fimmtudagur, júlí 14, 2005

Hvað er að því að ráða þann sem maður vill?

En til þess að svara spurningunni hlýtur maður að spyrja sjálfan sig er maður virkilega tilbúinn að vinna með einvherjum sem á pappírum er frábær til þess að gegna því starf sem maður er að leita aðstoðar við?

Á ég að treysta CV-i og þá um leið starfsreynslu, sem skiptir svo miklu máli þegar verið er að ráða í stöður. Á ég að horfa í skýrteinin? Hvernig ætti ég nú að horfa á þau, einkunn (auðvitað), tegund menntunar (skiptir svo sem ekki máli svo lengi sem það tengist starfinu)

Það sem skiptir mig máli er hvernig er að vinna með viðkomandi einstakling.

Hvernig í ósköpunum kemst ég að því hverskonar einstaklingur er að sækja um hjá mér. Ef hann er svona æðislegur af hverju er hann atvinnulaus? Efhann er ekki atvinnulaus af hverju er vinnuveitandinn tilbúinn að missa hann? Er hann einn af þeim sem er alltaf að skipta um starfsvetfang?

Ég geri mér auðvitað fulla grein fyrir því að það eru forrétindi að vinna hjá mér en það er smá grunur sem læðist að mér.

Ég ræð því einhvern sem ég þekki, enda hefur það gefið vel af sér.
Fjórir af mínum nánustu samverkamönnum í dag útskrifuðust með mér á sínum tíma og ekki hafa þeir skapað mér vandræði. Svo er ég nýbúinn að ráða þann fimmta til starfa hérna hjá mér, það getur varla klikkað.

Auðvitað er það í þágu vinnustaðar míns að ég hafi hæft starfsfólk sem ég get unnið með. Faglega séð er það ábyrgðaleysi af minni hálfu að ráða hingað inn einhvern sem er alltaf að nöldra um hluti eins og faglega stjórnun, akademísk vinnubrögð, óflokksbundin tengsl o.sv.frv. vinnustaðarins og þá ímynd sem vinnustaðurinn er að fá.

Svona á þetta að vera og svona verður þetta. Davíð gerir þetta, Ingibjörg gerir þetta, það barasta allir gera þetta og því ætla ég að ráða þann sem ég vill. Hver nennir svo sem að vinna með einhverjum sem veit betur en maður sjálfur.

fimmtudagur, mars 31, 2005

Aftur og en....

Samkvæmt nýrri fréttatilkynningu þá er gert ráð fyrir því að skuldir borgarsjóðs lækki um 1264 milljónir á árunum 2005-2008. Hreinar skuldir, að frádregnum peningalegum eignum, muni nema 4,8 milljörðum króna í lok áætlunartímabilsins, eða 166 þúsund krónum á íbúa og hafi lækkað um 9%.

Ha....hvað er það þá þá mikið sem borgarsjóður skuldar, ekki heildarskuldir samstæðunnar.
Aha samkvæmt hagstofunni eru í
Reykjavík
Karlar 55.932
Konur 57.798

Hver og einn einasti skuldar sem sagt í dag 166000* 1,09 kr hvað gerir það mikið = 113730*180940= 20.578.306.200 eða 20 (milljarða)578 (milljónir) 306 þúsund krónur. Ég bendi á að heildar eignir á móti heildarskuldum eru í dag í mínus upp á 6 milljarða samkvæmt þessari niðurstöðu.

Vel gert Ingibjörg Sólrún Gísladóttir...Vel gert. Það er þá bara vonandi að íslenska þjóðin sjái sóma sinn í að gera þig að Forsætisráðherra í næstu kosningum svo þú getir nú toppað þetta. 1,16 milljarðar skuldaaukning á ári í mesta góðæri íslandssögunnar....það er að segja ef við gerum ráð fyrir því að þær sögusagnir séu sannar að heildar skuldir borgarinnar hafi verið 6 milljarða þegar Dabbi fór.....orðrómur sem hefur ekki fengist staðfestur vegna þess að sjálfstæðismenn vilja meina að heildarskuldir samstæðunnar hafi verið 6 milljarða þegar þeir fóru frá völdum, ekki bara borgarsjóðs.

Ein spurning HVAÐ SKULDAR ÞÁ BORGIN + FYRIRTÆKI Í HENNAR EIGU?

Hvernig ætla þeir svo að skrá sölu hlutar borgarinna í Landsvirkjun. Eignarhluturinn hlýtur að vera skráður á samsteipureikning en ekki reikning borgarsjóðs...Þá vænti ég þess að allur sá hangaður renni á undarlegan hátt úr samsteipureikningnum (svokallaða) í borgarsjóð, ekki veitti af miðað við fjárhagsstöðuna.

miðvikudagur, mars 30, 2005

Aumir Fréttamenn = Aumir stjórnmálamenn

Hvers vegna í ósköpunum er aldrei spurt spurninga sem við viljum fá svör við. Tvö atriði sem ég vill fá vitneskju um.

Hvernig getur sveitarfélag fullnýtt öll útsvör hjá sér, kvartað yfir peningarleysi en nokkrum mánuðum seinna boðað frýjan leikskóla eins og foristumenn í því sveitarféalgi séu hinir bestu manvinir. Þetta er eitt það furðulegasta útspil fyrir kosningar sem ég hef orðið vitni að síðan framsókn,sjálfstæðimenn, samfylking og frjálslindir keptust um að lofa hærri og hærri skattalækkun fyrir síðustu Alþingiskosningar. En í þetta skipitið eru það við, Reykvíkingar sem erum skattpíndir til að greiða fyrir loforð sem verður ekki framkvæmt fyrr en eftir kosningar.

Hverskonar endemis vitleysa er þetta? Það sem er auðvitað sorglegt er að þorri Reykvíkinga epur þetta upp eins og um stórkostlega framför sé að ræða, og kýs þetta yfir sig aftur. Alveg eins og landsmenn gerðu ekki alls fyrir löngu. Vandinn er eins á báðum stöðum, það er ekkert betra í boði. Ingibjörg Sólrún Alþingismegin tvístígandi í allar áttir eftir vindum almannróms eða Gísli Marteinn hoppandi af kæti spyrjandi, furðulega brosmildur, spurninga um vinnuferlið sem slíkt

En svo fór ég nú einnig að spá í öðru. Fyrirhugaðar lóðaframkvæmdir í Reykjavík til ársins 2024 hljóða upp á 16500 Íbúðir á 19 árum. Það þýðir í raun að það verður enn meiri skortur á húsnæði í Reykjavík en það er í dag. Núverandi þörf hljóðar upp á rúmlega 1000 íbúðir á ári, og það er skortur, sem þýðir 19000 íbúðir á 19 árum. Þetta eru núverandi stjórnendur að hrósa sig af. Þetta er eiginlega jafn vont og þegar framsókn sló fram slagorðinu 10000 ný störf fyrir 2000 sem þýddi þá að ef þeir stæðu við stefnumál sín þá yrðu fleirri atvinnulausir á íslandi heldur en það voru þegar slagorðinu var fleytt fram.

Hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkar, fyrirtæki og fyrirmenn í þjóðfélaginu komast upp með það trekk í trekk að slá fram merkingarlausum loforðum án þess sem svo mikið sem eitt múkk heyrist, hvorki frá fjórða valdinu eða andstæðingum þeirr. Erum við það dofin að við getum ekki haldið úti rökræðum lengur af ótta við að styggja sérhagsmunahópa og einstæðar mæður?

Aumir Fréttamenn = Aumir stjórnmálamenn

Hvers vegna í ósköpunum er aldrei spurt spurninga sem við viljum fá svör við. Tvö atriði sem ég vill fá vitneskju um.

Hvernig getur sveitarfélag fullnýtt öll útsvör hjá sér, kvartað yfir peningarleysi en nokkrum mánuðum seinna boðað frýjan leikskóla eins og foristumenn í því sveitarféalgi séu hinir bestu manvinir. Þetta er eitt það furðulegasta útspil fyrir kosningar sem ég hef orðið vitni að síðan framsókn,sjálfstæðimenn, samfylking og frjálslindir keptust um að lofa hærri og hærri skattalækkun fyrir síðustu Alþingiskosningar. En í þetta skipitið eru það við, Reykvíkingar sem erum skattpíndir til að greiða fyrir loforð sem verður ekki framkvæmt fyrr en eftir kosningar.

Hverskonar endemis vitleysa er þetta? Það sem er auðvitað sorglegt er að þorri Reykvíkinga epur þetta upp eins og um stórkostlega framför sé að ræða, og kýs þetta yfir sig aftur. Alveg eins og landsmenn gerðu ekki alls fyrir löngu. Vandinn er eins á báðum stöðum, það er ekkert betra í boði. Ingibjörg Sólrún Alþingismegin tvístígandi í allar áttir eftir vindum almannróms eða Gísli Marteinn hoppandi af kæti spyrjandi, furðulega brosmildur, spurninga um vinnuferlið sem slíkt

En svo fór ég nú einnig að spá í öðru. Fyrirhugaðar lóðaframkvæmdir í Reykjavík til ársins 2024 hljóða upp á 16500 Íbúðir á 19 árum. Það þýðir í raun að það verður enn meiri skortur á húsnæði í Reykjavík en það er í dag. Núverandi þörf hljóðar upp á rúmlega 1000 íbúðir á ári, og það er skortur, sem þýðir 19000 íbúðir á 19 árum. Þetta eru núverandi stjórnendur að hrósa sig af. Þetta er eiginlega jafn vont og þegar framsókn sló fram slagorðinu 10000 ný störf fyrir 2000 sem þýddi þá að ef þeir stæðu við stefnumál sín þá yrðu fleirri atvinnulausir á íslandi heldur en það voru þegar slagorðinu var fleytt fram.

Hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkar, fyrirtæki og fyrirmenn í þjóðfélaginu komast upp með það trekk í trekk að slá fram merkingarlausum loforðum án þess sem svo mikið sem eitt múkk heyrist, hvorki frá fjórða valdinu eða andstæðingum þeirr. Erum við það dofin að við getum ekki haldið úti rökræðum lengur af ótta við að styggja sérhagsmunahópa og einstæðar mæður?

miðvikudagur, mars 16, 2005

Frítt í strætó....núna

Allt sem við gerum í dag þarf að gerast núna. Ég man til að mynda eftir því þegar síminn heima hjá mér var tengdur í vegg og það var ekki hægt fyrir sitt litla líf að færa sig nema um svona eins og einn metra á meðan maður talaði í hann. Ég komst af þá, lífið var ekkert erfitt, ég gerði bara plön fram í tímann. Hringdi áður en ég lagði af stað og lét fólk vita hvert ég var að fara.

Hversvegna í ósköpunum lifum við lífi okkar eins og því sé að ljúka á næstu sekúndu. Við tökum símann með okkur hvert sem við förum, eigum tvo til þrjá bíla hvert heimili og erum öll nettengd svo við missum nú ekki af fréttum í L.A.

Einfaldasta útskýringin á þessu er, þótt ótrúlegt megi virðast leti. Við hreinlega nennum ekki að plana aðeins fram í tímann, bíða eftir strætó sem kemur, eða réttarasagt kemur ekki á ákveðnum tímu. Við viljum fara út, fara þangað sem við ætluðum að fara og koma svo aftur heim, án þess að standa í eina mínútu úti í þessu veðri.

Mér lék forvitni á að vita hvort ekki væri hægt að sannreyna þessa kenningu mína. Þannig að ég ákvað að skoða þetta í sögulegu samhengi, ég varð mér út um gögn, sem að ná til 1992 og gefa vísbendingu um hvernig þróunin hefur verið í gegnum tíðina. Þar til við komum að því sem er kallað tæknibyltingu nútímans, internet og farsímar í guðalíki. Það sem ég var að leita að var vísbending um hvort það væri verðlag, stöðumælaverð, eða fjöldi ferða sem hefði áhrif á fjölda þeirra sem nýta sér strætó. Niðurstaðan var í reynd sláandi, ekki bara fyrir sjálfa útkomu könnunarinnar heldur sú staðreynd að strætóferðum hefur fækkað frá árinu 1967 úr 1200 niður í 955 árið 1992. og það þrátt fyrir að um verulega fólksfjögun hafi átt sér stað á umræddum tíma. Sem sagt, þjónustan fór versnandi.

