sunnudagur, janúar 11, 2009

Nýsköpun???

Vinsamlegast skoðið þessa vitleysu. Það er ekki eitt fyrirtæki þarna með hugmynd sem skapar atvinnu fyrir fólk. Allt loft. Allar hugmyndirnar snúast um að gera e-hvað sem tugþúsundir í heiminum eru að gera nú þegar. Svakaleg nýsköpun að vera með fyrirtæki í hugbúnaðargerð fyrir farsíma. Ef ég man rétt þá fór eitt slíkt á hausinn fyrir nokkru síðan og hét OZ.

Markaðsrannsóknir, hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að þarna sé um nýsköpun að ræða. Þetta er einhver þumbi sem þarf á skrifstofuhúsnæði að halda og þar sem enginn vill kaupa þetta loft sem hann er að selja, sérstaklega ekki í dag þá treður hann sér þarna inn. Væntanlega er maðurinn búinn að fara í HR því það eina sem menn læra þar er að búa til gagnslausar viðskiptaáætlanir.

Samfélags og upplýsingavefjum- heimasíðugerð??????? Er ekki árið 2009. Kom on fólk það eru yfir 10 ár síðan hvaða jahú sem er gat búið til heimasíðu.

Vop- voice over phone sem geta......Djöfull hjóta þessir herramenn að vera gamlir sem eru í þessari valnefnd. Já þetta er drullu sniðugt.....ég hef ekki heyrt um þetta...Nei.... þetta hefur verið hægt að gera núna í 9 ár. Hvað er......argh SKYPE anyone hvað er í gangi hérna.

Engin ummæli: