þriðjudagur, október 29, 2002

Óður
Ég fyrir mig littla líf get ekki skilið hvurnig í ósköpunum hlutur eins og BRIDGE hefur vanabindandi áhrif á mann. Ég man eftir því að hafa séð frændur mína, komna á áttræðisaldurinn, spila þetta við langömmu mína, komna á tíræðisaldurinn. Ég man eftir því að hafa hugsað með mér. "Er það svona leiðinlegt að verða gamall? Er það virkilega komið til þess að það er ekkert annað hægt við tímann að gera þegar maður stendur á grafarbrúninni en að spila BRIDGE?" Ein svo einn góðan veðurdag labbaði inn í mitt, frekar óreiðukennda, líf, ungt gamalmenni er ber nafnið K-Bar á meðal okkar félaganna. Þessi ungi kall sem er búinn með helming æfi sinnar, tölfræðilega séð, ákvað fyrir sitt einsdæmi að kynna mér og nokkrum öðrum fyrir litlu spili sem hann lærði ungur að árum, í kaffipásum eilífðarslorsins þeirra austfyrðinga. "Strákar eigum við ekki að taka upp á því að spila BRIDGE". Mér var hugsað til allra þeirra stunda er ég sá hana langömmu mína, tannlausa, kveða upp sagnir í gríð og erg. "MEIT MLAUB" sem þýðir auðvitað eitt lauf fyrir okkur hin. Það fyrsta sem mér datt í hug, þrátt fyrir þessa skelfilegu sýn, var: "auðvitað" !?!?!?!?!?. Vegna þess að ég er þessi drengur sem tek öllum tillögum opnum örmum, og rakka þær svo niður. En mér til mikilla furðu þá tóku félagarnir undir þessa tillögu og við lentum í því að seta heilt kvöld, fjórir saman, ekki að spila póker ó nei, að spila bridge. Já og núna einni viku seinna sit ég uppi með póst frá kvart tíræðum, ekki mönnum á tíræðis aldri, heldur mönnum sem eiga eftir að láta sér leiðast það sem eftir er ævinnar, um BRIDGE. OG ÉG LES HANN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

föstudagur, október 25, 2002

Bill Gates er h*?%&$$i!!!!!!!
Tölvan er í smá fargin messi og mig grunar að Bif1468 hafi á einhvern hátt haft þau skaðvænlegu áhrif að umheimurinn hefur orðið af mikilvægum heilabrotum mínum um lífið og tilverun. En sem sagt until my farging tölva lagast. Síja

föstudagur, október 18, 2002

Corporate System Management
Eða það sem meðal okkar veiðimanna hér gengur undir nafninu CS er ásamt CM eitthvað það tímafrekasta crap sem ég hef leitt inn í mitt saklausa líf. Mér hryllir við þeirri hugsun einni saman að fara að taka niður þann tíma sem farið hefur í að drepa félagana í gegnum netið. Ég held ég geti fullyrt að ef ég hefði ekki dottið inni í þessa vitleysu þá væri ég meðal menntuðustu manna landsins. Það er að segja kominn með gráðu í stað þess að sitja heima í einhverju aflífelsis kastinu og hoppa eins og hálfviti milli kassa og kletta. Við erum sorglegar skepnur þegar allt kemur til alls. Kvörtum yfir tímaleysi og verkefnaálagi en eyðum svo öllum mögulegum sekúndum í þessa vitleysu. Ég hugsa án þess þó að ég sé að ýkja að ég hafi eydd sem svarar tæplega heilu ári fyrir framan tölvuskjáinn. Ég veit að þetta er alveg svakalegur tími en pældu bara í þessu sjálfur. 1 tímar á dag gera 7 tíma á viku sinnu 52 sinnum 18 ár en ég er einn af þessum fjölmörgu sem byrjaði í sincler spectrum hér á sínum tíma. Þetta gerir um 6552 stundir en það eru 8736 klukkustundir í ári. En nóta bene það hafa komið fyrir tarnir (37 tímar stanslaust)og það hafa komið fyrir þurrir tímar (6 mánuðir sökum tölvuleysis)þannig að ég tek meðaltalið. En ég er alveg vissum að ég er nær hærri tölunni ef við værum í nákvæmum mælingum. Sú staðreynd ein og sér fær mig samt ekki til að viðurkenna að ég sé veikur á tölvugeðinu nei það er ekki fyrr en ég hugsa til þess að þetta er LEIKJA tími, ég á eftir að taka saman allan net-tímann (fótbolti,fréttir,kvikmyndir,porn og allt það bull sem maður er að skoða) tölvufikt (þetta bill gates fífl er ekkert allt of klár í forritun). Ég eyddi meira að segja drjúgum tíma um daginn í að skoða límbandsrúlluvef sem tilverusnillingarnir voru að benda á. En ofan á þetta þá horfir maður að sjálfsögðu á kvikmyndir, sjónvarpið fer á æfingar og spjallar við félagana og að sjálfsögðu konuna ,heimsækir, ásækir og ofsækir. Ég geri semsagt allt annað en að læra (alla vega skil ég ekki hvar ég kem því forriti inn í þessa úrsérgengnu microsoft office 95 vél sem ríkur upp úr við það eitt að hugsa um morgundaginn. Sem ég þarf að fara að gera í stað þess að bulla hér. Ég er farinn að hoppa. eh ég meina að læra.

fimmtudagur, október 17, 2002

Sick
Það er skelfilegt, þegar hugsað er til þess að 21 öldin er að hefjast, að við skulum en búa við þær aðstæður að heitavatnið sé bilað. Ég skil heldur ekki hvernig það getur átt sér stað bilun á heitavatni eða borholu. En við þetta hef ég þurft að búa síðan í gær og kuldinn inn í herbergi mínu er kominn niður fyrir frostmark. Slímið í hálsinum er farið að harna og heilinn á mér er í tilvistarkreppu, sem lýsir sér í því að hann er að reyna að komast út úr líkama mínum með tilheyrandi óþægindum fyrir höfuðkúpuna mína. Nefið á mér er orðið uppspretta fyrir fleirri bakteríur en fyrir finnast í rannsóknarstofum í Írak. Eyrun eru hætt að virka þannig að ef mér dettur í hug að ætla mér að standa upp þá fell ég umsvifalaust á hausinn aftur og ég er með þessa stanslausu ógleðitilfinningu. Allt þetta leiðir til þess að hugsanlegri heimför minni er stefnt í voða þar sem Snæbjörn Valur er ekki með fullmótaða viðmótstöðu gegn þessum sýklahernaði mínum. Ég er ekki að fara að gera einhverja tilraun á mótstöðuafli lilla míns eins og staðan er í dag. Ætli ég haldi bara ekki áfram að liggja upp í rúmi og vorkenna sjálfum mér.

