fimmtudagur, janúar 22, 2009

Vikan, to date

Laugardagskvöldið, 5 km

Þriðjudagur 5, km

Miðvikudagur, 5 km

En svo er maður auðvitað stoltur af því að vera Íslendingur núna. Það er svo gaman þegar fjölmiðlar segja að aðeins 2000 manns séu að mótmæla að kvöldi til á mánudegi. Eins og um sé að ræða 2 aðila. Eða að um 7000 séu á Austurvelli að degi til.

Það er skemmst frá því að segja að miðað við höfðatölu þá þyrftu milljónir manna að vera að mótmæla annarstaðar til að um sambærilegt sé að ræða.

Það er líka gott að hugsa sér þessa tölu í samhengi við flokkana sjálfa sem stjórna þessu landi.
Gild atkvæði 2007 voru 182.000 af 221330 sem máttu kjósa.
Í síðustu kosningum þá fengu flokkarnir;

Framsóknarflokkur 21.350
Frjálslyndiflokkur 13.233
Samfylkingin 48.743
Sjálfstæðisflokkur 66.754

Aðrir 5.953

Sjálfstæðisflokkurinn sem er fjölmennasti flokkur landsins hefur tæplega 2.000 manna flokksþing. Það eru þeir sem ákveða stefnu flokksins fyrir 66.754 kjósendur hans. Ef þeir 2.000 manns eru marktækur þverskurður sjálfstæðismanna til að koma sér saman um ýmis mál sem varða stjórnun þessa lands þá má með sömu rökum segja að þeir 8000 sem mæta á Laugardögum og öðrum dögum til að mótmæla séu marktækur þverskurður á alla kosningarbæra einstaklinga í landinu.

Hafið það í huga næst þegar þið veltið vöngum yfir þessu "fámenni" sem mótmælir í miðbænum. Samtals fá Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin 3500 manns á sín flokksþing sem svo stýra því hvernig þessu landi er stjórnað.

kv,
frá Akureyri

1 ummæli:

Unknown sagði...

Farðu nú að hætta þessu skokki!
Við fórum eftir þessu plani! Svínvirkaði!