Fyrir fjórum vikum sat liðið í efsta sæti, UTD gat ekki náð þeim að stigum. Síðan er liðið búið að gera þrjú jafntefli, auk jafnteflis í bikar. Situr nú í þriðja sæti og UTD getur komist 5 stigum framúr liðinu. Er þessi maður algerlega að missa það. Tvo leiki nánast í röð tekur hann sóknarmann útaf og setur inná varnar eða miðjumann í stöðunni 1-0. Báðir leikirnir fara 1-1. Er ekki spurning um að maðurinn viðurkenni mistök sín. Hendi Kuyt og Hyppia út úr liðinu og setji inn menn sem kunna fótbolta, KEAN og AGGER. For kræing át lát.
UTD má ekki vinna þriðja árið í röð. Það bara má ekki gerast.
föstudagur, janúar 30, 2009
Hvað gerir einbjörn núna
Ég er ekki að átta mig á því hvernig þetta fyrirkomulag VG, SF og Framsóknarmanna er betra en það sem var.
Framsókn var hluti af þessu hallæri í 12 ár. Samfylkingin er búin að gleyma því að hún var að hluta til við stjórnvölin fyrstu 4 árin.
Er það bara tilkoma VG sem gleður svona mótmælendur? Ef svo er þá þýðir það að VG voru að mótmæla, ekki íslenska þjóðin.
Ég vill kosningar strax. Ekki þetta kosningarblaður út í eitt.
VG munu bara fá 22% atkvæða, SF fær 22%, Framsókn 10%, Frjálslyndir 5%, Sjálfstæðisflokkur fær 28% og nýtt afl(hvað sem það mun verða) mun skrapa saman í 9% og afgangur verður auður og ógildur. Kosturinn verður að sjálfsögðu að ekki geta tveir flokkar tekið sér saman um að stjórna landinu, málamiðlun ofan á málamiðlun mun gera okkur steingeld.
Mér þykir það leitt en við Íslendingar erum svo lítið fyrir breytingar að við kjósum frekar óbreytt ástand en óvissu og nýtt fólk. Vonandi hef ég rangt fyrir mér. Best væri auðvitað að fá að kjósa þann sem mann langar.
Framsókn var hluti af þessu hallæri í 12 ár. Samfylkingin er búin að gleyma því að hún var að hluta til við stjórnvölin fyrstu 4 árin.
Er það bara tilkoma VG sem gleður svona mótmælendur? Ef svo er þá þýðir það að VG voru að mótmæla, ekki íslenska þjóðin.
Ég vill kosningar strax. Ekki þetta kosningarblaður út í eitt.
VG munu bara fá 22% atkvæða, SF fær 22%, Framsókn 10%, Frjálslyndir 5%, Sjálfstæðisflokkur fær 28% og nýtt afl(hvað sem það mun verða) mun skrapa saman í 9% og afgangur verður auður og ógildur. Kosturinn verður að sjálfsögðu að ekki geta tveir flokkar tekið sér saman um að stjórna landinu, málamiðlun ofan á málamiðlun mun gera okkur steingeld.
Mér þykir það leitt en við Íslendingar erum svo lítið fyrir breytingar að við kjósum frekar óbreytt ástand en óvissu og nýtt fólk. Vonandi hef ég rangt fyrir mér. Best væri auðvitað að fá að kjósa þann sem mann langar.
fimmtudagur, janúar 29, 2009
Meira hlaup, minna mal
Veit ekki hvað ég fór langt, vantar svona handtæki sem segir mér allt um ferðir mínar. Kostar "bara" 35.000. En fyrsta útihlaupið eftir áramót var núna í dag og ef eitthvað er að marka vegskylti þessa lands þá voru þetta 8 km
Vei.
Minni fólk á að venjulegur tími fyrir afgreiðslustúlku á að koma sér inn í starf er 1-2 mánuður. Hvað ætla þessir þingmenn að gera????? Kjósa strax, ekkert bull.
Vei.
Minni fólk á að venjulegur tími fyrir afgreiðslustúlku á að koma sér inn í starf er 1-2 mánuður. Hvað ætla þessir þingmenn að gera????? Kjósa strax, ekkert bull.
þriðjudagur, janúar 27, 2009
Skokkið heldur áfram
5 km laugardag
8 km á sunnudag
5 km mánudag
ekkert í dag....helvítis leti. En eins og Bárður segir nú þarf að fara að breyta þessu yfir í lengri vegalengdir. Enda er bumban orðin aðeins minni og líkaminn farinn að þola 8 km í einu án vandræða. Djöfull eru jólin að skemma fyrir manni. Var 97 kg 19 des en 103 3 jan. Helvítis ofát og læti
kv,
8 km á sunnudag
5 km mánudag
ekkert í dag....helvítis leti. En eins og Bárður segir nú þarf að fara að breyta þessu yfir í lengri vegalengdir. Enda er bumban orðin aðeins minni og líkaminn farinn að þola 8 km í einu án vandræða. Djöfull eru jólin að skemma fyrir manni. Var 97 kg 19 des en 103 3 jan. Helvítis ofát og læti
kv,
fimmtudagur, janúar 22, 2009
Vikan, to date
Laugardagskvöldið, 5 km
Þriðjudagur 5, km
Miðvikudagur, 5 km
En svo er maður auðvitað stoltur af því að vera Íslendingur núna. Það er svo gaman þegar fjölmiðlar segja að aðeins 2000 manns séu að mótmæla að kvöldi til á mánudegi. Eins og um sé að ræða 2 aðila. Eða að um 7000 séu á Austurvelli að degi til.
Það er skemmst frá því að segja að miðað við höfðatölu þá þyrftu milljónir manna að vera að mótmæla annarstaðar til að um sambærilegt sé að ræða.
Það er líka gott að hugsa sér þessa tölu í samhengi við flokkana sjálfa sem stjórna þessu landi.
Gild atkvæði 2007 voru 182.000 af 221330 sem máttu kjósa.
Í síðustu kosningum þá fengu flokkarnir;
Framsóknarflokkur 21.350
Frjálslyndiflokkur 13.233
Samfylkingin 48.743
Sjálfstæðisflokkur 66.754
Aðrir 5.953
Sjálfstæðisflokkurinn sem er fjölmennasti flokkur landsins hefur tæplega 2.000 manna flokksþing. Það eru þeir sem ákveða stefnu flokksins fyrir 66.754 kjósendur hans. Ef þeir 2.000 manns eru marktækur þverskurður sjálfstæðismanna til að koma sér saman um ýmis mál sem varða stjórnun þessa lands þá má með sömu rökum segja að þeir 8000 sem mæta á Laugardögum og öðrum dögum til að mótmæla séu marktækur þverskurður á alla kosningarbæra einstaklinga í landinu.
Hafið það í huga næst þegar þið veltið vöngum yfir þessu "fámenni" sem mótmælir í miðbænum. Samtals fá Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin 3500 manns á sín flokksþing sem svo stýra því hvernig þessu landi er stjórnað.
kv,
frá Akureyri
Þriðjudagur 5, km
Miðvikudagur, 5 km
En svo er maður auðvitað stoltur af því að vera Íslendingur núna. Það er svo gaman þegar fjölmiðlar segja að aðeins 2000 manns séu að mótmæla að kvöldi til á mánudegi. Eins og um sé að ræða 2 aðila. Eða að um 7000 séu á Austurvelli að degi til.
Það er skemmst frá því að segja að miðað við höfðatölu þá þyrftu milljónir manna að vera að mótmæla annarstaðar til að um sambærilegt sé að ræða.
Það er líka gott að hugsa sér þessa tölu í samhengi við flokkana sjálfa sem stjórna þessu landi.
Gild atkvæði 2007 voru 182.000 af 221330 sem máttu kjósa.
Í síðustu kosningum þá fengu flokkarnir;
Framsóknarflokkur 21.350
Frjálslyndiflokkur 13.233
Samfylkingin 48.743
Sjálfstæðisflokkur 66.754
Aðrir 5.953
Sjálfstæðisflokkurinn sem er fjölmennasti flokkur landsins hefur tæplega 2.000 manna flokksþing. Það eru þeir sem ákveða stefnu flokksins fyrir 66.754 kjósendur hans. Ef þeir 2.000 manns eru marktækur þverskurður sjálfstæðismanna til að koma sér saman um ýmis mál sem varða stjórnun þessa lands þá má með sömu rökum segja að þeir 8000 sem mæta á Laugardögum og öðrum dögum til að mótmæla séu marktækur þverskurður á alla kosningarbæra einstaklinga í landinu.
Hafið það í huga næst þegar þið veltið vöngum yfir þessu "fámenni" sem mótmælir í miðbænum. Samtals fá Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin 3500 manns á sín flokksþing sem svo stýra því hvernig þessu landi er stjórnað.
kv,
frá Akureyri
laugardagur, janúar 17, 2009
Búinn
Eins og litlu börnin segja, þá hugsaði ég, búinn!!!
6 í morgun og aðrir 6 í kvöld.
En hvað maðurinn er haldinn mikilli sjálfspíningarhvöt.
Hvet ykkur samt til að sleppa þessu bulli og leggja niður gaffalinn í staðinn, mun einfaldara og kostar miklu minna effort.
6 í morgun og aðrir 6 í kvöld.
En hvað maðurinn er haldinn mikilli sjálfspíningarhvöt.
Hvet ykkur samt til að sleppa þessu bulli og leggja niður gaffalinn í staðinn, mun einfaldara og kostar miklu minna effort.
fimmtudagur, janúar 15, 2009
Af haupum fituhlunka
Ótrúlegt hvað þetta er óáhugavert bloggefni, ekki það að hér sé birtingarmynd alls þess sem er áhugavert, en skítt og laggott. 4 km í gær og lyftingar í 20 mín og svo er stefnan á 6 í dag.
kv,
Vinstri hægri snú
kv,
Vinstri hægri snú
miðvikudagur, janúar 14, 2009
Aðrir sex
Þetta er samt helvíti slappt. Verð að fara að fjölga þessu í 5 í viku.
Á morgun, segir sá lati.
kv,
skaflahrellirinn að norðan
mánudagur, janúar 12, 2009
Örlán til fólksins
Er þessi formaður VR ekki með öllum mjalla? Nú líkir hann íslandi við þróunarríki sem þurfi að byggja upp á sama hátt og Bangladesh og Thailand.
Hann ætlar jafnframt að lána fólki án veðs. Hver á þessa peninga sem hann ætlar að lána?
Það skyldi þó ekki vera að maðurinn sé að leika hér einhvern engil til að fegra ímynd sína sem sannast sagna þarf töluvert meira til en svona pr-bull.
Að hann skuli ekki sjá sóma sinn í að viðurkenna afglöp sín í starfi, það væri þó fyrsta skrefið. Næst væri að lækka laun sín verulega og hið þriðja væri að reyna að vinna upp það tap sem ákvarðanir hans hafa kostað sjóðsfélaga. Hvenær í þessu ferli sem hann óskar að láta af störfum, skiptir mig ekki máli. Strax væri auðvita best. En villuráfandi sauðir eru óviljugir dregnir úr dilkum sem gefa vel af sér.
Hann ætlar jafnframt að lána fólki án veðs. Hver á þessa peninga sem hann ætlar að lána?
Það skyldi þó ekki vera að maðurinn sé að leika hér einhvern engil til að fegra ímynd sína sem sannast sagna þarf töluvert meira til en svona pr-bull.
Að hann skuli ekki sjá sóma sinn í að viðurkenna afglöp sín í starfi, það væri þó fyrsta skrefið. Næst væri að lækka laun sín verulega og hið þriðja væri að reyna að vinna upp það tap sem ákvarðanir hans hafa kostað sjóðsfélaga. Hvenær í þessu ferli sem hann óskar að láta af störfum, skiptir mig ekki máli. Strax væri auðvita best. En villuráfandi sauðir eru óviljugir dregnir úr dilkum sem gefa vel af sér.
sunnudagur, janúar 11, 2009
Eitt skref í einu
Ég man að ég sat fund með einum af forkólfum atvinnulífsins þegar netbólan var ekki alveg sprungin og hann talaði um að netið væri framtíðin. Ég sagði við hann já, en þú veist að það þýðir að þú átt ekki eftir að græða krónu þar sem allt á netinu á bara eftir að verða ókeypis. Það verður enginn ríkur á að framleiða loft, ekki til lengdar allavega. Amazon er ekki enn farið að skila hagnaði og þeir selja vörur.
Ég man líka eftir því að hafa setið fund með forkólfi innan verkalýðshreyfingarinnar um aldamótin þar sem hann státaði sig af því að hafa drepið fataiðnaðinn á Íslandi árið 1989. Hans rök voru þau að fataiðnaðurinn gæti ekki kept við Kína um verð. Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið hroki gagnvart starfinu.
Í dag eru hvorki fleirri né færri en 6 íslensk fyrirtæki að framleiða tískuföt, tvö að framleiða vinnuföt og sex önnur að framleiða úr ull, roði ofl sem þessi snillingur hefur væntanlega aldrei látið sér detta í huga að yrði raunin. Einhver láta sauma flíkurnar erlendis sem er miður en þrátt fyrir það þá skapar þetta störf hér á landi, í stað þess að vera dauð atvinnugrein eins og verkalýðsfrömuðurinn vildi væntanlega
Ég vill fá að vita af hverju kostar flík sem búin er til í Kína 45000 krónur (ég er bara að tala um úlpu) og af hverju borgar það sig ekki að framleiða hana hér fyrst að hún er svona dýr?
Það getur ekki tekið eina manneskju nema svona dag að framleiða eina flík, efnið getur ekki kostað meira en 10.000 kall. Bætum við vaski og overhead kostnaði og við erum samt ekki með nema 25.000 kall á flíkina.
Ég er með hugmynd fyrir Innovit- Handprjónað, framleydd af íslendingum Á ÍSLANDI fyrir útlendinga? Hver á að sauma? Nú auðvitað ellilífeyrisþegarnir og þeir, samkvæmt nýjum lögum, fá að vinna þetta án þess að borga skatta. Nýtt á Íslandi? Já já það eru bara þrjú fyrirtæki sem eru að framleiða vöru úr ull og þau eru öll svo hallærislega, ekki eins sniðug og ég.
En án gríns þá verða menn að fara að styrkja alvöru fyrirtæki sem framleiða eitthvað og skapa atvinnu fyrir fleirri en einn. Það er ekki úr vegi að muna að við erum eyja, í ballarhafi. Við keppum ekki við önnur lönd. Munum ekki gera og höfum aldrei gert, nema á einu sviði og það er að framleiða fisk. Við erum að vísu með einhverja 10 háskóla, spurning um að fara að selja háskólanám til útlendinga, nóg er það ódýrt miðað við gengishrunið.
Stærsti banki landsins fyrir hrunið var Kaupthing. Bankastarfsemi átti að vera the new thing. En Kaupthing var stærstur 50 milljarða punda virði á meðan Barclays var 2500 milljarða punda virði. Það er svona svipað og að Sparisjóður strandamanna ætlaði í samkeppni við Kaupthing. Mönnum kæmi það hreinlega ekki til hugar þætti það jafnvel fáránlega heimskuleg hugmynd. Reynum að muna þetta þegar við erum að hugsa stórt.
Munum líka að ekkert hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var fyrir aldamótin er starfandi í óbreyttri mynd, og Íslensk erfðagreining er tæknilega gjaldþrota. Fiskeldi, síldin, loðdýrarækt og bankakerfið eru farin.
Ég man líka eftir því að hafa setið fund með forkólfi innan verkalýðshreyfingarinnar um aldamótin þar sem hann státaði sig af því að hafa drepið fataiðnaðinn á Íslandi árið 1989. Hans rök voru þau að fataiðnaðurinn gæti ekki kept við Kína um verð. Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið hroki gagnvart starfinu.
Í dag eru hvorki fleirri né færri en 6 íslensk fyrirtæki að framleiða tískuföt, tvö að framleiða vinnuföt og sex önnur að framleiða úr ull, roði ofl sem þessi snillingur hefur væntanlega aldrei látið sér detta í huga að yrði raunin. Einhver láta sauma flíkurnar erlendis sem er miður en þrátt fyrir það þá skapar þetta störf hér á landi, í stað þess að vera dauð atvinnugrein eins og verkalýðsfrömuðurinn vildi væntanlega
Ég vill fá að vita af hverju kostar flík sem búin er til í Kína 45000 krónur (ég er bara að tala um úlpu) og af hverju borgar það sig ekki að framleiða hana hér fyrst að hún er svona dýr?
Það getur ekki tekið eina manneskju nema svona dag að framleiða eina flík, efnið getur ekki kostað meira en 10.000 kall. Bætum við vaski og overhead kostnaði og við erum samt ekki með nema 25.000 kall á flíkina.
