Ég er ekki að átta mig á því hvernig þetta fyrirkomulag VG, SF og Framsóknarmanna er betra en það sem var.
Framsókn var hluti af þessu hallæri í 12 ár. Samfylkingin er búin að gleyma því að hún var að hluta til við stjórnvölin fyrstu 4 árin.
Er það bara tilkoma VG sem gleður svona mótmælendur? Ef svo er þá þýðir það að VG voru að mótmæla, ekki íslenska þjóðin.
Ég vill kosningar strax. Ekki þetta kosningarblaður út í eitt.
VG munu bara fá 22% atkvæða, SF fær 22%, Framsókn 10%, Frjálslyndir 5%, Sjálfstæðisflokkur fær 28% og nýtt afl(hvað sem það mun verða) mun skrapa saman í 9% og afgangur verður auður og ógildur. Kosturinn verður að sjálfsögðu að ekki geta tveir flokkar tekið sér saman um að stjórna landinu, málamiðlun ofan á málamiðlun mun gera okkur steingeld.
Mér þykir það leitt en við Íslendingar erum svo lítið fyrir breytingar að við kjósum frekar óbreytt ástand en óvissu og nýtt fólk. Vonandi hef ég rangt fyrir mér. Best væri auðvitað að fá að kjósa þann sem mann langar.
föstudagur, janúar 30, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli