sunnudagur, nóvember 30, 2008

Tóti

Myndin hér að ofan er af Tóta. Eins og sést þá er hún ekki tekin á þessari öld.  En mikið skelfilega finnst mér hún eiga við í dag.  Hún minnir okkur á hvaðan við komum.  Hver við erum.  Við erum sjómenn og bændur, við erum ekki fjármálaspekingar eða lögfræðiséní.  Okkar kjarna starfsemi er framleiðsla.   Hvort sem það eru, bændur, sjómenn, álið, háttækni, læknisfræði eða eðlisfræði.   

Þarna sjáum við ungan mann sem átti eftir að vinna, baki brotnu ansi lengi.  En hann vann við að framleiða, búa til og laga.  Ævisparnaðurinn hans hvarf vegna þess að nokkrir jakkafataklæddir einstaklingar vildu verða stórir jakkafataklæddir einstaklingar, hvort sem það voru hálfvitar hjá lífeyrissjóðunum sem kunna ekki að reikna(vita ekki hvað örugg ávöxtun er) eða forstjórar Eimskips sem ekki kunna að reka fyrirtæki (vita ekki hvað kjarnastarfsemi er).  Sem betur fer þá lifði hann ekki til að sjá það gerast.  Hann Tóti er holdgerfingur þeirra sem fengu/fá nánast ekkert frá því ríki sem þeir hafa byggt upp og nú er búið að rífa niður og færa 20 ár aftur í tíman.  

Það er svo sem ekkert að því, forgangsröðunin hlýtur um leið að breytast hjá okkur. Í það minnsta þá fæ ég alveg svakalega nostalgíu þegar ég horfi á þessa mynd.  Hugsa með söknuði til baka þegar ég var í sveit.  Hvað allt hefur breyst á 20 árum. Ekki endilega til góðs, en maður á þó í sig og á í dag.  Það var ekki sjálfsagt þegar ég var yngri, hvað þá þegar Tóti var að alast upp.  Nostalgían hjá manni nær frekar til hugarástandsins sem var, tíðarandans. Ég væri ekki til í að þræla mér út fyrir smáaura árið 1950 en lögin, sveitin og sakleysið er eitthvað sem ég sakna og langar helst að hoppa 20-58 ár aftur í tímann og njóta í smá stund í stað þess að flýta mér að verða stór, njóta fólksins og dýranna í kringum mig, í stað þess að drífa sig heim til að lesa Lukku Láka eða Morgan Kane.  

En einhverstaðar verður maður að byrja og einhverntíma, ég ætla til ömmu næstu helgi.  Það má ekki bíða, það gæti orðið einn af þessum hlutum sem maður saknar innan örfárra ára.

vertu sæll Tóti, ég sakna þín


laugardagur, nóvember 29, 2008

Af hverju stofnum við ekki bara banka?

Banka, Engum banka er treystandi, stækka starfsemi sparisjóðs strandamanna (hann tók ekki þátt í neinni vitleysu, var of lítill)
flugfélag, Það hljóta allir að vilja losna við FL og IE sérstaklega þegar menn eru farnir að rukka fyrir matinn. fljúgum frá Reyjavík og ekkert rugl það eru allir orðnir leiðir á að keyra alla leið upp á keflavíkurflugvöll til að láta þukla á sér og borga 350 kall fyrir litla kókflösku (í frýhöfn)
Stöðina, Eins og sést best á Skjá einum þá er mjög einfalt að starfrækja sjónvarpsstöð
Útvarp , lítið mál að keppa við þessa ömurlegu síbylgju hallærispakksins á bylgjunni, fm ofl.
Lágvöruverslunina Hannyrði (bara íslenskur matur og framleiðsla)
Mjólkurframleiðslufyrirtækið Kálfinn (engann 100 kall fyrir líter af mjólk)
Tækniskólann Hannyrði (kennum fólki að lifa með búfénað heima hjá sér)

Nei annars nú er þetta orðið kjánalegt.  Stofnum allavega banka....já og sameinum öll fótboltaliðin í Reykjavík undir eitt lið rústum íslandsmótinu og förum í meistaradeildina.  Sé það fyrir mér Knattspyrnuliðið Falur Best í Heimi.

Ísland fyrir Íslendinga.....og alla þá sem virkilega langar að búa hér... En þeir verða að virkilega langa að búa hér. Ekkert hálfkák...ekkert bull um að það sé kalt eða hér sé verðbólga...bara ísland Best í Heimi.  Allt annað er landráð.   

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Étann sjálfur

Nýjasti gamli frasinn sem fer nú á boli um allt Ísland. Hver annar en Steini hefði getað sagt þetta. Spurning að maður fari að skrá sig hjá VG innan tíðar. Maður sem bara segir svona minnir mann á atriði úr True Romance þegar faðir aðalpersónunar fer að tala um að allir Ítalir, sérstaklega suður Ítalir séu komnir af svertingjum. Þetta segir hann þegar mafíósarnir eru að yfirheyra hann, "So youre great- great- grandmother fucked a nigger". Þetta er svipað viðhorf hjá Steina. Farðu í rassgat herr dómsmálaráðherra ég læt ekki auma eftirlíkingu af mikilmenni bulla út í hið óendanlega. Að sama skapi eru viðbrögðin við þessum orðum alveg mögnuð. Eins og það eina sem skipti í þessu lífi sé að vera kurteis. Samfélagið farið á hausinn, en við megum samt ekki vera dónaleg. 20-30% af heimilum landsins að missa húsnæði sitt á næstu mánuðum, en umfram allt ekki vera með læti. Yfir 50% af vinnandi fólki tekur á sig kjaraskerðingu upp á 18% til 50%, en við verðum að passa að vera ekki einhver skríll. Kom on étann sjálfur

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Orson Welles

Alveg er ég búinn að halda fyrir eyrun og hljóða (lalalalalalllalllalallallalllla..nei ég vil ekki ..lalalalala) í hvert skiptið sem ég heyrði þetta nafn.  Nei þessi maður getur ekki verið snillingur.  Þetta eru bara franskir impresionistar og nostalgíukrítikerar frá Jórdaníu sem fíla þennan mann.  En svei mér þá, það liggur við að ég sé pínulítið franskur eftir allt saman  og  sokkinn í reykingar, kaffi og film noir kvikmyndir.   Listamaður, sem ég bara kemst ekki yfir að hafa lokað augum og eyrum fyrir.  Þetta heitir víst að þroskast, en ég kalla það að vakna upp af 20 ára vetradvala.  Ég mæli með að fólk kíki á viðtalsbútana sem eru á youtube.  Það eru tveir klukkutíma viðtalsþættir þar.  óendanlega gaman að hlusta á mann lýsa því þegar heimilisaðstoðin á hans heimili var að tala um Bandaríska borgarastríðið.  Hann er fæddur 1915 deyr 1985.  Hugsa sér hvað það er stutt í þennan tíma.  Nostalgían að færast yfir mann, fyrr en varir verð ég búinn að fá mér kofa einhverstaðar á ströndum, nokkrar rollur, hesta, beljur og hund og segi skilið við nútímasamfélagið (fyrir utan rafmagn og flakkarann minn mér má ekki verða kalt).
Hvað um það ég auðmjúkur játa það að þrjóska og besserviska mín gagnvart þessum manni litaðist aðalega að barnslegri tilraun minni til að vera á móti.  Hver einasti listi sem ég sá af topp trilljón myndum hafði nefninlega alltaf Citizen Kane í efsta sæti.  Ég meina myndin er frá því í seinni heimstyrjöldinni og hún á fullt erindi til dagsins í dag og mun breyta þér pínulítið ef þú leggur á þig að horfa á hana.  Síðan á auðvitað að fylgja henni eftir með Touch of Evil, The Third Man og F for Fake.  Ásamt svo auðvitað flestu því sem maðurinn gerði.  

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Þetta er málið




Föðurlandið hefur gefið okkur svo margt.  En þetta hlýtur að vera mesta snilldin.  Krúsa á svona, keyra niður nokkra mótmælendur, yfir ráðherrabílana og leggja á alþingishúsinu.   Þessi bíll bremsar ekki fyrir neinn, ekki einu sinni kreppunni.

laugardagur, nóvember 22, 2008

Mæta svo á Austurvöll í dag og andmæla

Hvernig stendur á því að hipparnir sem komnir eru til valda.....Össur og co. Ég sé einhvern  veginn ekki fyrir mér að neinn af þessum sjálfstæðismönnum hafi hugsjón aðra en mammon. Hvernig stendur þá á því að slagorð og lífsspeki hippana virðist vera horfin úr orðaforða þessara manna og kvenna.  Ég hef núna tvisvar heyrt Össur vitna í sjöunda áratuginn "you aint see nothing yet" og "lifi byltingin".  Mikið óskaplega vildi ég að þessi maður og aðrir flokksmenn hans væru annað og meira en froðukennt hjal miðaldra uppgjafa hugsjónamanna. 

Staldra við gott fólk.  Muna af hverju þið fóruð í pólitík.  Ef það var til að ná völdum, þá er það röng ástæða og þið eigið að hætta núna.  Ef það var til þess að þjóna öllu fólkinu í landinu, þá endilega sýna það aðeins betur.  Tala við okkur, strjúka okkur ekki auðmönnum landsins.

En það er borin von.  Ég segi því eins og Woody Allen sagði "be fruitfull and multiply...but not in those words".

föstudagur, nóvember 21, 2008

Bob-Westman

Bob-Westman, er sérfræðingur í rekstri heilbrigðsstofnunar.  Hann hefur áratuga reynslu af því að stýra slíkri stofnun.  Því er ekki úr vegi að gefa honum, ég meina leigja honum nýja skurðstofu sem almenningur í landinu hefur verið að byggja upp með skattpeningum sínum. 

Til hvers erum við að skoða þetta herr Laugi Þórða?  Jú það er til þess að selja erlendum ferðamönnum ódýra skurðþjónustu.  Auðvitað til mikilla hagsbóta fyrir íslenskt samfélag því nú þurfum við sko á gjaldeyri að halda.  

En hvað með almenning á Reykjanesi, á hann ekki rétt á aðgengi að heilbrigðisþjónustu?
Nei,..ég meina auðvitað á hann rétt á því. Það verður áfram þjónusta á Reykjanesi. Svo er nú ekki nema fjörtíu og fimm mínútna akstur til Reykjavíkur þar sem staðsett eru tvö frábær sjúkrahús.  Það munar engum um það að keyra þá leið enda nýbúið að tvöfalda alla leiðina.  

En nú er skortur á starfsfólki innan heilbrigðisgeirans, verður þetta ekki til þess að sú þjónusta sem fyrir er á Reykjanesi verður verri þar sem hið opinbera getur illa kept við einkarekið fyrirtæki?
Já það er nú það dásamlega við samkeppni, eh..nei.. ég meina það það þarf auðvitað ekki að þýða að þjónusta versnar, það má segja að hún verði betri því almenningi gefst kostur á að kaupa þjónustu af hinu nýja fyrirtæki.

En hvernig á almennur launþegi með 300.000 kr. á mánuði að greiða fyrir aðgerð sem kostar 1.5 milljón króna hjá einkafyrirtæki?
Nú ríkið borgar auðvitað mismuninn.

En væri þessi aðgerð ekki ódýrari fyrir ríkið við núverandi aðstæður?
Jú en þá væri ekki samkeppni.......

Einhvernveginn svona mun Guðlaugur Þór hljóma í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu næstkomandi sunnudag, fyrir utan þá staðreynd að spurningarnar verða ekki næstum því jafn erfiðar fyrir hann.

Samfélgasþjónusta í landi eins og Ísland á að vera:
  1. Heilbrigðisþjónusta
  2. Félagslegþjónusta
  3. Lög og reglur
  4. Vatns og orkuveita
  5. Sorp
  6. Sími (já sími)
  7. Eftirlit og skoðun á öllu frá bílum til sundlauga 
  8. Landbúnaður (já landbúnaður, reynið að flytja inn vörur í dag og reiknið svo út hvort er hagstæðara)
Samkeppni í hvaða formi sem það er, virkar ekki á Íslandi og er bara töfraorð sem einyrkjar og menn í fyrirtækjarekstri nota til að réttlæta drauma sína um að verða milljarðamæringar. Við höfum allt til þess að verða fyrirmyndarsamfélag.  Samfélag án stéttar, samfélag þar sem það er ekki 1000 faldur munur á launum framkvæmdastjóra og skúringarkonu, þar sem þú hugsar um samfélagshagsmuni umfram einstaklingshagsmuni, þar sem þú slappar af og færð þér öl eftir vinnu í stað þess að vinna 50 yfirvinnutíma í viku bara til að eiga fyrir leigu.  

Nú er kominn tími á að félagshyggjufólk ráði hér ferðinni, ef það þýðir Norskt samfélag þá bara verður svo að vera sama hversu leiðinleg við verðum.  Því það þýðir að við munum ekki heyra meira af mönnum eins og Bob -West sem ætlar að græða á því að við höfum byggt eitthvað upp fyrir almannafé. Ef það er svona hagkvæmt að reisa hér alþjóðlega heilsugæslu, þá á maðurinn að minnsta kosti að borga fyrir uppbyggingu á húsnæðinu og tækjum.  Það er lágmarkskrafa, eða fer þá profit-marginið í hundana.  Hvaða ávöxtunarkrafa er á verkefninu 20% 30% 50% maður spyr sig?  En förum í eitthvað allt annað........verkefnavinna  í háskóla jibbí
   





Lýðveldið Vestnes.

Hér með tilkynnist að ég segi mig úr lögum við lýðveldið Ísland.  Ég hef ákveðið að stofna mitt eigið lýðveldi.  Lög lýðveldins eru einföld það er bannað að nýðast á fólki nánari skilgreining síðar.

Ég hef ákveðið að taka Vestfirði, Strandir og Reykjanes með mér .  

Vestfirðir af því að þar er fiskur, kjöt og mjólk, sjúkrahús og flugvöllur.  
Reykjanesið af því að þar er fiskur, ýmis þjónusta, skurstofa, virkjun og alþjóðlegur flugvöllur

Gjaldmiðill hins nýja lýðveldis er evra en við viljum ekki sjá aðild að ESB.
Lifi byltingin 
Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða og Reykjanes 

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Maraþon

Maraþon.  42 km ... af hverju ekki?

Rannsóknir sýna að;
heilinn minnkar, 
heilaselum fækkar, 
slátrið virkar verr, 
geirvörtur geta dottið af, 
brunasár milli læra, 
rasshár flækjast saman með tilheyrandi óþægindum fyrir háruga, 
og þeir sem hafa lítið hreyft sig eiga á hættu að hætta að anda.

En þetta eru sömu ástæður og fólk hefur fyrir því að drekka ekki.... Listinn fyrir þá sem reykja er skelfilegri og þeir borga premium verð fyrir þann hæga dauðdaga.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

And now for something completely different

Eða bara eitthvað svona .  Sé það fyrir mér, hrossalæknirinn í blúndukjólnum sem hann fer í á kvöldin að tilkynna okkur að hann ætlaði sér að verða forseti..... And now for something completely different.

And now for something completely different

Spurning að taka bara Monty python maraþon á þetta.  
Þar er þó einhver sprengdur í loft upp.  Það vantar eitthvað svoleiðis núna.
Ekki bara að framsóknarmenn segi af sér, sem er auðvitað bara léleg eftiröpun á python.
Vantar eitthvað alvöru sjokk

Hvað þarf eiginlega til?

