Hvað er í gangi? Er ég sem já maður foringjans orðinn afturhalds sinni? Nei það er nú ekki svo gott. Friedman, Milton það er að segja, sagði að eina siðferðislega skylda yfirmanna fyrirtækis væri að hámarka hagnað. Hann sagði það hlutverk ríkisins að setja leikreglur sem þeir yrðu svo að fara eftir. Jafnvel þessi nóbel maður sem er hinn ofurtalsmaður frelsis talaði um að einhverjar leikreglur yrðu að vera.
Hvað er verið að gera í dag? Jú setja leikreglur. Þær leikreglur eru að svipta okkur atvinnu- og eignarfrelsi, á takmarkaðan hátt en þær eru samt að því. En Hvað með það? Ríkið er alltaf að því, það er í raun tilgangur ríkisins, það er að segja að koma í veg fyrir að við getum gert allt það sem okkur langar til. Ég má til að mynda ekki verðlauna konu fyrir gott kvöld með neinum veraldlegum hætti(má ég borga fyrir mat og drykk?). Ég verð að viðurkenna að forsjárhyggja ríkisins er stundum alger hneysa og virðist meira fylgja einhverjum tískustraumum heldur en annað. Hverjum kemur það við ef ég sel líkama minn gegn greiðslu. Það væri þá heldur að senda viðkomandi kaupanda í geðrannsókn heldur en að refsa honum með fangavist, þar sem þau kaup myndu seint flokkast undir vel ígrundaða fjárfestingu. En erum við ekki farin að hræðast aðeins of margt ef við erum farin að banna mönnum að eiga fjölmiðla bara vegna þess að þeir ráða yfir stóru fyrirtæki. Hvað með pólitískar ráðningar í rúv eða þá fyrirgreiðslu sem tryggingarfélögin hafa fengið með mjög hliðhollri löggjöf(svo eru auðvitað pólitískar ráðningar þar)hvað með líseyrissjóði og allt sukkið þar. Af hverju má tryggingarfélag eiga lyfjafyrirtæki (sjúkráskrár HALLÓ) en smásöluverslun ekki eiga dv.
Ef við erum það vitlaus að við þurfum forsjárhyggju eigum við ekki bara að sleppa kosningum næst DABBI?
þriðjudagur, júní 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli