hans hafa kostað sjóðsfélaga. Hvenær í þessu ferli sem hann óskar að láta af störfum, skiptir mig ekki máli. Strax væri auðvita best. En villuráfandi sauðir eru óviljugir dregnir úr dilkum sem gefa vel af sér.

sunnudagur, janúar 11, 2009

Eitt skref í einu

Ég man að ég sat fund með einum af forkólfum atvinnulífsins þegar netbólan var ekki alveg sprungin og hann talaði um að netið væri framtíðin. Ég sagði við hann já, en þú veist að það þýðir að þú átt ekki eftir að græða krónu þar sem allt á netinu á bara eftir að verða ókeypis. Það verður enginn ríkur á að framleiða loft, ekki til lengdar allavega. Amazon er ekki enn farið að skila hagnaði og þeir selja vörur.

Ég man líka eftir því að hafa setið fund með forkólfi innan verkalýðshreyfingarinnar um aldamótin þar sem hann státaði sig af því að hafa drepið fataiðnaðinn á Íslandi árið 1989. Hans rök voru þau að fataiðnaðurinn gæti ekki kept við Kína um verð. Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið hroki gagnvart starfinu.

Í dag eru hvorki fleirri né færri en 6 íslensk fyrirtæki að framleiða tískuföt, tvö að framleiða vinnuföt og sex önnur að framleiða úr ull, roði ofl sem þessi snillingur hefur væntanlega aldrei látið sér detta í huga að yrði raunin. Einhver láta sauma flíkurnar erlendis sem er miður en þrátt fyrir það þá skapar þetta störf hér á landi, í stað þess að vera dauð atvinnugrein eins og verkalýðsfrömuðurinn vildi væntanlega

Ég vill fá að vita af hverju kostar flík sem búin er til í Kína 45000 krónur (ég er bara að tala um úlpu) og af hverju borgar það sig ekki að framleiða hana hér fyrst að hún er svona dýr?
Það getur ekki tekið eina manneskju nema svona dag að framleiða eina flík, efnið getur ekki kostað meira en 10.000 kall. Bætum við vaski og overhead kostnaði og við erum samt ekki með nema 25.000 kall á flíkina.

Ég er með hugmynd fyrir Innovit- Handprjónað, framleydd af íslendingum Á ÍSLANDI fyrir útlendinga? Hver á að sauma? Nú auðvitað ellilífeyrisþegarnir og þeir, samkvæmt nýjum lögum, fá að vinna þetta án þess að borga skatta. Nýtt á Íslandi? Já já það eru bara þrjú fyrirtæki sem eru að framleiða vöru úr ull og þau eru öll svo hallærislega, ekki eins sniðug og ég.

En án gríns þá verða menn að fara að styrkja alvöru fyrirtæki sem framleiða eitthvað og skapa atvinnu fyrir fleirri en einn. Það er ekki úr vegi að muna að við erum eyja, í ballarhafi. Við keppum ekki við önnur lönd. Munum ekki gera og höfum aldrei gert, nema á einu sviði og það er að framleiða fisk. Við erum að vísu með einhverja 10 háskóla, spurning um að fara að selja háskólanám til útlendinga, nóg er það ódýrt miðað við gengishrunið.

Stærsti banki landsins fyrir hrunið var Kaupthing. Bankastarfsemi átti að vera the new thing. En Kaupthing var stærstur 50 milljarða punda virði á meðan Barclays var 2500 milljarða punda virði. Það er svona svipað og að Sparisjóður strandamanna ætlaði í samkeppni við Kaupthing. Mönnum kæmi það hreinlega ekki til hugar þætti það jafnvel fáránlega heimskuleg hugmynd. Reynum að muna þetta þegar við erum að hugsa stórt.

Munum líka að ekkert hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var fyrir aldamótin er starfandi í óbreyttri mynd, og Íslensk erfðagreining er tæknilega gjaldþrota. Fiskeldi, síldin, loðdýrarækt og bankakerfið eru farin.

Nýsköpun???

Vinsamlegast skoðið þessa vitleysu. Það er ekki eitt fyrirtæki þarna með hugmynd sem skapar atvinnu fyrir fólk. Allt loft. Allar hugmyndirnar snúast um að gera e-hvað sem tugþúsundir í heiminum eru að gera nú þegar. Svakaleg nýsköpun að vera með fyrirtæki í hugbúnaðargerð fyrir farsíma. Ef ég man rétt þá fór eitt slíkt á hausinn fyrir nokkru síðan og hét OZ.

Markaðsrannsóknir, hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að þarna sé um nýsköpun að ræða. Þetta er einhver þumbi sem þarf á skrifstofuhúsnæði að halda og þar sem enginn vill kaupa þetta loft sem hann er að selja, sérstaklega ekki í dag þá treður hann sér þarna inn. Væntanlega er maðurinn búinn að fara í HR því það eina sem menn læra þar er að búa til gagnslausar viðskiptaáætlanir.

Samfélags og upplýsingavefjum- heimasíðugerð??????? Er ekki árið 2009. Kom on fólk það eru yfir 10 ár síðan hvaða jahú sem er gat búið til heimasíðu.

Vop- voice over phone sem geta......Djöfull hjóta þessir herramenn að vera gamlir sem eru í þessari valnefnd. Já þetta er drullu sniðugt.....ég hef ekki heyrt um þetta...Nei.... þetta hefur verið hægt að gera núna í 9 ár. Hvað er......argh SKYPE anyone hvað er í gangi hérna.

Hlaup hlaup

Ekki búinn að vera nógu duglegur en kláraði 6 í dag.

miðvikudagur, janúar 07, 2009

10 k er fyrir kveifur

Ég fór 11 k múhahahaha. 900 kaloríur og ég er svangur.

kv,
C. Walker

sunnudagur, janúar 04, 2009

En fleirri km

Nú er ég búinn að fara hálfa leiðina til Þorlákshafnar á tveimur dögum. Með þessu áframhaldi þá kemst ég á Akureyri á um 60 dögum. Nokkuð gott fyrir úttaugaðan offitusjúkling.

6k og 450 kaloríur.

6 k á morgun.

kv,
the headmaster

VR

En hvað það er gaman að stjórn VR skuli vera orðin langþreytt. Það vildi ég óska að hún hætti þá og leyfði öðrum að stýra málum innan VR.

Núna fela menn sig á bak við að félagmenn VR verði að ráða sér lögfræðinga vilji þeir á annað borð fá úr því skorið hvernig túlka eigi lög VR. Þeir sem sagt ætla ekki að hjálpa félagsmönnum sínum að túlka eigin lög.

Er ég einn um að finnast þetta furðulega vinnubrögð hjá félagi sem kennir sig við virðingu og réttlæti.

En menn eru auðvitað í þessu til að ráða, drottna og útdeila en ekki að þjóna félagsmönnum sínum. Ekkert að því ef enginn nennir að taka á því.

laugardagur, janúar 03, 2009

6 k, eins og örverpin segja

Búinn með 6 km, 5% halli og 500 kaloríur. Ég lít út eins og rostungur á sterum.

Aðrir 6 k á morgun.

kv úr stigvélatjaldstæðinu.

föstudagur, janúar 02, 2009

Þetta verður klas...bíddu...sík

Næstu 9 mánuði munu þessi síða fara úr ofurheimskulegu nöldri um allt og ekkert í súperhappíégersvoduglegur maraþonblogg.

Ummálsmælingar, þyngdarmælingar, geðraskanir sökum sykurleysis og vonleysi sökum árangursleysis munu einkenna bullið ásamt nokkrum vel völdum nöldrum um allt og ekkert.

En fyrst og fremst um hvað ég er æðislegur....þetta verður legen.... Wait for it.....dary.

Þeir sem hafa tekið áskorun eru Páll Bóndi, Kristján Skáld, Þorgrímur Hnakkamella og Vladimír "er alltaf í megrun" Welles.

Þeir eru hér með farnir af stað.
Æfing á morgun(í dag). 6 km hlaup.

Næstu 3 mánuðir munu fara í að taka 10 kg af björgunarvestinu sem umliggur líkama okkar. Síðan munu allir hefja þung prógröm ala stórmyndin "run fatboy run".

Fyrirgefðu okkur kæri íþróttaálfur því við vitum ekki hvað við höfum komið okkur í.