Ég man að ég sat fund með einum af forkólfum atvinnulífsins þegar netbólan var ekki alveg sprungin og hann talaði um að netið væri framtíðin. Ég sagði við hann já, en þú veist að það þýðir að þú átt ekki eftir að græða krónu þar sem allt á netinu á bara eftir að verða ókeypis. Það verður enginn ríkur á að framleiða loft, ekki til lengdar allavega. Amazon er ekki enn farið að skila hagnaði og þeir selja vörur.
Ég man líka eftir því að hafa setið fund með forkólfi innan verkalýðshreyfingarinnar um aldamótin þar sem hann státaði sig af því að hafa drepið fataiðnaðinn á Íslandi árið 1989. Hans rök voru þau að fataiðnaðurinn gæti ekki kept við Kína um verð. Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið hroki gagnvart starfinu.
Í dag eru hvorki fleirri né færri en 6 íslensk fyrirtæki að framleiða tískuföt, tvö að framleiða vinnuföt og sex önnur að framleiða úr ull, roði ofl sem þessi snillingur hefur væntanlega aldrei látið sér detta í huga að yrði raunin. Einhver láta sauma flíkurnar erlendis sem er miður en þrátt fyrir það þá skapar þetta störf hér á landi, í stað þess að vera dauð atvinnugrein eins og verkalýðsfrömuðurinn vildi væntanlega
Ég vill fá að vita af hverju kostar flík sem búin er til í Kína 45000 krónur (ég er bara að tala um úlpu) og af hverju borgar það sig ekki að framleiða hana hér fyrst að hún er svona dýr?
Það getur ekki tekið eina manneskju nema svona dag að framleiða eina flík, efnið getur ekki kostað meira en 10.000 kall. Bætum við vaski og overhead kostnaði og við erum samt ekki með nema 25.000 kall á flíkina.
Ég er með hugmynd fyrir Innovit- Handprjónað, framleydd af íslendingum Á ÍSLANDI fyrir útlendinga? Hver á að sauma? Nú auðvitað ellilífeyrisþegarnir og þeir, samkvæmt nýjum lögum, fá að vinna þetta án þess að borga skatta. Nýtt á Íslandi? Já já það eru bara þrjú fyrirtæki sem eru að framleiða vöru úr ull og þau eru öll svo hallærislega, ekki eins sniðug og ég.
En án gríns þá verða menn að fara að styrkja alvöru fyrirtæki sem framleiða eitthvað og skapa atvinnu fyrir fleirri en einn. Það er ekki úr vegi að muna að við erum eyja, í ballarhafi. Við keppum ekki við önnur lönd. Munum ekki gera og höfum aldrei gert, nema á einu sviði og það er að framleiða fisk. Við erum að vísu með einhverja 10 háskóla, spurning um að fara að selja háskólanám til útlendinga, nóg er það ódýrt miðað við gengishrunið.
Stærsti banki landsins fyrir hrunið var Kaupthing. Bankastarfsemi átti að vera the new thing. En Kaupthing var stærstur 50 milljarða punda virði á meðan Barclays var 2500 milljarða punda virði. Það er svona svipað og að Sparisjóður strandamanna ætlaði í samkeppni við Kaupthing. Mönnum kæmi það hreinlega ekki til hugar þætti það jafnvel fáránlega heimskuleg hugmynd. Reynum að muna þetta þegar við erum að hugsa stórt.
Munum líka að ekkert hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var fyrir aldamótin er starfandi í óbreyttri mynd, og Íslensk erfðagreining er tæknilega gjaldþrota. Fiskeldi, síldin, loðdýrarækt og bankakerfið eru farin.
sunnudagur, janúar 11, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli