Náttúruauðlindir beri að nýta á sem hagkvæmastan hátt á grundvelli sjálfbærrar þróunar til hagsældar fyrir þjóðina og komandi kynslóðir. (hvernig á að ákveða það, hvaða viðmið eru notuð til að meta hvað er hagsæld og hagkvæmast) Hver er svo sem ekki sammála þessari setningu, en ég get alveg réttlæt fyrir sjálfum mér að álver, virkjun, stjóriðnaður sé hakvæmastur á grundvelli sjálfbærrar þróunar þar sem til lengri tíma þá skilar það hagsæld fyrir þjóina og komandi kynslóð. Sjálfsagt er hægt að finna hagkvæmari leið en ég sé hana bara ekki í augnablikinu, eða vill ekki sjá hana.
Jafnframt er lagt til að ekki þurfi tvö þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. (Ef það þarf ekki tvö þing þá er hægt að gera hvaða breytingar sem er á stjórnarskránni, hvenær sem er, hljómar svolítið eins og fasismi en auðvitað er einræði skilvirkasta stjórnkerfið)
Að vísu var settur inn varnagli á þetta, sem var á þá leið að allar stjórnarskrárbreytingar skal leggja í dóm kjósenda til synjunar eða samþykkis. (þarf þá 50% þjóðarinnar að samþykkja eða er nóg að meirihluti þeirra sem greiðir atkvæða samþykki?)
En svo kemur það sem á eftir að reynast okkur ansi dýrkeypt.
Alþingi verður skylt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál ef 15% þjóðarinnar krefjast þess. (Það þýðir að stuðningsmenn minni flokka í landinu geta krafið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvaða mál sem er eftir því í hvernig skapi þeir eru. Sjálfstæðisflokkurinn gæti kallað saman 15% af þjóinni til þess að láta taka sig í ósmurt hvað þá til að skemma svolítið þingstörf. Er ekki hægt að treysta þessu fólki til að taka ákvarðanir í krafti umboðs síns, það verður þá bara ekki kosið næst ef það klúðrar málum. Ég segi að efla þurfi ábyrgð ráðamanna ekki auðvelda lýðskrum.)
Loks er lagt til að boðað verði til stjórnlagaþings ekki síðar en 1. september, næstkomandi.(ég bara veit ekki hvað það er og býð útskýringa á því og tilgangi þess)
1 ummæli:
reiði strandamaður!! urrr
Skrifa ummæli