þriðjudagur, desember 23, 2008

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár


Ég óska ykkur tveimur  sem lesa þetta blogg, gleðilegs árs og farsældar á komandi ári.  
Vonandi fjölgar ekki í lesendahópnum, það er alveg svakaleg vinna að senda jólakort.

Hefur Össur ekki heyrt um Hydrogen (vetni)

Allt þetta bull um olíu.  Hvað varð um vetnistilraunir hér á landi.

Ég er hræddur um að þetta fari eins og aðrir spádómar hjá þessum sjálfskipaða spámanni iðnaðar á Íslandi.  "Orkubúskapur mun redda öllu" , "Laxeldi er málið" og nú "olíuvinnsla mun gera okkur að ríkustu þjóð í heimi".  

Verð að minna hann á að við vorum ein ríkasta þjóð heims þar til hann og flokkur sjálfstæðra manna afsalaði sjálfstæðinu í hendur á vinum og vandamönnum.

Orkubúskaburinn er ekki málið, laxeldi fór á hausinn og VETNI er framtíðin.

Óþolandi þegar menn geta ekki í það minnsta látið gáfuleg ummæli í ljós.  Auðvitað mun eitthvað koma í stað vetnis einn góðan veðurdag, en það þýðir ekki að velta sér upp úr því.  Núna er Vetni málið og Honda hefur hafið þá framtíð sem á endanum mun bjarga heiminum.  

En hvað er svo sem annað hægt að vonast eftir frá Alþingismanni með Doktorsgráður, í lífeðlisfræði no less.  Hvað var hann eiginlega að læra þarna í East Anglia. Lítil furða að hann heldur með Norwich en því í ósköpunum ef þú ætlar á annað borð að læra í the Kingdom of East Anglia fór maðurinn ekki í Cambridge.  Eins og margt sem hann hefur sjálfsagt gert í gegnum tíðina, mistök!!!

Vonandi hugsar hann einhverja nýja leið sem framtíðarleið Íslands í atvinnumálum, skipulagsmálum og í reynd hverju sem er, og reynir svo að ímynda sér hver sé alger andstæða þeirrar hugmyndar.  Sú hugmynd er rétta lausnin á vanda íslendinga.  
Skoðum bara sönnunargögnin;

Hugmynd Össurar        alger andstæða
Þorskeldi                    -          Þorskveiðar, 
Orkubúskapur           -         orkufrekur iðanaður (ál, netþjónarbú), 
Olía                              -         Vetni

Fylgjumst grant með því hvað kallinum dettur í hug næst.

Um 55% skattheimta á olíu.

Já ef þetta væri nú svona einfalt þá værum við nú í góðum málum.  En Norðmenn eru með 74% skattlagningu.  Af hverju miðum við okkur ekki við þá?  Íslendingar eru skattlagðir í topp um 68% þegar allt er talið, af hverju má ekki skattleggja þessa vinnslu allavega í samræmi við það.  Það má heldur ekki gleyma að fyrstu 20 milljón tunnurnar eru með 5% skatti.  

Í einni tunnu af olíu eru 159 lítrar.  Það þýðir að Íslenska ríkið er að gefa (miðað við núverandi gegni á tunnu 33.87 dollarar og gengi dollars 121,48 kr) 677.400.000 dollara eða 645.140.000 eftir skatt.  Sem þýðir 78.371.954.300 króna.  Það er sem sagt verið að gefa 78 milljarða í rannsóknarstyrk á svæði sem nú þegar er búið að rannsaka og líkur eru á að töluvert magn olíu sé að finna.  

Ég geri mér fyllilega grein fyrir að þetta svæði er mjög erfitt til olíuvinnslu, og óvíst hvort það borgi sig í nánustu framtíð miðað við verð á hráolíu í dag.  


En bara ein spurning.  Af hverju er ekki sambærilegur skattur á vatnsfyrirtæki?

fimmtudagur, desember 18, 2008

Stafir Lífeyrissjóður

"Samvinnulífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Lífiðnar og tók formlega til starfa að fengnu samþykki fjármálaráðuneytisins þann 1. janúar 2007. Eignir sjóðsins við samruna námu um 70 milljörðum króna og var sjóðurinn við samruna 5. stærsti lífeyrissjóðurinn á Íslandi. Um 50 þúsund manns eiga réttindi í Stöfum". Þessir helvítis glæpamenn sem vinna þarna eru sem sagt með eignir 50 þúsund íslendinga. Ég er með bréf í höndunum þar sem ég er beðin um að svara hvað leið ég ætli nú að fara í mínum sparnaði. Leið 1 eru verðtryggð innlán. Leið 2 eru skuldabréf. Leið 3 er svo hlutabréf + skuldabréf. Hvaða leið haldið þið nú að sé fyrirfram valin leið ef þessir 50 þúsund einstaklingar svara ekki bréfinu.

LEIÐ 3. Mig langar svo að keyra í bæinn hitta þennan Ólaf Sigurðsson sem er framkvæmdastjóri lífeyrisjóðsins og hreinlega banka aðeins í hausinn á honum.

Er hann ekki búinn að vera á Íslandi undanfarið ár. Er maðurinn í ruglinu. Hlutverk lífeyrissjóðsins er að ávaxta fé sjóðsfélaga. Það stendur beinlínis í þessu bréfi að leið 3 sé sú áhættusamasta. Samt er hún valin sem sú leið sem fara skal ef enginn svara.

Ég er kominn á þá skoðun að ég sjái um minn lífeyrir sjálfur. Ég geri bara samning við minn banka um að leggja inn á sérstaka lífeyrisbók sem er bundin þar til ég verð sextugur og hætta þessu helvítis kjaftæði. Fyrst að menn geta ekki stýrt þessu eftir heilbrigðri skynsemi.

þriðjudagur, desember 16, 2008

En aðal spurningin er.

Hvað komast margir auðmenn fyrir í VW Bjöllu?


Þrír í aftursætið,

tveir í framsætið

og restin í öskubakkann.


Tek það fram að síðasta setningin var ekki svona þegar ég heyrði þennan. Mér fanst ekki við hæfi að setja inn nafn eins aðila, þó ég voni svo sannarlega að hann fái makleg málalok þá er einum of að kveikja í honum. Mitt svar var auðvitað enginn. Það myndi enginn auðmaður láta sjá sig í Bjöllu.

Og allt annað

Af hverju er himininn blár en ekki svartur?

Yfir í allt annað

Hver er eiginlega munurinn á starfsemi RNA og DNA í frumum heilkjörnunga?

mánudagur, desember 15, 2008

Og nú Inga B S

B.S stendur auðvitað fyrir bull shit. "Ábyrgðin og orsökin liggur hjá öðrum" öðrum heldur en eftirlitsstofnunum, löggjafanum og ráðherrum. Ef Íslendingar sjá ekki í gegnum þessa anskotans þvælu. Auðvitað er það fyrst og fremst ráðamönnum og hælbítum þeirra að kenna að hér er þjóðin á hausnum. Þær afætur sem fengu bankana, og önnur fyrirtæki gefins hugsa auðvitað ekki um hag þjóðarinnar. Þeirra eina skylda er að hámarka hagnað innan þeirra laga sem stjórnvöld setja.

Ef frú Ingibjörg n. s. hafði áhyggjur af stöðu mála þá átti hún auðvitað að gera eitthvað strax og hún tók þátt í stjórn landsins. En dæmigert fyrir þennan endalausa þvælustjórnmálamann. Hún talaði um það í 10 ár að allur vandi Reykjavíkurborgar væri tilkominn vegna Sjálfstæðismann. Það væri gaman að heyra hvað hún hefur að segja um skuldastöðu borgarinnar nú. Það hlýtur að vera sjálfstæðisflokknum að kenna. Einhvernveginn er allt öllum öðrum að kenna og hún og hennar flokkur getur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að laga það.

Hvenær sér fólk í gegnum þetta bull.

Ef hún hefði sagt. Já við sváfum á verðinum. Við hunsuðum viðvaranir lærðra manna. Við tókum rangar ákvarðanir í kjölfar hrunsins. Við hefðum getað gert hlutina með öðrum hætti. Við höfum ákveðið að Bankamálaráðherra víkji, fjármálaráðherra hverfi í hrossalækningar og allir þeir sem báru ábyrgð eru ekki lengur að vinna hjá bönkunum. Stjórn Seðlabankans er farin til annarra starfa, yfirmenn FME eru komnir á atvinnuleysisskrá og við samþykkjum ekki afarskilmála og munum sækja rétt okkar á alþjóðavísu.

Þá hefði ég sagt flott. Þið fáið nokkra mánuði til viðbótar að laga stöðuna. En það er enginn hættur hjá bönkunum, fme, Alþingi, Seðlabanka eða annarstaðar þar sem ábyrgðin liggur. NEI. Við segjum já og amenn við öllu sem okkur er ætlað að borga og allir fá að taka þátt í sukkinu áfram. Minni líka á að enginn hefur verið sóttur til saka sem annað hvort bendir til þess að allt sem menn gerðu var innan settra laga, eða að þeir sem gerðu eitthvað af sér fá sérmeðferð. Í báðum tilvikum er við ríkisstjórnina og hana Ingibjörgu að sakast.

Það hlýtur að fá fólk til að skoða samsæriskenningar betur, varðandi fjárhagstengsl alþingismanna og þeirra sem eru gerendur í þjóðargjaldþrotinu. Fólk hlýtur að spyrja sig því í ósköpunum menn fengu að stofna einkafyrirtæki í janúar og febrúar og færa allar sínar eignir (skuldir í dag) yfir í þau félög þegar slíkt var óheimilt samkvæmt lögum viðkomandi fjármálastofnanna. Hversvegna stjórn afléttir persónulegum ábyrgðum yfirmanna bankanna á skuldum sínum rétt fyrir hrunið. Hvernig ekki einn yfirmaður bankanna, eða maður í yfirstjórn er farinn á hausinn þrátt fyrir að þeir hafi skulda hátt í 100 milljarða til allra bankanna þriggja stuttu fyrir hrun bankanna. Ef þetta fólk á fyrir skuldum sínum þá vill ég fá það inn strax. Ég vill líka að það fólk sem lætur enkahlutafélög fara á hausinn geti ekki unnið í bönkum, annað er hræsni.

Annars nenni ég ekki að spá í þessu lengur en mæli með því að fólk leggi fjármuni sína í Sparisjóð Strandamanna. www.spstr.is Hann er ekki í eigu auðmanna landsins. Hann er af gamla skólanum. Af hverju? Hann var of lítill til að verða keyptur upp. Ekki falla fyrir því að spkef eða spron eða hvað sem þér dettur í hug séu ekki tengdir þessu valdabrölti sem átt hefur sér stað undanfarið. Ég mæli með því að þið færið allar ykkar eignir yfir í þennan banka. Um leið þá setjið þið SPRON, SPKEF, KBBANKA, LANDSBANKA, GLITNIR og alla litlu bankana sem búið er að ræna, á hausinn. Síðan verður bara einn banki, Sparisjóður Strandamanna. Kukklararnir munu stjórna landinu og rísa upp aftur.

sunnudagur, desember 14, 2008

Hann Árni kallinn

Segir " hækkanirnar ekki nýjar, þær hafi verið boðaðar í hinu úrelta fjárlagafrumvarpi fyrir bankahrunið enda hafi gjöldin verið að rýrna að raungildi árum saman" Ég minnist þess að þessi maður tali endlaust um raungildi. Ég vill minna hann á að:

Skattar á Íslandi eru þeir mestu innan OECD og hafa hækkað að raungildi en ekki lækkað eins og hann vill halda fram.

Laun mín hafa lækkað að raungildi
Húsnæðið mitt hefur lækkað að raungildi
Lánin mín, hvort sem það eru námslán eða húsnæðislán, hafa hækkað að raungildi.
Þannig að endalaust að tala um þetta helvítis raungildi hjá manni sem ætti fyrst og fremst að vera að sauma saman rollur er eins og að hlusta á Ingibjörgu tala um Evrópusambandið.

ÞETTA FÓLK VEIT EKKERT HVAÐ ÞAÐ ER AÐ GERA EÐA SEGJA.

Bara að það væri dauðarefsing við heimsku. Ég yrði væntanlega líflátinn en ég myndi fúslega fórna mér til þess að koma þessu helvítis pakki frá völdum.

Hvað í ósköpunum er James Woods að gera sem skattrannsóknarstjóri á Íslandi





En að einhverju allt öðru

Spursara halda áfram að standa sig helvíti vel. Spái því að þeir verði topp 4 lið á næsta ári.

Hull. Ég meina Hull. Eins og sjómaður á búllu í Hull var orðatiltækið. Liðið var í ensku fjórðu deildinni fyrir 5 árum síðan. Eru búnir að stríða öllu stóru liðunum. Arsenal, Man UTD (töpuðu samt) og nú Liverpool. Þess má geta að einn framherji hjá Man UTD kostar meira en allt Hull liðið. Vonandi verða fleirri svona lið innan tíðar, lið sem narta og naga í þessi helvítis skítalið sem eru endalaust að reyna að kaupa sér titla. Liverpool er búið að eyða meiri fjármunum en Man UTD. Að vísu í miklu fleirri leikmenn en það er ekki afsökun. Man UTD hefur keypt Carrick, Berbatov, Shrek, Ferdinand, Ronaldo, Nani og fleirri leikmenn sem ég man ekki nafnið á fyrir 12 milljónir punda eða meira. Þeir borguðu 5 milljón pund fyrir Vandersaar 34 ára gamlan. Já hann ferguson er snillingur. Chelskí er búið að eyða og eyða og eyða meira en nokkuð annað félag í heiminum í dag. Til þess að vinna tvo titla. Svo er það Arsenal. Sem er svooo gott í að búa til leikmenn. Í dag er ekki einn leikmaður í byrjunarliði Arsenal sem er uppalinn hjá Arsenal. Í raun ef horft er á varaliðið þeirra sem er samansett af unglingum, þá eru þeir flestir keyptir. Argh vona að það verði sett á þessi lið kvaðir um uppalda leikmenn og hámarks laun svo það fái fleirri tækifæri á að vinna þessa deild.

Hagfræði fyrir fávita

Ég þoli ekki lotningarfullt tal til hagfræðinga (heimspekingar fjármálanna). Eins og þeir viti allt betur en aðrir. Ég fyrir mitt leiti hef sjaldan þurft að hlusta á eins innantómt hjal og þegar hagfræðingar opna sig. Vitna í menn sem uppi voru fyrir um 300 árum. Er í alvöru ekki hægt að taka nærtækara dæmi en Karl Marx og Adam Smith? Fyrir mér er þetta eins og að vitna í trúarkenningar.

Hér er allavega spá fyrir þessa stórkostlegu hagfræðinga og þá sem eru nú að hlusta á þá og fara eftir ráðleggingum þeirra með því að hækka álögur, draga úr fjárfestingum og lækka laun.

Þessar aðgerðir verða til þess að neysla dregst saman.

Það þýðir að skattheimta minnkar, sem þýðir enn meiri hækkun skatta og enn færri framkvæmdir. Það þýðir að fleirri missa vinnuna, sem leiðir af sér lærri skattheimtu. Þetta endar sem sagt innan árs í samfélagi sem borgar innan við 300 milljarða í skatt. Þar af þarf að borga 100 milljarða af lánum (að því gefnu að við náum að hemja gjaldmiðilinn). Þetta er einföld staðreynd, eitthvað sem ráðamenn þessa lands eiga að vita.

Sem sagt Ísland er í raun á leiðinni á hausinn. Hér verða ekki peningar til að halda uppi heilbrigðiskerfi (það kostar 110 miljarða) eða mennakerfi (60 milljarða) eitthvað verður að láta undan.

Mín spá er í raun sú að hér á landi verði, innan árs, 35% atvinnuleysi og svo mikill niðurskurður í opinberum rekstri í formi einhliða launalækkanna að við stökvum 10 ár aftur í tímann. Háskólar verða aflagðir eða sameinaðir HÍ. Einkafyrirtæki verða ríkisvædd, síminn, eimskip, áburðaverksmiðjan ofl. Við stöndum uppi með ósjálfbjarga samfélag sem er stjórnað af fávitum.
Spurningin er ekki hvort við missum sjálfstæðið heldur hvenær og til hverra.

Afsökunin sem verður notuð; "Við gátum ekki séð þetta fyrir."

En það er einmitt þess vegna sem þetta fólk á að fara núna. Ef það gat ekki séð þetta fyrir, eða einhver á þeirra vegum gat ekki varað við þessu, þá þarf að skipta öllum út.

fimmtudagur, desember 11, 2008

Síminn....argh

Djöfull er ég orðinn leiður á þessu fyrirtæki. Ég er búinn að vera með síma hjá fyrirtækinu í 12 ár. Það hefur aldrei verið eins dýrt að hringja. Símasambandið hefur sjaldan eða aldrei verið lélegra og nú er það meira að segja verra en hjá litla samkeppnisaðilanum OG-VODAFONE.

Er ekki búið að einkavæða þetta apparat. Eru bara EBITU-fávitar að stjórna þessu fyrirtæki. Hvernig er hægt að vera með lélegra dreyfikerfi heldur en kompaní sem er einn tíundi af stærð símans. Ef þetta lagast ekki á næstunni þá er ég farinn yfir í talstöðvasamband.

Sem er að vísu hugmynd. Er ekki hægt að kaupa NMT símasambandið af símanum. Þeir eru hvort sem er hættir að halda því við. Það næst allstaðar, árið 2002 voru 26.000 notendur. Sem allir borga 1200 krónu grunngjald. En segjum að við látum þá borga 790 kall í grunngjald á mánuði það er rúmlega 240 milljónir á ári fyrir loft. Einhverjir hljóta að tala í þetta apparat. Þannig að við segjum að meðal jói borgi um 1200 krónur á mánuði það þýðir hvorki meira né minna en 362 milljón á ári. Mínútugjaldið er ekki mikið dýrara en í GSM símasambandi og það hlýtur þar með að vera hægt að gera út á þetta.

Vera bara með nógu ódýra þjónustu. Flestir eru hvort sem er ekki að eltast við netið í símann, flestir kunna ekki á það ef út í það er farið.

Bárður gangtu í málið. Förum á símamarkaðinn......rústum þessum fávitum.

laugardagur, desember 06, 2008

Ljótur vefur

Djöfull fer nýji vefurinn á Bifröst í taugarnar á mér. Hvaða aflóga gamalmenni datt í huga að setja þetta svona upp. Það kann að vera að ég sé ekki hipp og kúl lengur, kanski var ég það aldrei. En þetta er too much. Eins og einhver laumumetrósexual tölvunörd hafi komist í litakassann. Svart og ljós blátt. How reasuring is that. Minnir mann á hvers vegna guð skapaði homma. Til að þessir laumutransexual metró tölvunördar þyrftu ekki að spá í litasamsetningu.

Annars fór ég yfir þessa flóru ömurlegra vefsvæða sem eru háskólar á Íslandi og eini vefurinn sem náði rétt fyrir ofan fall var Háskólinn á Akureyri. Þeir eru í það minnsta ekki að reyna að vera hipp og kúl og þess vegna falla þeir ekki.

HR er bara úti á túni, með sérstakar tölvunarfræði-, tæknifræði- og viðskiptadeild (aðalega markaðsfræði kennd þar). Það er greinilegt að menn voru ekki að ausa peningum í markhópagreiningu eða grunn rannsóknir á fráhrindandi viðmóti.

. Af hverju voru þeir að breyta. Þetta var fínnt eins og það var. Breytingar eru ekki góðar bara breytinganna vegna. Núna lítur þetta út eins og vefsvæði hjá ríkisskóla í suðurkarólínu. Sem er ekki gott ef þú varst að velta því fyrir þér. Þeir eru með allar þessar deildir, alla þessa nemendur allt þetta starfsfólk. Var ekki hægt að neyða einhverja í samkeppni eða eitthvað. Kjósa síðan um það.

Ég nenni ekki að tala um aðra vefi vegna þess að þeir skólar eiga sér ekki sérstakan tilverurétt, heldur ættu að vera deild innan HÍ og þar af leiðandi er þeirra innput inn í veraldarsamfélagið ómarktækt. Enda er stutt í að þessir skólar allir sameinist, enda skilst mér að þeir séu allir á hausnum. Sérstaklega Bifröst eins og sést á vefsvæðinu þeirra

kræst mér er enn flökurt út af þessum bláa lit hjá þeim.

Sem sagt varla hægt að segja að vitsmunaframleiðendur þessa lands séu að kynna sig á vitsmunalegan hátt. Það er alla vega ekki að sjá á heimasíðunum