miðvikudagur, október 16, 2002

Landsliðið
Það hlýtur eitthvað að vera að hjá þjóð sem státar sig af því að vera "snillingar miðað við höfðatölu" í knattspyrnu en getur svo ekki unnið leik án þess að vera einum færri. Nóta bene ég er ekki að rakka niður getu einstakra leikmanna heldur þá hæfileika þjálfarans til að velja úr þessu stóði okkar, leikmenn sem eru ekki orðnir nægjanlega þroskaðir til að takast á við verkefni eins og að spila heilann leik. 433 er kerfi sem ég skil ekki hjá honum atla. Það dugar kanske hjá liði í íslensku deildarkeppninni en hvað er lið eins og íslands sem má þakka fyrir stig gegn norður írum að gera með að stilla upp þremur framherjum. Ok þetta eru tveir framherjar og vængmaður en þessi vængmaður sem á að styðja sóknina er sóknarmaður hjá félagsliði sínu, kann ekki að verjast og hugsar fyrst um sókn síðan vörn. Hann getur ekkert að því gert hann er bara svona. Hvað hafa leikmenn eins og MAREL BALDVINSSON (sem varla fær að spila heilann leik með liði sínu) og Haukur Ingi (sem mun spila í íslensku 1 deildinni (úrvals, 1,2,3 deild)) að gera í þetta lið. Er það svo hræðilegur glæpur að óska eftir því að fá að spila meira með landsliði sínu að menn er ekki valdir í liðið. Tryggvi G. sem er með markahæstu mönnum í norska boltanum kvartaði yfir því (skiljanlega) að vera settur á kantinn. Hann fær ekki einu sinni að vera á bekknum núna. Þórður G. sem er að brillera í þýska boltanum (þýsku úrvalsdeildinni) telur að hann eigi að skipa meiri sess innan liðsins og hann fær ekki einu sinni að verma bekk liðsins. Á meðan eru bræður hans báðir í hópnum þrátt fyrir að þeir spila í ensku 1 deildinni og með varaliði BETIS. Og hvað er í gangi með þessa vörn. Við erum með einn besta markvörð evrópu en svo erum við að raða í kringum hann leikmönnum sem vita ekki hvar þeir eiga að vera inn á vellinum í föstum leikatriðum. Við höfum alla burði til að vera með frambærilegt lið. En einhverjar húsmæður í vesturbænum hafa lagt blátt bann við því að menn eigi sinn frítíma sjálfir og verði þeim fótaskortur á tungu eða skapi þá skulum við henda þeim út úr hópnum. Ég held að þessir menn megi skemmta sér í friði. Það á ekki að skipta höfuð máli. En svo að lokum hvaða kröfur er hægt að gera til liðs sem samanstendur af það sem er kallað squad leikmönnum úr 1. og 2 deildarliðum á skandinavíu og Eið Smára og Rúnka. Alla vega. Ég er á því að við eigum að velja bestu (ekki bestu þrjá sóknarmennina og dreifa þeim svo um völlinn) leikmennina í hverja stöðu, pakka í vörn, spila nógu leiðinlegan enskan bolta og vonast eftir einu marki úr horni eða aukaspyrnu. A la NORGE. Ég vill frekar gera 0:0 jafntefli við skota en að tapa tvö núll. Með þessu áframhaldi þá rúlla færeyjar yfir okkur þar sem skipulagið hjá þeim er mun betra en hjá okkur. Þeir gera 2:2 jafntefli við skota og tapa 2:1 fyrir þjóðverjum á meðan við erum í basli með Andorra. 4:0 fyrir þriðjudeildarleikmönnum spánar er ekki eitthvað sem ég hrópa húrra yfir.

fimmtudagur, október 10, 2002

Jæja
Hvar er konan mín?????? Kannski er póstþjónninn minn eitthvað í ólagi, en hún svarar ekki í síma. Þannig að ég auglýsi hér með fyrir umheiminum eftir henni. Allir þeir sem urðu ferðar hennar varir frá því klukkan 14:00 miðvikudag til klukkan 12:00 fimmtudag (dagsins í dag). Þetta er annars búið að vera bærileg miðað við allt. Svolítið búinn að sofa yfir mig en það er ekki hundrað í hættunni ef menn mæta í dæmatíma, það er að segja hér um slóðir. Hvað um það ég held að ég stúderi aðeins lögin betur og blaðri út í loftið síðar.

