föstudagur, júní 04, 2004

Auðvitað eru menn óháðir í fréttaflutning

> Félagar
>
> Stundum er nóg komið. Nú er sú stund.
> Aðför stjórnvalda að starfsöryggi og starfsheiðri okkar sem vinnum hjá
> Norðurljósum náði hámarki í lagafrumvarpi forsætisráðherra á dögunum.
> Umræðan síðustu vikur hefur verið á mörkum hins vitræna. Við höfum horft
> uppá þingmenn fara hamförum með blöð og greinar; grenjandi í ræðustól um að
> hitt og þetta verði að stöðva. Svo ofsafengin framganga, svo
> einstrengingsleg afstaða, svo blind heift hefur lamandi áhrif á þann sem
> fyrir verður. Slík eru áhrif sálfræðihernaðar; hann heggur að vilja
> andstæðingsins til að svara fyrir sig. Gerir óvininn óvirkann áður en til
> orustu kemur. Nú reynir á okkur að rísa til varnar. Að óbreyttu verður
> fantafrumvarpið að lögum eftir helgi. Afleiðingarnar fyrir störf okkar og
> afkomu eru óljós. Við höfum eitt hálmstrá. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í
> kosningabaráttunni 1996 að hefði hann verið forseti þegar rúmlega 30.000
> manns skoruðu á Vigdísi Finnbogadóttur til að undirrita ekki EES samninginn,
> þá hefði hann orðið við því og neitað að staðfesta lögin.
> Tökum nú á öll sem eitt og söfnum 35000 undirskriftum yfir helgina á
> askorun.is. Við höfum tíma á meðan stjórnarandstaðan heldur uppi málþófi.
> Sendið tölvpóst á ALLA sem þið þekkið, hringið í fjarskylda ættingja úti á
> landi sem þið hafið ekki heyrt í í sjö ár. Nú er tíminn til endurnýja
> kynnin. Fáið fólk til að skrifa nafn og kennitölu á askorun.is Sé fólk
> fylgjandi frumvarpinu, fáið það samt til að skrifa undir sem persónulegan
> greiða við ykkur
. Mætið í vinnuna á morgun og á sunnudag eða sitjið við
> tölvuna heima við, hringjið, djöflist, látið öllum illum látum, söfnum
> þessum undirskriftum, fáum þessum ólögum hrundið, kaupum tíma til að fá þau í það
> minnsta milduð í haust. Nú reynir á. Gjör rétt - þol ei órétt.
>
> Róbert Marshall

Engin ummæli: