Segir " hækkanirnar ekki nýjar, þær hafi verið boðaðar í hinu úrelta fjárlagafrumvarpi fyrir bankahrunið enda hafi gjöldin verið að rýrna að raungildi árum saman" Ég minnist þess að þessi maður tali endlaust um raungildi. Ég vill minna hann á að:
Skattar á Íslandi eru þeir mestu innan OECD og hafa hækkað að raungildi en ekki lækkað eins og hann vill halda fram.
Laun mín hafa lækkað að raungildi
Húsnæðið mitt hefur lækkað að raungildi
Lánin mín, hvort sem það eru námslán eða húsnæðislán, hafa hækkað að raungildi.
Þannig að endalaust að tala um þetta helvítis raungildi hjá manni sem ætti fyrst og fremst að vera að sauma saman rollur er eins og að hlusta á Ingibjörgu tala um Evrópusambandið.
ÞETTA FÓLK VEIT EKKERT HVAÐ ÞAÐ ER AÐ GERA EÐA SEGJA.
Bara að það væri dauðarefsing við heimsku. Ég yrði væntanlega líflátinn en ég myndi fúslega fórna mér til þess að koma þessu helvítis pakki frá völdum.
sunnudagur, desember 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
já sææll!
Var þettta skrifað eftir miðnætti!?
Gæti verið.. En það er ekki eins og ég sjái eitthvað eftir þessu. Ég var ekki drukkinn og ég held að svefnleysi flokkist ekki undir afsökun á neinu sem maður segir eða gerir. Þoli ekki þetta helvítis kjaftæði í þessu fólki. Tími kominn á hækkanir af því að raungildi segir til um það. Má ég nota þessi rök í næstu kjarasamningum? Er ekki viss um að hrossaþjófurinn tæki undir það.
Skrifa ummæli