föstudagur, október 18, 2002

Corporate System Management
Eða það sem meðal okkar veiðimanna hér gengur undir nafninu CS er ásamt CM eitthvað það tímafrekasta crap sem ég hef leitt inn í mitt saklausa líf. Mér hryllir við þeirri hugsun einni saman að fara að taka niður þann tíma sem farið hefur í að drepa félagana í gegnum netið. Ég held ég geti fullyrt að ef ég hefði ekki dottið inni í þessa vitleysu þá væri ég meðal menntuðustu manna landsins. Það er að segja kominn með gráðu í stað þess að sitja heima í einhverju aflífelsis kastinu og hoppa eins og hálfviti milli kassa og kletta. Við erum sorglegar skepnur þegar allt kemur til alls. Kvörtum yfir tímaleysi og verkefnaálagi en eyðum svo öllum mögulegum sekúndum í þessa vitleysu. Ég hugsa án þess þó að ég sé að ýkja að ég hafi eydd sem svarar tæplega heilu ári fyrir framan tölvuskjáinn. Ég veit að þetta er alveg svakalegur tími en pældu bara í þessu sjálfur. 1 tímar á dag gera 7 tíma á viku sinnu 52 sinnum 18 ár en ég er einn af þessum fjölmörgu sem byrjaði í sincler spectrum hér á sínum tíma. Þetta gerir um 6552 stundir en það eru 8736 klukkustundir í ári. En nóta bene það hafa komið fyrir tarnir (37 tímar stanslaust)og það hafa komið fyrir þurrir tímar (6 mánuðir sökum tölvuleysis)þannig að ég tek meðaltalið. En ég er alveg vissum að ég er nær hærri tölunni ef við værum í nákvæmum mælingum. Sú staðreynd ein og sér fær mig samt ekki til að viðurkenna að ég sé veikur á tölvugeðinu nei það er ekki fyrr en ég hugsa til þess að þetta er LEIKJA tími, ég á eftir að taka saman allan net-tímann (fótbolti,fréttir,kvikmyndir,porn og allt það bull sem maður er að skoða) tölvufikt (þetta bill gates fífl er ekkert allt of klár í forritun). Ég eyddi meira að segja drjúgum tíma um daginn í að skoða límbandsrúlluvef sem tilverusnillingarnir voru að benda á. En ofan á þetta þá horfir maður að sjálfsögðu á kvikmyndir, sjónvarpið fer á æfingar og spjallar við félagana og að sjálfsögðu konuna ,heimsækir, ásækir og ofsækir. Ég geri semsagt allt annað en að læra (alla vega skil ég ekki hvar ég kem því forriti inn í þessa úrsérgengnu microsoft office 95 vél sem ríkur upp úr við það eitt að hugsa um morgundaginn. Sem ég þarf að fara að gera í stað þess að bulla hér. Ég er farinn að hoppa. eh ég meina að læra.

Engin ummæli: