þá lætur frambjóðandi svona út úr sér "Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, segir ákvæði um fléttulista fyrst og fremst snúast um að tryggja stöðu kvenna, enda séu konur aðeins um þriðjungur kjörinna fulltrúa."
Það er ekki jafnrétti.
Það kemur vinstri grænum nákvæmlega ekkert við hvernig aðrir flokkar velja inn, sem reyndar allir virðast þurfa að gefa körlum séns þar sem það er mikil kvenna sveifla í prófkjörum.
En hvernig á ég að kjósa flokk sem er bara annt um að konur séu jafnar körlum en ekki öfugt. Það hlýtur að vera markmið Vinstri grænna að vera sem næst 50% ef þeir eiga að teljast réttlátur flokkur út frá kynjastöðu.
Svo má hinsvegar deila um það hvaða anskotans máli það skiptir hvort þú ert karl eða kona. Er það ekki fyrst og fremst gæði og geta viðkomandi einstaklings. En miðað við þessi orð Svandísar þá hefur hún hvorki gæði né getu.
En auðvitað á að skoða viðkomandi út frá því, í staðinn fyrir að troða einhverjum skussum í kynjakvóta sæti.
Spurning hvort konur og feministar verða ekki sammála mér þegar þær eru komnar í meirihluta á þingi. Þá þarf sjálfsagt lítið að hugsa um kynjakvóta.
Ég verð því að segja nei við Svandísi, en já við Lilju Móses því Lilja hugsar ekki með eistunum.
Réttlæti ekkert kjaftæði.
mánudagur, mars 09, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli