mánudagur, september 27, 2010

Mánuðurinn á enda

Búinn að fara 80 km í þessum mánuði. Aðalega í kringum leitir. Búinn að éta eins og svín, og kvíða mánaðarmótum upp á hvern einasta dag.

Sjáum til.

þriðjudagur, september 07, 2010

5 km interval brekkuhlaup

Fyrsta æfingin búin.

5 km interval.

10*200 metrar á 4:20-4:40 hraða upp brekku. Passa hlaupastíl.
10 *200 metrar á 6:30 hraða niður brekku. Passa hlaupastíl.
1 km á 6:00.

Næst er að fara lengri ferð.

Eat like a poor person - þvílíkt ráð

Staðan í dag -
215 pund eða 97 kíló. 21 km á 2:02 með smá taflpásu 7 mín. Náði s.s. að halda rétt rúmlega 5:30 hraða og leið vel eftir hlaupið - var ekki ónýtur eða á annan hátt óvinnufær.

Hvíldarpúls er 60-62 í dag en hann var um 72 síðasta sumar.

Markmið næsta sumars er;

fyrst og fremst að komast í 186 pund eða 84,5 kíló.
Ef það tekst þá taka við markmið hér að neðan ef ekki þá þarf ég að fara að borða eins og fitusogskallinn sem var að deyja yfir að þurfa að borða hrökkbrauðsneið (1/2).

Hlaup á 4;55 tempói - 21 km. Án þess að það taki verulega á.
Hjóla á um 28 km tempói 90 km.
Synda 100 á 1:30 að meðaltali 2 km.
Hvíldarpúls í 50.

Það gefur mér hálfan Iron man á c.a. 5:30 sem er markmiðið að ná í lok næsta sumars (hér um bil).

Frá og með 1. október er æfing einu sinni á dag og er hún skilgreind sem lágmark 1. að hlaupa 5 km, 2. synda 800 metra eða 3. hjóla 20 km.