Hvað um það ég auðmjúkur játa það að þrjóska og besserviska mín gagnvart þessum manni litaðist aðalega að barnslegri tilraun minni til að vera á móti. Hver einasti listi sem ég sá af topp trilljón myndum hafði nefninlega alltaf Citizen Kane í efsta sæti. Ég meina myndin er frá því í seinni heimstyrjöldinni og hún á fullt erindi til dagsins í dag og mun breyta þér pínulítið ef þú leggur á þig að horfa á hana. Síðan á auðvitað að fylgja henni eftir með Touch of Evil, The Third Man og F for Fake. Ásamt svo auðvitað flestu því sem maðurinn gerði.
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Orson Welles
Alveg er ég búinn að halda fyrir eyrun og hljóða (lalalalalalllalllalallallalllla..nei ég vil ekki ..lalalalala) í hvert skiptið sem ég heyrði þetta nafn. Nei þessi maður getur ekki verið snillingur. Þetta eru bara franskir impresionistar og nostalgíukrítikerar frá Jórdaníu sem fíla þennan mann. En svei mér þá, það liggur við að ég sé pínulítið franskur eftir allt saman og sokkinn í reykingar, kaffi og film noir kvikmyndir. Listamaður, sem ég bara kemst ekki yfir að hafa lokað augum og eyrum fyrir. Þetta heitir víst að þroskast, en ég kalla það að vakna upp af 20 ára vetradvala. Ég mæli með að fólk kíki á viðtalsbútana sem eru á youtube. Það eru tveir klukkutíma viðtalsþættir þar. óendanlega gaman að hlusta á mann lýsa því þegar heimilisaðstoðin á hans heimili var að tala um Bandaríska borgarastríðið. Hann er fæddur 1915 deyr 1985. Hugsa sér hvað það er stutt í þennan tíma. Nostalgían að færast yfir mann, fyrr en varir verð ég búinn að fá mér kofa einhverstaðar á ströndum, nokkrar rollur, hesta, beljur og hund og segi skilið við nútímasamfélagið (fyrir utan rafmagn og flakkarann minn mér má ekki verða kalt).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég ætla að vona að þú verðir með netið líka því ekki viljum við missa af þunglyndislegum, draumfarskenndum skapsveiflum vestfirskra einsetubænda.
Annars líst mér betur og betur á bókakost héraðsbókasafnsins á Drangsnesi!
Skrifa ummæli