fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Bowling for Columbine
Ef það er einhver mynd sem þú ættir að sjá þá er það þessi mynd
If there is a movie you should see it's this one

Það gefur auga leið að ég er litaður í minni umfjöllun um Bandaríkin en hér er maður sem er búinn að vera í NRA alla sína tíð að fjalla um byssur og bandaríkjamenn. Virkilega góð heimildamyn. Besta mynd sem ég hef séð í áraraðir hvort sem það er kvikmynd eða heimildamynd.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Kúrdar
Hér er komin ástæða númer eitt tvö þrjú og fjögur fyrir því að bandaríkin ættu að fara í stríð við Íraka. Hversvegna í ósköpunum er þessi hluti máls ekki viðraður á opinberum vetfangi. Í Írak eru 3 kúrdar á hverja 5 íraka. Það mun vera hlutfallslega stærsta þjóðarbrot sem ekki hefur nokkurn rétt hvorki til þess að stjórna landsvæði sínu (sem sjálfstjórnarhérað) né eitthvað um það að segja hvort tungumál þeirra er kennt í þeim héruðum sem þeir eru fjölmennastir sem eru fjöldamörg héruð í Írak. Allt frá þjóðarsamningum 1923 hefur Kúrdum verið lofað hinu og þessu en ekkert hefur verið gert í því að bæta kjör þeirra og stöðu á alþjólegum vetfangi. Undirskrifaðir voru samningar þess efnis að Kúrdum yrði útvegað land, þeim veittur sjálfstjórnaréttur en ekkert hefur gerst í 80 ár. Hversvegna? Stórveldi heimsins nú og þá hafa að yfirlögðu ráði komið í veg fyrir þetta. Fyrst voru það bretar sem stóðu að baki Írökum og hjálpuðu þeim á miskunarlausan hátt við að berja niður uppreisn Kúrda. Þar á eftir tóku Bandaríkjamenn við. Samskipti Íraka við Sovétríkin voru líka góð. Hvað liggur að baki? Það liggur eiginlega í augum uppi. Í kúrdistan eru einhver mestu auðæfi sem finnast hér á jörðu. Olía er þó ekki eina ástæðan því Kúrdistan er fjallendi og aðal forðabúr þess rafmagns sem Írakar nota. Barátta Kúrda hefur líka verið þögguð niður á alþjóðavetfangi því það hentar ekki stórveldunum að styggja Íraka. Það vildi ég óska að menn notuðu þetta sem átyllu frekar en að týna til tvo sprengjuodda sem geta borið efnavopn. 1988 voru 4000 kúrdar drepnir í einum vetfangi með efnavopna árás á Halabja í Kúrdistan. ÞETTA er árstæða fyrir innrás. Það er ekki ástæða að verja Kuveit sem er fyrrum olíuvinnslustöð í Írak sem Bretar breytu í land. Það er ekki ástæða að ógn stafar að heimnum vegna Sadams Huseins. Það er helur ekki ástæða að einhverjir tveir aðilar hafi talað saman um að blekkja eftirlitsmenn. Hvað vitum við hvað Bandaríkin búa yfir. Talað er um að tengsl séu á milli Al Qaeda og Sadams. Voru ekki til sannanir fyrir tengslum Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Al Qaeda. Var ekki búið að sjá það út að Pakistan aðstoðaði Al Qaeda.
Í mínum augum er Írak á sama stað og Ísrael.
Það sem mér finst endurspegla málstað kúrda og afstöðu þeirra gagnvar sínu heimalandi sem er í raun Írak er að þeir styðja ekki einu sinni áras Bandaríkjamanna á Írak.