Landsliðið
Það hlýtur eitthvað að vera að hjá þjóð sem státar sig af því að vera "snillingar miðað við höfðatölu" í knattspyrnu en getur svo ekki unnið leik án þess að vera einum færri. Nóta bene ég er ekki að rakka niður getu einstakra leikmanna heldur þá hæfileika þjálfarans til að velja úr þessu stóði okkar, leikmenn sem eru ekki orðnir nægjanlega þroskaðir til að takast á við verkefni eins og að spila heilann leik. 433 er kerfi sem ég skil ekki hjá honum atla. Það dugar kanske hjá liði í íslensku deildarkeppninni en hvað er lið eins og íslands sem má þakka fyrir stig gegn norður írum að gera með að stilla upp þremur framherjum. Ok þetta eru tveir framherjar og vængmaður en þessi vængmaður sem á að styðja sóknina er sóknarmaður hjá félagsliði sínu, kann ekki að verjast og hugsar fyrst um sókn síðan vörn. Hann getur ekkert að því gert hann er bara svona. Hvað hafa leikmenn eins og MAREL BALDVINSSON (sem varla fær að spila heilann leik með liði sínu) og Haukur Ingi (sem mun spila í íslensku 1 deildinni (úrvals, 1,2,3 deild)) að gera í þetta lið. Er það svo hræðilegur glæpur að óska eftir því að fá að spila meira með landsliði sínu að menn er ekki valdir í liðið. Tryggvi G. sem er með markahæstu mönnum í norska boltanum kvartaði yfir því (skiljanlega) að vera settur á kantinn. Hann fær ekki einu sinni að vera á bekknum núna. Þórður G. sem er að brillera í þýska boltanum (þýsku úrvalsdeildinni) telur að hann eigi að skipa meiri sess innan liðsins og hann fær ekki einu sinni að verma bekk liðsins. Á meðan eru bræður hans báðir í hópnum þrátt fyrir að þeir spila í ensku 1 deildinni og með varaliði BETIS. Og hvað er í gangi með þessa vörn. Við erum með einn besta markvörð evrópu en svo erum við að raða í kringum hann leikmönnum sem vita ekki hvar þeir eiga að vera inn á vellinum í föstum leikatriðum. Við höfum alla burði til að vera með frambærilegt lið. En einhverjar húsmæður í vesturbænum hafa lagt blátt bann við því að menn eigi sinn frítíma sjálfir og verði þeim fótaskortur á tungu eða skapi þá skulum við henda þeim út úr hópnum. Ég held að þessir menn megi skemmta sér í friði. Það á ekki að skipta höfuð máli. En svo að lokum hvaða kröfur er hægt að gera til liðs sem samanstendur af það sem er kallað squad leikmönnum úr 1. og 2 deildarliðum á skandinavíu og Eið Smára og Rúnka. Alla vega. Ég er á því að við eigum að velja bestu (ekki bestu þrjá sóknarmennina og dreifa þeim svo um völlinn) leikmennina í hverja stöðu, pakka í vörn, spila nógu leiðinlegan enskan bolta og vonast eftir einu marki úr horni eða aukaspyrnu. A la NORGE. Ég vill frekar gera 0:0 jafntefli við skota en að tapa tvö núll. Með þessu áframhaldi þá rúlla færeyjar yfir okkur þar sem skipulagið hjá þeim er mun betra en hjá okkur. Þeir gera 2:2 jafntefli við skota og tapa 2:1 fyrir þjóðverjum á meðan við erum í basli með Andorra. 4:0 fyrir þriðjudeildarleikmönnum spánar er ekki eitthvað sem ég hrópa húrra yfir.
miðvikudagur, október 16, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli