sunnudagur, janúar 04, 2009

VR

En hvað það er gaman að stjórn VR skuli vera orðin langþreytt. Það vildi ég óska að hún hætti þá og leyfði öðrum að stýra málum innan VR.

Núna fela menn sig á bak við að félagmenn VR verði að ráða sér lögfræðinga vilji þeir á annað borð fá úr því skorið hvernig túlka eigi lög VR. Þeir sem sagt ætla ekki að hjálpa félagsmönnum sínum að túlka eigin lög.

Er ég einn um að finnast þetta furðulega vinnubrögð hjá félagi sem kennir sig við virðingu og réttlæti.

En menn eru auðvitað í þessu til að ráða, drottna og útdeila en ekki að þjóna félagsmönnum sínum. Ekkert að því ef enginn nennir að taka á því.

Engin ummæli: