miðvikudagur, október 02, 2002

Valli
Ok ég get ekki verið minni maður heldur en svan og þar sem ekki sála skoðar þetta, hvað þá gerir athugasemd við þær stafsetningarvillur sem hér kunna að leynast. Þá er upplagt að koma mínum skoðunum á framfæri á jafn áhriamiklum miðli eins og netið er e.... eða þannig. Nú ef þú slysast hérna inn og ert ekki sammála því sem hér er sagt endilega haltu því fyrir þig. Þetta er mitt lýræðislega einræði og það sem hér er skrifað endurspeglar ekki skoðanir Íslendinga eða annarra jarðarbúa. En hafi þú gaman af endilega láttu mig vita.
Hver er Valli
Eða hvar er valli? Eins og svo margir frumlegir einstaklingar hér upp á Íslandi segja þegar þeir heyra þessa styttingu á nafni mínu. Where Is WALDO? Heitir þessi heimskulega teiknimynd. Ég er viss um að þessi ofurnörður sem þýddi þessa þætti upp á hana íslenskuna hefur haft eithvað á móti okkur Völlum þessa heims. Hvar er Valdi? Þetta var ekki svo erfitt. Þetta krafðist ekki heilabrota. Ef tími þinn er svona dýrmætur hvort eð er hversvegna í fjáranum datt þér ekki í hug að mennta þig í öðru en ensku.
Hver er Valli önnur tilraun
Valli er kallaður (ungur) maður er gefið var nafnið Valgeir Jens (stundum kallaður ekki sjens). Hvernig foreldrum mínum datt þetta nafn í hug fæ ég aldrei skilið en hvað um það eftir alla Valdó komplexana og allt stamið í útlendingum, ég tala nú ekki um þegar þeir heyra hvers son ég er en faðir minn er kenndur við föður almáttugan, skapara himins og jarðar og allt það krapp. En ég er fæddur á því herrans ári 1976. En þar sem hann svan er farinn að reka á eftir mér þá snakka ég síðar um sjálfan mig.
Kveðja að vestan

Engin ummæli: