Valli
Ég nenni ekki að ræða meira um sjálfan mig því það er eitthvað það leiðinlegasta sem ég geri.  En mig langar aðeins að segja mína skoðun á hlutunum því það er það skemmtilegasta sem ég geri.  Ég hef yfir mörgu að kvarta og sé ekki ljósan punkt í neinum hlut (nánast).  Það gæti verið að aðalástæða þess sé slakt gengi liðsinsmíns, ég skal ekki segja um það.  Ég veit þó að skapið í Manuar mönnum er svona svipað og hjá mér þessa daganna.  Þeir hafa þó getað fagnað aðeins oftar undanfarin ár.  Skít og laggott ég nenni ekki að spökulera í því.  
Ég vaknaði í morgun.  Ef morgun skildi kalla vitandi það að hér um slóðir eru menn ekki sérlega morgunglaðir á föstudögum.  Ástæður kunna að vera margar en í dag keyrði um þverbak því þegar ég mætti í dæmatíma þá varð ég nánast drukkinn bara af ilm einum og sér.  Það vildi ég óska að yfirvöld okkar ágæta skóla tækju sér til og hættu að neyða fólk í dæmatíma því þá þyrfti maður ekki að mæta (föst and formost)og þá mætti manni ekki sama stækja og var á hverfisbarnum kvöldið áður .  Aní hú ég er farinn að skjóta mann og annan. Ég er ekki í stuði í kvöld.
kveðja
föstudagur, október 04, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli