þriðjudagur, desember 19, 2006

Gleðileg Jól og farsæla baráttu við kerfið

Nú þegar líða tekur að jólum er ekki úr vegi að skoða hvaða jólagjöf við fáum frá yfirboðurum okkar.
Hvað er það helsta sem 56 milljarðar gefa mér sem einstakling í þessu magnaða landi.

1% lækkun á staðgreiðsluhlutfalli. Vá það þýðir að ég greiði um 3000 krónur minna á mánuði en ég gerði fyrir breytingu. TAKK FYRIR ÞAÐ en þetta er ekki nóg. Er þetta lækkunin sem lofað var við síðustu þingkosningar. Eigum við ekki bara að sleppa þessari lækkun og stofna sjóher líka.

150% hækkun á hraðasekktun vegna þess að það hefur sínt sig að hækkun refsingar hefur skila færri afbrotum er það ekki. Tökum Reykjanesbrautina sem dæmi. Hvað eru mörg banaslys sem orðið hafa á henni síðan hún var löguð. 1 og það var á kafla sem á eftir að laga. Það sýnir sig auðvitað að það eru vegirnir sem eiga einhvern þátt í slysum er það ekki. Því ekki hefur hraðinn á brautinn minnkað nema síður sé. LAGA VEGINA

Svo ég haldi nú áfram á þeirri braut. "Hvað eru mörg fíkniefnabrot framin í dag miðað við árið 1992" 42 brot ef ég man rétt 1992 en 580 brot árið 2006. Ekki hefur þeim fækkað svo er víst. Eini árangurinn af því að hækka refsiramma þessara aðila er fjölgun fanga á íslandi með tilheyrandi kostnaði fyrir yfirvöld. Fjölgun á fólki sem sýnt hefur að á ekki að fara í fangelsi til að leyta bóta meina sinna. Í fæstum tilfellum er um að ræða menn sem eru að stunda innflutning af atvinnu heldur "burðardýr". KAUPA ALMENNILEGAN LEITARTÆKI Á HAFNIR LANDSINS OG AUKA GÆSLU Á LEIFSTÖÐ, GÆSLU SEM SNÝR AÐ FÍKNIEFNALEIT EN EKKI RÚMMÁL TANNKREMSTÚPU EÐA SVITALYKTAREYÐI. EF ÞAÐ ER NÁNAST ÓMÖGULEGT AÐ KOMA MEÐ EFNIÐ HINGAÐ ÞÁ NÆST KANSKI ÁRANGUR.


Hækkun á kaupmætti. Það þýðir í raun að hin tilbúna fjölskylda þessi hjón með tvö börn, hund og tvo bíla geta verslað meira en þau gátu í fyrra. Hvað með mig. Ég er ekki að sjá þessa kaupmáttaraukningu. Ég finn ekki fyrir því að hagur minn hafi batnað samfellt "miðað við kaupmáttaraukningu" síðan 2000. Mér finst ég alltaf vera í meiri og meiri gíslingu gagnvart mínum lánveitanda. Ef ég færi á atvinnleysisbætur, til að mynda, væri ég ekki lengi að missa hús, bíl og köttinn minn.

Ég er með tillögur.

1. Þeir sem hafa fengið námslán á íslandi og hafa unnið hér í 15 ár fá námslánin felld niður.

2. Þeir sem eru í námi eiga fá aðstoð frá hinu opinbera með afborganir á húsnæðum hvort sem það er leiga eða eigin eign. 12500 krónur húsaleigubætur er ekki nóg þegar leiga á 2 herbergja íbúð er 93.000. 280.000 kall í vaxtarbætur eru dropi í hafið fyrir fólk sem skuldar 20 milljónir í námslán. En hagur ríkisins af einum einstakling sem lokið hefur námi er margfaldur á við það sem sá sami einstaklingur skilaði áður en hann lauk námi.

3. Nám á líka að vera án kostnaðar þegar komið er í framhaldskóla "hvaða skólakrakki í mennta/fjölbrautarskóla hefur efni á því að greiða 100.000 krónur í skólabækur á ári þegar sumarvinnan gefur honum kanski 300.000. Hann á eftir að fara í skóla, borða sækja annarskonar nám (íþróttir, listnám ofl). Allir ættu að eiga kost á því að sækja tónlistarnám, íþróttir, listnám hverju sem það kann að nefnast án verulegs kostnaðar.

4. Sá sem líkur námi fær 1.000.000 í styrk frá ríkinu þar sem hann er svo frábær að hafa lokið námi.

5. Hækka persónuafsláttinn ekki launin. Hætta þessu óþolandi víxlverkun launahækkana. Persónuafsláttinn í 120.000 kall og það þarf ekki að hækka laun hér á landi í 4 ár.

6. Hætta að tekjutengja laun maka við þær bætur, lífeyrir hvað sem það kann að nefnast það er móðgun við þá sem byggðu þetta land að þeir fái ekki lífeyrinn sinn. Ef svo ekki er hægt að hækka þennan lífeyrir þá endilega skellið hærri vaxtarbótum á þetta fólk, hættið að taka af því skatta þegar það er orðið 70 ára. Reynið eitthvað.

7. Hvernig í ósköpunum er hægt að hafa 14% stýrivexti, það bitnar bara á þeim sem eiga ekkert eru ekki allir að sjá það.

.......Framhald við skoðun á næsta reikningi sem dettur inn um lúguna.