Hvað þarf marga íslendinga til að mótmæli séu orðin almennileg mótmæli?

Á annað þúsund, á fjórða þúsund, sex þúsund? 

Hvað þarf marga Íslendinga til þess að moka þennan flór af þingmönnum út úr Alþingishúsinu?

Hvenær ætla þeir að segja af sér?

Hvenær verð ég beðinn afsökunar á því að landið er orðið óbyggilegt?

1.000.000.000.000/315.000 =  3 millur á hvern íslending.  Þetta er ofan á þær 3 millur sem lánin mín hafa hækka vegna þess að hér eru helvítis, djöfulsins, andskotans hálfvitar að stjórna landinu.




sunnudagur, nóvember 16, 2008

Ljósaperuskipti Alþingis

Hvað þarf marga þingmenn til að skipta um ljósaperu.


Svar; ALLA, auk allra þeirra aðila sem mögulega er hægt að fá til að vinna að málinu.  Ef vel er haldið á spilunum gæti verið um að ræða mjög atvinnuskapandi málefni sem gefur yfir 600 manns atvinnu í yfir 2 ár.

Það þarf allan þingheim til að ræða málið. Hvenær á að skipta um peruna, hvernig á að gera það, hver á að gera það, hvaða tól á að nota, þarf að hafa slökkviliðið á staðnum, hvað með heilbrigðiseftirlitið, hverjar eru afleiðingar þess að skipta um peru, hvernig er hægt að komast hjá því að skipta aftur um peru og að lokum má ekki sleppa því að skipta um peruna.

Aðstoðarmenn þeirra eru nauðsynlegir til að undirbúa þingmenn undir umræður.  Sjá til þess að þingmenn segi nú ekki eitthvað rangt, spyrji ekki rangrar spurninga, sendi ekki póst á vitlausan aðila, svari öllum spurningum með spurningum. Þeir brýna á algengum frösum "við erum að skoða málið" "við erum að velta öllum hliðum fyrir okkur" "málið er ekki komið á það stig" "ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu" "um leið og niðurstaða er komið í málið" o.sv.frv.  

Ráðuneyti verða að gefa álit sitt á umræðunni og koma með tillögur svo þingmenn geti sagt eitthvað vitrænt.  "sérfræðingar okkar eru að skoða málið" "verið er að útbúa skýrslu, greinagerð, lögfræðiálit, álitsgerð o.sv.frv."

Síðan er málið sett í nefnd, í það minnsta þrjár nefndir því það þarf að skoða þetta út frá heilbrigðismálum, fjárhagsmálum og utanríkissmálum, hver nefnd verður að kalla í það minnsta 5 innlenda sérfræðinga auk þess sem erlend sérfræðiálits verður að liggja fyrir.  Þingmenn segja svo  "málið er í nefnd" "nefnd er að fara yfir málið" "búið er að skipa í nefnd" "nefndarálit liggur fyrir og við erum að fara yfir það". 


Ég er með tillögu, skiptið bara um helvítis peruna.


laugardagur, nóvember 15, 2008

Ég styð

Ég styð harðlífi næstu 30 árin handa ráðamönnum
Ég styð eftirlaunafrumvarpið ef einhver drullast á eftirlaun
Ég styð þingmenn í því að lesa Animal Farm
Ég styð Range Rover ef þeir sem eiga þá keyra á þeim úr landi
Ég styð æfilangt kvef á auðmenn (skilgreining: auðmenn eru allir þeir sem eru ríkari en ég get orðið).
Ég styð 60% skatt á fjármuni sem á að flytja úr landi
Ég styð ríkisfangelsi í vestmannaeyjum fyrir hvítflippa 
Ég styð bann við sykri, alla daga nema laugardaga.
Ég styð hátekjuskatt á allar tekjur umfram 1. milljón
Ég styð afnáms tekjutengingar í allri birtingarmynd hennar
Ég styð afnám verðtryggingar í hvaða formi sem hún hefur birst
Ég styð skattlagningu á þá sem reyna að komast hjá því að greiða skatta með stofnun ehf.
Ég styð bann við yfirdrætti, vísa, greiðsludreifingu og lánum yfir höfuð.  .

....nei annars... mig langar í heitan pott... við höldum kanski vísa og greiðsludreifingum en annað má fara.....þangað til annað er  ákveðið af mér.  

föstudagur, nóvember 14, 2008

Ég mótmæli.

Ég mótmæli því að það er of mikið af lélegum mótmælum.
Ég mótmæli því að Skjár einn fær 50.000 manns með sér en kjósa.is fær 4.000. Ópíum fólksins hmm...
Ég mótmæli því að strætó kostar....hann á að vera ókeypis.
Ég mótmæli því að það eru til 20 mismunandi tegundir af morgunkorni í Bónus. Tvær eru nóg.
Ég mótmæli því að laun bankamanna eru tvöfalt hærri en laun kennara.
Ég mótmæli því að laun stjórnenda í banka eru fjórfalt hærri en laun stjórnenda hjá hinu opinbera.
Ég mótmæli því að ríkið hefur þanist út um rúmlega 100. milljarða á aðeins 5 árum.
Ég mótmæli því að enginn les þessa blogsíðu.
Ég mótmæli því að lífið er of langt, dagurinn er of stuttur og vinnuvikan er ekki 34 tímar.
Ég mótmæli því að mér dettur ekkert meira í huga, helvítis gjaldþrot frjórrar hugsunar eftir aðeins 9 setningar, hlýtur að vera met.

....bíddu ég mótmæli því að ég get ómögulega skrifað eina helvítis blogfærslu án þess að í henni sé stafsetningarvilla. Ég þoli ekki eigin heimsku og mótmæli henni hér með. Það ætti að lóga mönnum sem kunna ekki íslensku....lóga segi ég.

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Varúð nýr bíll

Átt þú nýjan bíl, nýlegan í það minnsta, sem kostar yfir 4 milljónir króna?  Hafðu þá varan á því það er 300 sinnum líklegra að það kvikni í honum heldur en nýjum ódýrum bílum eða bílum sem eru eldri en 4 ára og kosta minna en 4 milljónir.  
Ekki nóg með það þá virðist Íslensk veðrátta vera sérstaklega vel til þess fallin að bílarnir fremji hara-kiri. 

Ég skil þá svo sem mjög vel, stundum óskar maður þess að það væri aðeins heitara hér...... 
Ég bendi reiknimeisturum tryggingarfélaganna á að það mætti alveg rukka þessa eigendur meira, það er ekki eins og sá sem kaupir sér 7 milljón krónu bíl fari á hausinn við að borga hærri iðgjöld en maður sem á 100.000 krónu bíl.  Já ég geri mér grein fyrir því að þeir geta valdið jafn miklu tjóni, en tölfræðilega þá kviknar sjaldnar í druslunni en dýra bílnum ....

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Obama

Lítill vonarneisti fyrir friðarsinna.  Ég spái því þó að einhver undarleg mistök í öryggisgæslu verði þess valdandi að eins fer fyrir honum og síðast vonarneista Bandaríkjanna. 

Einn redneck verður handtekinn og einhver beina og höfuðkúpu maður tekur við.

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Hver er vitlaus?

Hver eru rök og Íslenskra bankamanna sem notuðu voru um okkur efahyggjufólkið undanfarin ár, og meira segja sérfræðingar erlendis frá sakaðir um það sama.  

1. Enga þekkingu á íslensku fjármálaumhverfi (fáviska).  
Eru árskýrslur öðru vísi hér á  landi? Menn vinna jú eftir alþjóðlegum reiknisskilastöðlum.
2. Enga þekkingu á lögum og reglugerðum, þ.e. verðtryggingin reddar. (fáviska).  
Er von að menn viti hvað verðtrygging sé erlendis?  Það er ekki eins og hún sé notuð annarstaðr í Evrópu.
3. Enga þekkingu á krafti íslenskra starfsmanna (fáviska). 
Hvað eru margir Íslendingar að vinna hjá stóru bönkunum erlendis í stjórnunarstöðum?  Það eru sárafáir, og þeir sem eru að vinna erlendis komast ekki til áhrifavalda fyrr en á miðjum aldri.  Það nánast þekkist ekki að 30 ára einstaklingur sé kominn í Bankastjórastöðu án þess að eiga hann.

En öll rök þessara manna lúta að þekkingarleysi andstæðingsins á viðfangsefninu.  En það eru fyrstu merki um rökleysu, að tala um gáfnafar þess sem rökrætt er við. 
  
Hafið það bak við eyrun þegar þið hlustið á menn  og konur tala í dag.  
 Þetta gerðist ekki bara í september.......er það.
 Er þetta 29/9 samsæri gegn bönkum landsins,  Brown að neiða okur og IMF vill komast yfir auðlindirnar?  Hver er vitlaus?


250 löggur???

250 lögreglum hefur verið, eða á að bæta við lögregluna á Íslandi.  Það skildi þó aldrei vera að ráðamenn í landinu eru farnir að óttast um eigið öryggi. 

Það mátti ekki heyra á það minnst fyrir hálfu ári síðan að fjölga í lögreglunni.  Hún átti að spara.

Hvað hefur breyst? 

Gæti það verið að undirliggjandi sé blóðug uppreisn?

Ég segi fyrir mig að íslendingar eiga að sækja í franska fyrirmynd, og þá ekki frá síðustu öld heldur mun lengra. 

Vive la révolution.


mánudagur, nóvember 03, 2008

Og ég sem ætlaði til Kamerún


En svo virðist sem allt sé á leiðinni til andskotans í Afríku, stríð og læti. 


http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/#entry-697391


Já við erum svo sannarlega í vanda hér á landi.....

Wake, from your sleep

Mæli með smá hugvekju a la Radiohead.

Exit music (for a film)

http://www.youtube.com/watch?v=bdFTNy_UTGU

Wake, from your sleep , the drying of your tears, today we escape, we escape.

Pack and get dressed,before your father heres us, before all hell breaks loose

Breathe keep breathing, Don't lose your nerve
Breathe keep breathing, I can't do this alone

Sing us as song, A song to keep us warm
There´s such a chill ,such al chill

You can laugh your spineless laugh
we hope your rules and wisdom choke you

Now we are one in everlasting peace we hope that you choke, that you choke


Er þetta satt???

Stundum vaknar maður upp við vondan draum.  Barnið sem var og er, barnið sem grenjaði, barnið sem gerði mig að mömmu löngu áður en ég átti að verða pabbi er að eigin sögn gengið út.  Nú er ég ekki með neitt lögsagnarumdæmi yfir Danaveldi og dytti aldrey í hug að skipta mér af en....

Tvö skilyrði

Enga Tyrki og ef partnerinn er hörundsdökkur þá er eins gott að nóg sé af peningum og tungumálakunnáttan nái aðeins lengra en til svahili og dönsku. 

Ef parnerinn er íslenskur þá má hann ekki vera framsóknarmaður og ef hann hyggst kjósa núverandi valdhafa í næstu kosningum verður hann að sætta sig við háð og spott það sem eftir er af hans ófrumlega lífi, auk þess sem að allt verður verðtryggt þannig að það bætist bara í miðað við verðbólgu.  

En að öðru leiti þá samhryggist ég þér með þessi váglegu tíðindi enda ekker verra en að þurfa að gera málamiðlanir alla daga.  

Og mundu hvert barn kostar 18 milljónir og fullt af klukkutímum sem þú gætir eytt í hárgreiðslu eða eitthvað.  

Og allt allt öðru en samt ekki

Hvet þann sem hefur tíma til að horfa. 

http://www.zeitgeistmovie.com/

Tvær myndir.  Ókeypis, þó auðvitað má ekki gleyma því að tími er peningur og peningur er völd og völd eru ofmetin.

kv,