mánudagur, október 07, 2002

Helgin búin
Þá er þessi hörmungarhelgi búin. Ég vona að þessi endir á helgi sem var núna gerist ekki á minni stuttu æfi aftur. Hugur minn hvílir hjá skyldfólki mínu sem á sérstaklega um sárt að binda núna í dag. Ég vona að það verði einhver sólaglæta sem nái að skína í gegn áður en yfir lýkur. Ég er ekki maður í að bulla eitthvað núna. Kannski á morgun.
Valli

föstudagur, október 04, 2002

Valli
Ég nenni ekki að ræða meira um sjálfan mig því það er eitthvað það leiðinlegasta sem ég geri. En mig langar aðeins að segja mína skoðun á hlutunum því það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef yfir mörgu að kvarta og sé ekki ljósan punkt í neinum hlut (nánast). Það gæti verið að aðalástæða þess sé slakt gengi liðsinsmíns, ég skal ekki segja um það. Ég veit þó að skapið í Manuar mönnum er svona svipað og hjá mér þessa daganna. Þeir hafa þó getað fagnað aðeins oftar undanfarin ár. Skít og laggott ég nenni ekki að spökulera í því.

Ég vaknaði í morgun. Ef morgun skildi kalla vitandi það að hér um slóðir eru menn ekki sérlega morgunglaðir á föstudögum. Ástæður kunna að vera margar en í dag keyrði um þverbak því þegar ég mætti í dæmatíma þá varð ég nánast drukkinn bara af ilm einum og sér. Það vildi ég óska að yfirvöld okkar ágæta skóla tækju sér til og hættu að neyða fólk í dæmatíma því þá þyrfti maður ekki að mæta (föst and formost)og þá mætti manni ekki sama stækja og var á hverfisbarnum kvöldið áður . Aní hú ég er farinn að skjóta mann og annan. Ég er ekki í stuði í kvöld.

kveðja

fimmtudagur, október 03, 2002

Valli
Svo ég haldi nú áfram með sjálfan mig. Ég er eins og áður segir 26 ára og farinn að verða hálf boltalaga. Ég er lofaður, með trú fyrir framan yndislegri stúlku sem á óútskýranlegan hátt hefur þolað samveru mína í rúmlega sex ár. Saman höfum við náð að fjölga heiminum um einn lítinn hnoðra. Nafnið er eithvað á reiki en mig grunar nú að allt verði komið í orden 13 næstkomandi.
kv, valli

miðvikudagur, október 02, 2002

Valli
Ok ég get ekki verið minni maður heldur en svan og þar sem ekki sála skoðar þetta, hvað þá gerir athugasemd við þær stafsetningarvillur sem hér kunna að leynast. Þá er upplagt að koma mínum skoðunum á framfæri á jafn áhriamiklum miðli eins og netið er e.... eða þannig. Nú ef þú slysast hérna inn og ert ekki sammála því sem hér er sagt endilega haltu því fyrir þig. Þetta er mitt lýræðislega einræði og það sem hér er skrifað endurspeglar ekki skoðanir Íslendinga eða annarra jarðarbúa. En hafi þú gaman af endilega láttu mig vita.
Hver er Valli
Eða hvar er valli? Eins og svo margir frumlegir einstaklingar hér upp á Íslandi segja þegar þeir heyra þessa styttingu á nafni mínu. Where Is WALDO? Heitir þessi heimskulega teiknimynd. Ég er viss um að þessi ofurnörður sem þýddi þessa þætti upp á hana íslenskuna hefur haft eithvað á móti okkur Völlum þessa heims. Hvar er Valdi? Þetta var ekki svo erfitt. Þetta krafðist ekki heilabrota. Ef tími þinn er svona dýrmætur hvort eð er hversvegna í fjáranum datt þér ekki í hug að mennta þig í öðru en ensku.
Hver er Valli önnur tilraun
Valli er kallaður (ungur) maður er gefið var nafnið Valgeir Jens (stundum kallaður ekki sjens). Hvernig foreldrum mínum datt þetta nafn í hug fæ ég aldrei skilið en hvað um það eftir alla Valdó komplexana og allt stamið í útlendingum, ég tala nú ekki um þegar þeir heyra hvers son ég er en faðir minn er kenndur við föður almáttugan, skapara himins og jarðar og allt það krapp. En ég er fæddur á því herrans ári 1976. En þar sem hann svan er farinn að reka á eftir mér þá snakka ég síðar um sjálfan mig.
Kveðja að vestan