mánudagur, október 18, 2004

Jafnrétti fyrir alla

Nú á sér stað umræða í þessu blessaða samfélagi. Þar sem hoppað er hæð sína í loft upp vegna þess að konu vantar hér og þar. Nú veit ég að konur sjálfar vilja láta dæma sig á verðleikum sínum, sem og ég. Við auðvitað gerum okkur grein fyrir því (flest held ég) að konur eru að sækja á. Konur eru í meirihluta í flestum háskólagreinum, hafa verið í meirihluta útskrifaðra frá HÍ í nokkur ár. EN konur með mastersgráðu hafa ekki verið í meirihluta frá upphafi háskóla Íslands. Breyting verður væntanlega á þessu innan tíðar en þetta er staðreynd. Á síðasta ári munaði að vísu óvenju littlu miðað við söguna. Það þýðir einfaldlega ekki að berja endalaust hausnum við steininn og segja að það þurfi að ýta þeim að. Þær eru einfaldlega ekki komnar í meirihluta á þessu stigi og því ekki nokkur ástæða til þess að þær ættu að vera jafn margar í áhrifastöðum nema að þessi minnihluti sé hæfari en meirihluti karlmanna. Nóta bene ég hef ekki hugmynd um í hverju þessar konur hafa verið að sérhæfa sig. En mér segir svo hugur að það sé ekki stjórnun, fjármál eða verkfræði. Sem hægt er að fullyrða að er menntun meirihluta þeirra stjórnenda sem ráðnir hafa verið hingað til.

En og aftur ég er á því að hæfasti einstaklingurinn eigi að verða fyrir valinu. Því hlýtur það að vera mat byggt á einhverjum forsendum öðrum en að það vanti uppá kynjafallið. Þetta er ekki spurning um hvort það séu fleirri konur eða karlar í stöðunum. Stjórir fyrirtækja landsins hljóta að velja sér einstakling sem að þeirra mati hámarkar hagnað en ekki hámarkar vinagreiða. Það er bara ekki gott viðskiptareðli að velja vini og vandamenn.

Fyrst við erum nú farin að tala um þetta með þeirri móðursýki sem raun ber vitni þá er einsgott að færa þetta jafnrétti til allra.

Um 2 % landsmanna eru litaðir það þýðir að allavega einn þingmaður á að vera litaður
Um 11% landsmanna eru ranghentir sem þýðir auðvitað að næstum 6 þingmanna verða að vera leftýs.
Um 4% af þeim sem eru fatlaðir á þennan veg eru rétt fættir sem þýðir að 2 af þessum sex verða að vera rétt fættir.
Um 2% landsmanna eru faltaðir (æ við þyrftum kanski að fækka aðeins þeim þingmönnum sem fyrir eru)

Hvernig er svo staðan innan kennarastéttarinnar. Af hverju er ekki verið að ýta karlmönnum út í kennaranám í stétt þar sem kynjahlutfallið er 25 karlar á móti 100 konum. En þegar um er að ræða "karla stétt" eins og verkfræði þá á ýta undir nám kvenna með sérstökum styrkjum. Ef við ætlum að halda áfram með þessa kvóta þá er nauðsynlegt að allir landsmenn, svartir, gulir, bláir, rauðir, örfhentir, rangeygðir, fatlaðir, dvergar, risar og svo framvegis og svo framvegis hafi sinn málsvara á þingi því auðvitað getur ekki nokkur heilvita maður sem ekki er hrjáður af fyrrnefndum atriðum talað fyrir munn þeirra sem það gera.

Spurning hvort að við ættum ekki að fjölga þingmönnum svo hægt væri að hafa einn af hvoru kyni líka því auðvitað er mikill munur á þörfum viðkomandi sérhagsmunahópa, eftir því hvort um er að ræða karl eða konu.

Eigum við ekki bara að útbúa sér húsnæði handa hvorum aðila fyrir sig. Pör geta haft sameiginlega stofu, "mögulega"