Niðurstaða könnunarinnar var á þá leið að fylgnin var á milli fjölda ferða og fjölda þeirra sem ferðuðust með strætó. Hvað lærum við á því. Við lærum ekki neitt, en mögulega geta forsvarsmenn strætó tekið þetta til sín og breytt því leiðarkerfi sem 5 sinnum á undanförnum 10 árum hefur verið breytt til hins verr. Gefum okkur það að ferðum væri fjölgað, þannig að strætó væri á 5 mínútna fresti á álagstímum og 15 mínútna fresti á dauðutímunum, eins og gerist í flestum stórborgum. Má gera ráð fyrir að notkun strætó myndi stóraukast. Ég tala nú ekki um ef við myndum koma okkar framtíðarnáttúruvæðingu í verk og hreinlega hafa frítt í strætó svo að fólk hreinlega neyddist til að taka þá. Þá fyrst værum við að tala saman í annríki og amstri dagsins.

Það er mat mitt að með einföldum aðgerðum og rúmlega 3 milljörðum frá ríki og sveit á ári er hægt að gera Reykjavík að raunverulegri náttúruparadís án þess að allt sé krökt í bílum og óskapnaði. Hafðu það í huga að í dag kostar leiðarkerfi 2,4 milljarða og almenningur (fátækir, ég sé allavega ekki Jón Ásgeir fyrir mér í strætó) borgar tæpan helming með svokölluðum strætómiðum. Því í ósköpunum ekki að skella þessu öllu í fjárlög og um leið fækka ökutækjum í borg sem yfir hundrað sinnum á síðasta ári mældist yfir meingunarmörkum. Hjálpum þeim lötu og björgum um leið höfuðborginni.


föstudagur, febrúar 11, 2005

Hrafnista

Þegar ég fór að hugsa út í þetta þá verður það alltaf ljósara og ljósara í mínum augum. Bifröst er ekkert annað en Hranfnista. HÍ það líka, ef út í það er farið þá er. Biðstofur þerra sem nenna ekki að vinna. Ég las um eina stúlkuna sem á gamalsaldri nær hálf áttræðu (41) fór í lagadeild háskóla Íslands. Hún sagði að það væri vegna þess að hún nennti ekki að vinna. Þetta sjónarmið endurpeiglar kanski ekki sjónarmið hennar sjálfrar (vonandi var þetta meint eins og ég tók því, sem kaldhæðni), en þetta endurspeglar svolítið sjónarmið sem mætir mannir þegar út í atvinnulífið er komið. Sjálfur segi ég þetta þegar ég er spurður alvarlega "ertu enn í námi?"

Nú ef þetta er algilt sjónarmið hér á landi og í íslensku atvinnulífi er þá ekki sjálfsagt að sleppa kröfum um menntun. Þetta lærist nú hvort sem er allt er það ekki? Er einmitt ekki lífsins skóli besti skólinn. Það að hafa sett 10 - 12 fyrirtæki á hausinn er meira að segja bara nokkuð góður árangur og mönnum jafnvel hrósað fyrir.

Hvar segir það að starfsmaður sem unnið hefur hjá fyrirtæki í 10 ár, frá því að hann kláraði stúdent, sé betri eða verri starfsmaður en sá sem er að útskrifast með Bs.C - Ms.C eða Ph.d.

Hann er með 10 ára starfsreynslu hjá fyrirtækinu, hann er ekkert vitlaus strákur, nennir að vinna og á jú eftir að vinna hjá fyrirtækinu áfram það er öruggt. En er það ekki sökum þess að hann fær hvergi annarstaðar sambærilega vinnu. Hann er í raun þræll og sem slíkur rær hann lífróður hjá fyrirtækinu. En eins og sá sem ekki kann að synda þá þýðir ekki endalaust að baða út örmum í von um að allt gangi vel, vonandi drukkna ég ekki. En þetta er sú framtíðarsýn sem býður þeirra sem hlusta á raddir sem segja honum að fara að vinna. Það er líka þannig að þegar út í atvinnulífið er komið þá er það ekki hvað þú getur heldur hvern þú þekkir. Eins og sést kanski best hér

Hvaða hálfviti sem er getur stofnað fyrirtæki og jafnvel sloppið við gjaldþrot en það jafngildir aldrei því að fara í nám, eins það að fara í nám jafngildir því aldrei að hafa rekið fyrirtæki, en það kemst ekki hvaða hálfviti sem er í gegnum námið. Ef ég ætti svo að velja á milli, þá veldi ég þann einstakling sem getur lesið bækur og farið eftir leiðbeiningum.

En skoðum aðeins okkar hæstvirtu þingmenn. Hvað skildu margir þeirra í reynd hafa háskólagráðu samkvæmt vef Alþingis.

Anna Kristín Gunnarsdóttir = Stúdentspróf MA. Frönskunám við Université de Paris Cencier . Kennarapróf KHÍ. Diplóma í menntunarfræðum KHÍ . Meistaranám í menntunarfræðum KHÍ

Niðurstaða = Háskólapróf (?)

Arnbjörg Sveinsdóttir = Stúdentspróf MR . Laganám HÍ

Niðurstaða = Ekki með háskólapróf

Ágúst Ólafur Ágústsson = Stúdentspróf MR. Lögfræðipróf HÍ. BA-próf í hagfræði HÍ

Niðurstaða = Háskólapróf

Árni Magnússon = Samvinnuskólapróf. Ýmis námskeið í rekstrarfræði, stjórnun og stjórnmálafræði frá HÍ og HA

Niðurstaða = EKKI MEÐ HÁSKÓLAPRÓF (sama hvað þessi námskeið voru löng)

Árni M. Mathiesen = Stúdentspróf Flensborgarskóla. Embættispróf í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg. Próf í fisksjúkdómafræði frá Stirling-háskóla

Niðustaða = Háskólapróf

Ásta R. Jóhannesdóttir = Stúdentspróf MR. Nám í félagsvísindum og ensku HÍ (lokið ?). Þýskunámskeið í Lindau í Þýskalandi. Leiðsögumannanámskeið í Háskóla Íslands og á Spáni. Ýmis stjórnunarnámskeið hjá Háskóla Íslands og Iðntæknistofnun

Niðurstaða = Ekki búin með háskólapróf

Birgir Ármannsson = Stúdent MR. Embættispróf í lögfræði HÍ . Hdl. Framhaldsnám við King's College London

Niðurstaða = Háskólapróf

Birkir J. Jónsson = Stúdentspróf Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Nám í stjórnmálafræði HÍ

Niðurstaða = Ekki með háskólapróf

Bjarni Benediktsson = Stúdentspróf MR. Lögfræðipróf HÍ. Nám í þýsku og lögfræði í ÞýskalandiLL.M. gráða (Master of Laws) frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum. Hdl. Löggiltur verðbréfamiðlari

Niðurstaða = Háskólapróf

Björgvin G. Sigurðsson = Stúdentspróf Fjölbrautaskóla Suðurlands. BA-próf í sögu og heimspeki HÍ

Niðurstaða = Háskólapróf

Björn Bjarnason = Stúdentspróf MR. Lögfræðipróf HÍ. Hdl.

Niðurstaða = Háskólapróf

Bryndís Hlöðversdóttir = Stúdentspróf Flensborg. Lögfræðipróf HÍ

Niðurstaða = Haskólapróf

Dagný Jónsdóttir = Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík

Niðurstaða = Er ekki með háskólapróf

Davíð Oddsson = Stúdentspróf MR. Lögfræðipróf HÍ

Niðurstaða = Háskólapróf

Drífa Hjartardóttir = Landspróf frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Stundaði nám í MR og hefur síðan sótt ýmis námskeið (til lukku með það)

Niðurstaða = Ekki með háskólapróf

Einar K. Guðfinnsson = Stúdentspróf MÍ. BA-próf í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex, Englandi

Niðurstaða = Háskólapróf

Einar Oddur Kristjánsson = Menntun (ekkert gefið upp)

Niðurstaða = Ekki með háskólapróf

Einar Már Sigurðarson = Stúdentspróf MH. B.ed.-próf KHÍ. Diplóma í náms- og starfsráðgjöf HÍ

Niðurstaða = Háskólapróf

Geir H. Haarde = Stúdentspróf MR. BA-próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, . MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins-háskóla, Bandaríkjunum. MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum

Niðurstaða = Háskólapróf (súpernörd)

Guðjón Hjörleifsson = Menntun (ekkert gefið upp)

Niðurstaða = Ekki með háskólapróf

Guðjón A. Kristjánsson = Stýrimannanám á Ísafirði. Stýrimannaskólinn í Reykjavík.

Niðurstaða = Ekki með háskólapróf

Guðlaugur Þór Þórðarson = Stúdentspróf MA. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ

Niðurstaða = Háskólapróf

Guðmundur Hallvarðsson = Farmannapróf Stýrimannaskólanum í Reykjavík

Niðurstaða = Ekki með háskólapróf

Guðmundur Árni Stefánsson = Stúdentspróf Flensborgarskóla. Nám í stjórnmálafræði við Háskóla Ísland

Niðurstaða = Ekki með háskólapróf

Guðni Ágústsson = Búfræðipróf Hvanneyri (kemur á óvart)

Niðurstaða = Ekki með háskólapróf

Guðrún Ögmundsdóttir = Lauk námi í félagsfræði og félagsráðgjöf frá Roskilde Universitetscenter, framhaldsnám við sama skóla í fjölmiðlafræði, cand. comm.-próf

Niðurstaða = Með Háskólapróf

Gunnar Birgisson = Stúdentspróf MR. Próf í verkfræði frá HÍ. M.Sc.-próf í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt University í Edinborg. Doktorspróf í jarðvegsverkfræði frá University of Missouri

Niðurstaða = Háskólapróf (með meiru og súpernörd)


Gunnar Örlygsson Hann hefur grunskólapróf (well done there) lék sér í stýrimannskólanum en útskrifaðist ekki og er með (diplóma) Próf í markaðs- og útflutningsfræðum (1 árs nám) frá dönskum skóla.

Niðurstaða= ekki háskólapróf

Halldór Ásgrímsson Samvinnuskólapróf. Löggiltur endurskoðandi. Framhaldsnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn. (Sem hlýtur að þýða að hann hafi klárað þau þar sem hann er ráðinn lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands?).

Niðurstaða= Háskólapróf

Halldór Blönda
l Stúdentspróf MA 1959. Nám í lögum og sagnfræði við Háskóla Íslands. (Kláraði hann?) Ég segi nei, ekki nokkur maður sem útskrifast úr lögfræði og sagnfræði fer að vinna sem hvalaskurðamaður í 15 vertíðir svo ég gráti nú upphátt.

Niðurstaða= Stúdentspróf og góður hvalaskurðamaður

Helgi Hjörvar Stundaði nám í MH . Heimspekinám HÍ (væntanlega 25 árareglan til að fá það). En hér er ekkert talað um hvort hann hafi klárað stúdent eða háskólagráðuna.

Niðurstaða= Ekki háskólapróf

Hjálmar Árnason Stúdentspróf MH. Kennarapróf KHÍ. BA-próf í íslensku HÍ. M.Ed.-próf í skólastjórnun frá Bresku Kólumbíu-háskólanum í Kanada .

Niðurstaða= Háskólapróf (kanski of hæfur en ætti að geta stjórnað þessu barnaheimili betur en gert er í dag)


Jóhann Ársælsson Nám í skipasmíði, skipasmíðameistari.

Niðurstaða = Meistari í skipasmíð (seint kalla háskólapróf en meistari eingu að síður)

Jóhanna Sigurðardóttir Stúdent

Niðurstaða = Ekki með háskólapróf

Jón Bjarnason = Stúdentspróf MR. Búfræðipróf Hvanneyri. Búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi.

Niðurstaða = Með háskólapróf

Jón Gunnarsson = (hver?????) Stundaði nám við ML (Lauk ekki). Fiskiðnaðarmaður og fiskitæknir frá Fiskvinnsluskóla Íslands. (er ekki eins gott að sleppa því að tala um menntun ef þetta er allt og sumt, það er líka fínt ef verkamenn landsins hafa fulltrúa á þingi)

Niðurstaða = Ekki háskólapróf en fisktæknir (hvað svo sem það er).

Jón Kristjánsson = Samvinnuskólapróf

Niðurstaða = Ekki háskólapróf

Jónína Bjartmarz = Stúdentspróf KHÍ( ég mana ykkur kennara til að tala um hversu miklu meira virði þetta er heldur en stúdent frá öðrum skólum, þetta er ekki og verður aldrei ígíldi háskólaprófs). Lögfræðipróf HÍ

Niðurstaða = Háskólapróf

Katrín Júlíusdóttir = Stúdent MK. Nám í mannfræði við Háskóla Íslands 1995-1999(hún hlýtur að hafa klárað). Námskeið í verkefnastjórn í hugbúnaðargerð hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands

Niðurstaða = Mögulega búin með háskólagráðu (kanski vantar ritgerðina?)

Kjartan Ólafsson = Próf frá Garðyrkjuskóla ríkisins og garðyrkjuskólunum í Söhus og Beder í Danmörku

Niðurstaða = Ekki búinn með háskólapróf (sama hvað menn segja, hann er garðyrkjufræðingur, talandi um að vera málsvari minnihlutans á þingi)

Kolbrún Halldórsdóttir = Verslunarpróf VÍ (ekki það sama og stúdent). Burtfararpróf frá Leiklistarskóla Íslands (ekki það sama og háskóli)

Niðurstaða = Ekki búin með háskóla

Kristinn H. Gunnarsson = (respect, sökum anarkistmans sem er í kringum hann, svo er hann klár ofan á allt annað, hélt hann væri nú frekar bóndadurgur í anda flestra miðjumanna) Stúdentspróf MR. BS-próf í stærðfræði HÍ

Niðurstaða = Háskólapróf

Kristján L. Möller = Próf frá Iðnskóla Siglufjarðar. Kennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Ýmis námskeið á sviði félags- og íþróttamála í Noregi og Svíþjóð

Niðurstaða = Ekki með Háskólapróf

Lúðvík Bergvinsson = Skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip. Stúdentspróf Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Lögfræðipróf HÍ.

Niðurstaða = Háskólagenginn skipstjóri

Magnús Þór Hafsteinsson = Búfræðingur með fiskeldi sem sérgrein frá Bændaskólanum á Hólum. Cand. mag.-próf í fiskeldis- og rekstrarfræðum frá Héraðsháskóla Sogns og Firðafylkis í Noregi. Cand. scient.-próf í fiskifræði frá Háskólanum í Björgvin

Niðurstaða = Háskólapróf (ótrúlegt en satt, þá virðist maðurinn hafa góða menntun, hann mætti samt fara á námskeið í því hvernig maður á að tjá sig þá væri actually tekið meira mark á honum)

Magnús Stefánsson = Samvinnuskólapróf. Stúdentspróf Samvinnuskóla. Rekstrarfræðapróf Samvinnuháskólanum

Niðurstaða = 1/2 Háskólapróf en samt ekki

Margrét Frímannsdóttir = Gagnfræðapróf og landspróf frá Gagnfræðaskóla Selfoss. Nám í öldungadeild Fjölbrautaskóla Suðurlands

Niðurstaða = Ekki háskólapróf

Mörður Árnason = Stúdentspróf MR. BA-próf í íslensku og málvísindum HÍ og frá háskólanum í Ósló. Framhaldsnám í málvísindum, Sorbonne-7, París.

Niðurstaða = Er með Háskólapróf

Pétur H. Blöndal = Stúdentspróf MR. Diplom-próf í eðlisfræði, stærðfræði og tölvufræði við Kölnarháskóla. Diplom-próf í hagnýtri stærðfræði, líkindafræði, tölfræði, tryggingastærðfræði og alþýðutryggingum við Kölnarháskóla. Doktorspróf við sama háskóla.

Niðurstaða = Er með Háskólapróf (og gott betur)

Rannveig Guðmundsdóttir = Landspróf frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Námskeið í tölvufræðum í Ósló og Reykjavík

Niðurstaða = Ekki með Háskólapróf

Sigríður A. Þórðardóttir
= Stúdentspróf MA. BA-próf í íslensku, sagnfræði og grísku frá HÍ. Framhaldsnám við Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum

Niðurstaða = Er með háskólapróf

Sigurður Kári Kristjánsson = túdentspróf VÍ. Lögfræðinám við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu . Lögfræðipróf HÍ . Hdl.

Niðurtaða = Háskólamenntaður (mömmustrákur)

Sigurjón Þórðarson = Stúdentspróf MR. BS-próf í líffræði HÍ. Framhaldsnám í fráveitu- og vatnshreinsifræðum

Niðurstaða = Háskólamenntaður (furðuleg sérhæfing, örugglega mjög gagnleg)

Siv Friðleifsdóttir = Stúdentspróf MR. BS-próf í sjúkraþjálfun HÍ .

Niðurstaða = Háskólamenntun

Sólveig Pétursdóttir = Stúdentspróf MR. Lögfræðipróf HÍ. Hdl. 1980

Niðurstaða = Háskólamenntun

Steingrímur J. Sigfússon = Stúdentspróf MA. B.Sc.-próf í jarðfræði HÍ. Próf í kennslu- og uppeldisfræði HÍ (ætlaði sér ekki á þing)

Niðurstaða = Háskólamenntun (Einn mest menntaði bóndi landsins)

Sturla Böðvarsson = Gagnfræðapróf Skógaskóla. Sveinspróf í húsasmíði Iðnskólanum í Reykjavík. Raungreinapróf Tækniskóla Íslands. B.Sc.-próf í byggingatæknifræði Tækniskóla Íslands. (hverjum hefði dottið þetta í hug?)

Niðurstaða = Háskólamenntun (samt klúðrar hann vegamálum landsins)

Valgerður Sverrisdóttir = Próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þýskunám við Berlitz-skóla í Hamborg , enskunám við Richmond-skóla í London

Niðurstaða = nám er ekki það sama og gráða þannig að við gerum ráð fyrir því að hún geti kennt ensku og þýsku og búið Ekki háskólanám

Þorgerður K. Gunnarsdóttir = Stúdentspróf MS. Lögfræðipróf HÍ

Niðurstaða = Háskólapróf

Þórunn Sveinbjarnardóttir = Stúdentspróf MR. Stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og Johns Hopkins University, Paul H. Nitze School of Advanced International Studies

Niðurstaða = Háskólapróf

Þuríður Backman = Próf frá Hjúkrunarskóla Íslands. Framhaldsnám í hand- og lyflækningahjúkrun. Diplóma frá Norræna heilbrigðisháskólanum

Niðurstaða = Háskólapróf (?)

Ögmundur Jónasson = Stúdentspróf MR. MA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði Edinborgarháskóla, Skotlandi.

Niðurstaða = Háskólapróf

Össur Skarphéðinsson = Stúdentspróf MR. BS-próf í líffræði HÍ. Doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi,. Styrkþegi British Council við framhaldsrannsóknir 1983-1984.

Niðurstaða = Háskólapróf (og vel það)

Niðurstaða

Það eina sem hægt er að fullyrða er að í framsókn hljóta að vera mjög góðir eintaklingar og í sjálfstæðisflokknum allt of margir lögfræðingar.

Einnig má benda á það í ljósi þess óvenjuháa hlutfalls ómenntaðra að það er kanski ekki nema von að þeir samþykktu eftirlaunafrumvarpið. Hver mundi ráða þessa menn í sæmilegar stöður, þrátt fyrir að þeir hafi starfað á þingi.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Hvernig ætli páfanum líði að tapa alltaf.....

Já bara ef einhver skildi nú lesa þetta. 9 Stykki eru á leiðinni á Pottverja rall.

Eitt sem vert er að hafa í huga.

Það er bannað að kúka í klósetið mitt......vinsamlegast sýnið öðrum þá nærgættni að kúka áður en þið komið.

Ef þið finnið þörf fyrir að tala við mig, vinsamlegast ávarpið mig "yðar hátign" eða "meistari" áður en þið hefjið samræðulist ykkar.

Bannað er að tala um gengi Wolves í Ensku úrvalsfyrstudeildinni. (ég minni viðmælendur mína á að Chelsea er í efsta sæti, UTD gerði jafntefli við Exeter, Liverpool tapaði fyrir einhverju fyrstu deilda liði sem enginn veit hvaðan er, spurs getur ekki skorað þó að boltinn fari yfir marklínuna og Arsenic var að kúka á sig á móti bolton.

Þannig að ég legg til að menn gleymi fótbolta eina kvöld stund (4 tíma eða svo) og fái sér einn öllara eða svo og metist um hver sé nú mesti excel lúðinn í hópnum.

Annað var það nú ekki...

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Manni getur nú sárnað án þess að gráta

Nýtt ár og ný loforð. Vildi bara setja það á blað svo ég gleymi því ekki. Klára þetta nám næstu jól. Klára sem sagt Bs.C í viðskiptalögfræði og Master í nýsköpun og frumkvöðlafræði.

En þeir sem eru sárir án þess endilega að vera í tárum þá vildi ég bara benda á að þar sem ég ekki lengur maður einsamall þá hef ég afsökun fyrir því að hafa horfið síðustu 30 daga.