Ég er með hugmynd fyrir Innovit- Handprjónað, framleydd af íslendingum Á ÍSLANDI fyrir útlendinga? Hver á að sauma? Nú auðvitað ellilífeyrisþegarnir og þeir, samkvæmt nýjum lögum, fá að vinna þetta án þess að borga skatta. Nýtt á Íslandi? Já já það eru bara þrjú fyrirtæki sem eru að framleiða vöru úr ull og þau eru öll svo hallærislega, ekki eins sniðug og ég.
En án gríns þá verða menn að fara að styrkja alvöru fyrirtæki sem framleiða eitthvað og skapa atvinnu fyrir fleirri en einn. Það er ekki úr vegi að muna að við erum eyja, í ballarhafi. Við keppum ekki við önnur lönd. Munum ekki gera og höfum aldrei gert, nema á einu sviði og það er að framleiða fisk. Við erum að vísu með einhverja 10 háskóla, spurning um að fara að selja háskólanám til útlendinga, nóg er það ódýrt miðað við gengishrunið.
Stærsti banki landsins fyrir hrunið var Kaupthing. Bankastarfsemi átti að vera the new thing. En Kaupthing var stærstur 50 milljarða punda virði á meðan Barclays var 2500 milljarða punda virði. Það er svona svipað og að Sparisjóður strandamanna ætlaði í samkeppni við Kaupthing. Mönnum kæmi það hreinlega ekki til hugar þætti það jafnvel fáránlega heimskuleg hugmynd. Reynum að muna þetta þegar við erum að hugsa stórt.
Munum líka að ekkert hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var fyrir aldamótin er starfandi í óbreyttri mynd, og Íslensk erfðagreining er tæknilega gjaldþrota. Fiskeldi, síldin, loðdýrarækt og bankakerfið eru farin.
Nýsköpun???
Vinsamlegast skoðið þessa vitleysu. Það er ekki eitt fyrirtæki þarna með hugmynd sem skapar atvinnu fyrir fólk. Allt loft. Allar hugmyndirnar snúast um að gera e-hvað sem tugþúsundir í heiminum eru að gera nú þegar. Svakaleg nýsköpun að vera með fyrirtæki í hugbúnaðargerð fyrir farsíma. Ef ég man rétt þá fór eitt slíkt á hausinn fyrir nokkru síðan og hét OZ.
Markaðsrannsóknir, hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að þarna sé um nýsköpun að ræða. Þetta er einhver þumbi sem þarf á skrifstofuhúsnæði að halda og þar sem enginn vill kaupa þetta loft sem hann er að selja, sérstaklega ekki í dag þá treður hann sér þarna inn. Væntanlega er maðurinn búinn að fara í HR því það eina sem menn læra þar er að búa til gagnslausar viðskiptaáætlanir.
Samfélags og upplýsingavefjum- heimasíðugerð??????? Er ekki árið 2009. Kom on fólk það eru yfir 10 ár síðan hvaða jahú sem er gat búið til heimasíðu.
Vop- voice over phone sem geta......Djöfull hjóta þessir herramenn að vera gamlir sem eru í þessari valnefnd. Já þetta er drullu sniðugt.....ég hef ekki heyrt um þetta...Nei.... þetta hefur verið hægt að gera núna í 9 ár. Hvað er......argh SKYPE anyone hvað er í gangi hérna.
Markaðsrannsóknir, hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að þarna sé um nýsköpun að ræða. Þetta er einhver þumbi sem þarf á skrifstofuhúsnæði að halda og þar sem enginn vill kaupa þetta loft sem hann er að selja, sérstaklega ekki í dag þá treður hann sér þarna inn. Væntanlega er maðurinn búinn að fara í HR því það eina sem menn læra þar er að búa til gagnslausar viðskiptaáætlanir.
Samfélags og upplýsingavefjum- heimasíðugerð??????? Er ekki árið 2009. Kom on fólk það eru yfir 10 ár síðan hvaða jahú sem er gat búið til heimasíðu.
Vop- voice over phone sem geta......Djöfull hjóta þessir herramenn að vera gamlir sem eru í þessari valnefnd. Já þetta er drullu sniðugt.....ég hef ekki heyrt um þetta...Nei.... þetta hefur verið hægt að gera núna í 9 ár. Hvað er......argh SKYPE anyone hvað er í gangi hérna.
miðvikudagur, janúar 07, 2009
sunnudagur, janúar 04, 2009
En fleirri km
Nú er ég búinn að fara hálfa leiðina til Þorlákshafnar á tveimur dögum. Með þessu áframhaldi þá kemst ég á Akureyri á um 60 dögum. Nokkuð gott fyrir úttaugaðan offitusjúkling.
6k og 450 kaloríur.
6 k á morgun.
kv,
the headmaster
6k og 450 kaloríur.
6 k á morgun.
kv,
the headmaster
VR
En hvað það er gaman að stjórn VR skuli vera orðin langþreytt. Það vildi ég óska að hún hætti þá og leyfði öðrum að stýra málum innan VR.
Núna fela menn sig á bak við að félagmenn VR verði að ráða sér lögfræðinga vilji þeir á annað borð fá úr því skorið hvernig túlka eigi lög VR. Þeir sem sagt ætla ekki að hjálpa félagsmönnum sínum að túlka eigin lög.
Er ég einn um að finnast þetta furðulega vinnubrögð hjá félagi sem kennir sig við virðingu og réttlæti.
En menn eru auðvitað í þessu til að ráða, drottna og útdeila en ekki að þjóna félagsmönnum sínum. Ekkert að því ef enginn nennir að taka á því.
Núna fela menn sig á bak við að félagmenn VR verði að ráða sér lögfræðinga vilji þeir á annað borð fá úr því skorið hvernig túlka eigi lög VR. Þeir sem sagt ætla ekki að hjálpa félagsmönnum sínum að túlka eigin lög.
Er ég einn um að finnast þetta furðulega vinnubrögð hjá félagi sem kennir sig við virðingu og réttlæti.
En menn eru auðvitað í þessu til að ráða, drottna og útdeila en ekki að þjóna félagsmönnum sínum. Ekkert að því ef enginn nennir að taka á því.
laugardagur, janúar 03, 2009
6 k, eins og örverpin segja
Búinn með 6 km, 5% halli og 500 kaloríur. Ég lít út eins og rostungur á sterum.
Aðrir 6 k á morgun.
kv úr stigvélatjaldstæðinu.
Aðrir 6 k á morgun.
kv úr stigvélatjaldstæðinu.
föstudagur, janúar 02, 2009
Þetta verður klas...bíddu...sík
Næstu 9 mánuði munu þessi síða fara úr ofurheimskulegu nöldri um allt og ekkert í súperhappíégersvoduglegur maraþonblogg.
Ummálsmælingar, þyngdarmælingar, geðraskanir sökum sykurleysis og vonleysi sökum árangursleysis munu einkenna bullið ásamt nokkrum vel völdum nöldrum um allt og ekkert.
En fyrst og fremst um hvað ég er æðislegur....þetta verður legen.... Wait for it.....dary.
Þeir sem hafa tekið áskorun eru Páll Bóndi, Kristján Skáld, Þorgrímur Hnakkamella og Vladimír "er alltaf í megrun" Welles.
Þeir eru hér með farnir af stað.
Æfing á morgun(í dag). 6 km hlaup.
Næstu 3 mánuðir munu fara í að taka 10 kg af björgunarvestinu sem umliggur líkama okkar. Síðan munu allir hefja þung prógröm ala stórmyndin "run fatboy run".
Fyrirgefðu okkur kæri íþróttaálfur því við vitum ekki hvað við höfum komið okkur í.
Ummálsmælingar, þyngdarmælingar, geðraskanir sökum sykurleysis og vonleysi sökum árangursleysis munu einkenna bullið ásamt nokkrum vel völdum nöldrum um allt og ekkert.
En fyrst og fremst um hvað ég er æðislegur....þetta verður legen.... Wait for it.....dary.
Þeir sem hafa tekið áskorun eru Páll Bóndi, Kristján Skáld, Þorgrímur Hnakkamella og Vladimír "er alltaf í megrun" Welles.
Þeir eru hér með farnir af stað.
Æfing á morgun(í dag). 6 km hlaup.
Næstu 3 mánuðir munu fara í að taka 10 kg af björgunarvestinu sem umliggur líkama okkar. Síðan munu allir hefja þung prógröm ala stórmyndin "run fatboy run".
Fyrirgefðu okkur kæri íþróttaálfur því við vitum ekki hvað við höfum komið okkur í.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)