Það er eitt að safna undirskriftum í gegnum netið og allt annað að safna 30000 undirskriftum bréflega eins og gert var þegar ísland skrifaði undir EES samning. Ég veit um dreng sem fékk rúmlega milljón undirskriftir vegna þess að stúlka var búin að lofa honum sveindómsmissi fyrir vikið(allt á netinu). Er það til marks um óánægju fólks eða er þetta augljóst dæmi um það vald sem fjölmiðill hefur. Hversu margir fjölmiðlar til dæmis skoðuðu þetta bréf vandlega og ræddu um það á opinberum vetfangi. Þeir sem lesa þessar breytingar á samkeppnis og útvarpslögum sjá að hér er ekki nokkur ástæða til að velta þeim fyrir sér í nokkra mánuði eða ár. Hér er um að ræða svipaða breytingu á löggjöfinni og gerð var í SPRON málinu (það tók tvo daga að fá það í gegn). En allt í einu vegna þess að starfsöryggi og starfsheiðri 1700 manna á að vera í hættu þá á að ræða þetta í áraraðir. Nóta bene það var tekið fram stuttu eftir bréfskriftir að starfsöryggi væri ekki ógnað þrátt fyrir þessi lög.
Ég spyr einfaldlega hvað er að þessum breytingum. Ég var nú ekkert sérstaklega hrifin af þessum breytingum áður en ég las þær en verð að segja að ég hef algerlega skipt um skoðun. Hvað er að því að markaðsráðandi fyrirtæki meigi ekki eiga fjölmiðil? Undantekning er gerð þar á um fyrirtæki sem velta tveim milljörðum eða minna. Hvað í ósköpunum geta menn fundið þessu til foráttu. Hvernig í ósköpunum gátu menn litið fram hjá því að það eina sem mundi telja til strangra þátta í þessum breytingum er 5% eignahlutdeild. En þeir sem hafa einhverja þekkingu á lögum vita að þessi tala er góð og gild því að öðrum kosti er hætt við misnotkunnarmöguleikum minnihlutans. En samkvæmt lögum um hlutafélög 97 gr. nánar tiltekið þá þarf einungis 10% hluthafa að koma fram með tillögu um rannsókn á tilteknum þáttum fyrirtækisins. Þetta er auðvitað þarft í rekstri fyrirtækis en eigandi 10% hlut getur haldið fyrirtækinu í gíslingu sjá hann sér þess kost. En auðvitað er ekkert minnast á þetta í þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað hér á landi.
Það eina sem ég hef heyrt í fréttum er valdhroki, valdhroki. Ef þjóðin er, var eða verður þreytt á þessari ríkisstjórn. Þá fáum við aðra ríkisstjórn. En á meðan við kjósum hana yfir okkur þá þýðir ekki að tala um valdhroka bara að því að við erum ósammála. Meirihluti þingsins ræður, svo eru til aðrar leiðir til að skera úr um hvort málið sé löglegt eða annað.
Ég vill ekki að íslenska þjóðin fari að kjósa um hvert smáatriði sem smá umræður myndast um. Til hvers er þá kosið til þings, til hvers eru þá þingmenn.
föstudagur, júní 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli