miðvikudagur, janúar 19, 2005

Hvernig ætli páfanum líði að tapa alltaf.....

Já bara ef einhver skildi nú lesa þetta. 9 Stykki eru á leiðinni á Pottverja rall.

Eitt sem vert er að hafa í huga.

Það er bannað að kúka í klósetið mitt......vinsamlegast sýnið öðrum þá nærgættni að kúka áður en þið komið.

Ef þið finnið þörf fyrir að tala við mig, vinsamlegast ávarpið mig "yðar hátign" eða "meistari" áður en þið hefjið samræðulist ykkar.

Bannað er að tala um gengi Wolves í Ensku úrvalsfyrstudeildinni. (ég minni viðmælendur mína á að Chelsea er í efsta sæti, UTD gerði jafntefli við Exeter, Liverpool tapaði fyrir einhverju fyrstu deilda liði sem enginn veit hvaðan er, spurs getur ekki skorað þó að boltinn fari yfir marklínuna og Arsenic var að kúka á sig á móti bolton.

Þannig að ég legg til að menn gleymi fótbolta eina kvöld stund (4 tíma eða svo) og fái sér einn öllara eða svo og metist um hver sé nú mesti excel lúðinn í hópnum.

Annað var það nú ekki...

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Manni getur nú sárnað án þess að gráta

Nýtt ár og ný loforð. Vildi bara setja það á blað svo ég gleymi því ekki. Klára þetta nám næstu jól. Klára sem sagt Bs.C í viðskiptalögfræði og Master í nýsköpun og frumkvöðlafræði.

En þeir sem eru sárir án þess endilega að vera í tárum þá vildi ég bara benda á að þar sem ég ekki lengur maður einsamall þá hef ég afsökun fyrir því að hafa horfið síðustu 30 daga.