Sick
Það er skelfilegt, þegar hugsað er til þess að 21 öldin er að hefjast, að við skulum en búa við þær aðstæður að heitavatnið sé bilað. Ég skil heldur ekki hvernig það getur átt sér stað bilun á heitavatni eða borholu. En við þetta hef ég þurft að búa síðan í gær og kuldinn inn í herbergi mínu er kominn niður fyrir frostmark. Slímið í hálsinum er farið að harna og heilinn á mér er í tilvistarkreppu, sem lýsir sér í því að hann er að reyna að komast út úr líkama mínum með tilheyrandi óþægindum fyrir höfuðkúpuna mína. Nefið á mér er orðið uppspretta fyrir fleirri bakteríur en fyrir finnast í rannsóknarstofum í Írak. Eyrun eru hætt að virka þannig að ef mér dettur í hug að ætla mér að standa upp þá fell ég umsvifalaust á hausinn aftur og ég er með þessa stanslausu ógleðitilfinningu. Allt þetta leiðir til þess að hugsanlegri heimför minni er stefnt í voða þar sem Snæbjörn Valur er ekki með fullmótaða viðmótstöðu gegn þessum sýklahernaði mínum. Ég er ekki að fara að gera einhverja tilraun á mótstöðuafli lilla míns eins og staðan er í dag. Ætli ég haldi bara ekki áfram að liggja upp í rúmi og vorkenna sjálfum mér.
fimmtudagur, október 17, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli